Vikan


Vikan - 27.12.1962, Blaðsíða 42

Vikan - 27.12.1962, Blaðsíða 42
una, fulla af fólki, hafði óljósan grun um að öllum viðstöddum væri eitthvað órótt innanbrjósts. Hann renndi augunum hratt yfir hópinn og skipaði þeim niður í huga sér í stórum dráttum. Tveir rosknir menn, þessi hermannlegi, sem hafði talað áðan, og grannur maður, grá- hærður, með samanherptar lög- mannsvarir. Tveir yngri menn — ákaflega ólíkir að öllu leyti. Annar hafði yfirvararskegg, örlítið en ekki áberandi rembilátur, og gat hann sér til, að það gæti verið systur- sonur hr. Gervase, sá í riddaralið- inu. Hinn, með hárið greitt slétt aftur, snotur útlits, en á full áber- andi hátt, honum skipaði hann all- mikið neðar í mannfélagsstiganum. Svo var það smávaxin miðaldra kona með nefklemmugler og gáfu- leg augu og ung stúlka með eldrautt hár. Snell birtist nú aftur í dyrunum. Framkoma hans óaðfinnanleg, en undir grímu hins ópersónulega bryta, mátti aftur sjá votta fyrir mannlegri veru, sem kómizt hafði úr jafnvægi. „Afsakið, frú mín, skrifstofudyrn- ar voru læstar.“ „Læstar?“ Þetta var karlmannsrödd — ung og röskleg, og vottaði fyrir æsing í henni. Það var snotri ungi maður- inn með sléttgreidda hárið, sem hafði talað. Hann hélt áfram, um leið og hann gekk fram hröðum skrefum. „Á ég að fara og gá ... ?“ En ósköp rólega tók Hercule Poirot nú að sér stjórnina. Hann gerði það svo eðlilega, að engum fannst það neitt einkennilegt, að þessi ókunni maður, sem var ný- kominn, skyldi taka þannig forust- una. „Komið,“ sagði hann. „Við skulum fara til skrifstofunnar." Hann hélt áfram og beindi máli sínu til Snells: „Viljið þér gera svo vel og ganga á undan.“ Snell hlýddi. Poirot gekk fast á eftir honum og allir hinir fylgdu þeim eins og fjárhópur. Snell gekk á undan gegnum stóra forsalinn, fram hjá stóru stigabugð- unni, fram hjá geysistórri stand- klukku og veggskoti, þar sem stór bjalla stóð og eftir mjóum gangi, sem lá að skrifstofudyrunum. Þegar þangað kom, gekk Poirot fram fyrir Snell og tók lauslega í handfangið. Það snerist, en dyrnar opnuðust ekki. Poirot drap á dyrn- ar, fyrst ósköp létt, síðan fastara og fastara. Svo hætti hann skyndi- lega, kraup á kné og lagði augað að skráargatinu. Hann reis hægt á fætur og litað- ist um. Hann var harður á svip. „Herrar mínir!“ mælti hann. „Það verður að brjóta upp þessar dyr þegar í stað!“ Ungu mennirnir tveir, sem báðir voru háir og þrekvaxnir, réðust á hurðina eftir fyrirsögn hans. Það var ekki auðvelt verk. Hurðirnar í Hamborough Close voru traust- byggðar. Að lokum lét þó læsingin undan og hurðin opnaðist með braki og brestum. Andartak stóðu allir kyrrir í þyrpingu í dyrunum og horfðu á sjónina, sem við blasti fyrir innan. Það logaði á ljósunum. Við vegginn vinstra megin stóð stórt skrifborð, mikill gripur úr hreinum rauðavið. 42 VIKAN Allir utan liættu, suður gefur. é K-7-3 V K-9-7-4 4 K-10 4 1 K-G.10-7 N V A S 4 A-G-4-2 % * A-8-2 4 > A-D-G-9 * A-D • SAGNIRNAR: Suður Vestur Norður Austur 2 grönd pass 6 grönd pass 7 grönd pass pass pass aðrir en þér og ég.“ Enn datt engum í hug að efast um myndugleika hans til að skipa fyrir. Lögmaðurinn smalaði hinu fólkinu út úr herberginu, og Poirot og Hugo Trent voru einir eftir. Hinn síðarnefndi starði á Poirot og mælti: „Segið mér annars — hver eruð þér? Ég á við, að ég hef ekki minnstu hugmynd um það. Hvaða erindi eigið þér hingað?" Poirot tók nafnspjald upp úr vasa sínum og rétti honum. Hugo Trent starði á það. „Einka-leynilögreglumaður — ha? Já, auðvitað, ég kannast við nafn- ið ... En ég skil ekki ennþá til hvers þér eruð kominn hingað.“ „Þér vissuð ekki að frændi yðar — hann var frændi yðar, er ekki svo?“ Hugo renndi augunum til dána mannsins. „Gamli maðurinn? Jú, jú, hann var frændi minn.“ „Þér vissuð ekki að hann hafði beðið mig að koma?“ Hugo hristi höfuðið og sagði sein- lega: „Ég hafði enga hugmynd um það.“ Framhald í næsta blaði. Við skulum enda gamla árið á því að æfa okkur í úrspilinu og spilið hér að ofan ætti að vera ágæt æfing. Þú ert sagnhafi i sjö gröndum og vestur spilar út hjartadrottningu. Austur lætur lágt, eins og blindur, og þú drepur á ásinn heima. Þú get- ur talið tólf slagi; fjóra á lauf, fjóra á tígul, tvo á hjarta og tvo á spaða. Spaðagosinn skapar möguleika á þrettánda slaginn. Athugaðu nú, hvort þú sérð aðra möguleika á því að ná þrettánda slagnum. Það getur varla skaðað að taka lauf- og tígul- I ' í stól hjá borðinu, ekki beint fyrir framan það, heldur hliðhallt við það, þannig að hann sneri baki fram að dyrunum, sat stór maður. Hann var hniginn út af í stólnum, svo að höfuð og herðar héngu út af hægri stólbríkinni og hægri hand- leggur og hönd löfðu máttlaus nið- ur. Á gólfteppinu beint fyrir neðan lá lítil glansandi skammbyssa . .. Öll heilbrot voru hér óþörf. Myndin var skýr og ótvíræð. Hr. Gervase Chevenix-Gore hafði skot- ið sig. ÞRIÐJI KAFLI. Örfá andartök stóð hópurinn í dyrunum hreyfingarlaus og starði á þessa sjón. Þá gekk Poirot inn. í sömu andrá mælti Hugo Trent hásri röddu: „Guð minn góður, gamli maður- inn hefur skotið sig!“ Frá frú Chevenix-Gore heyrðist eins og löng titrandi' stuna: „Ó, Gervase-Gervase!" Poirot leit yfir öxl sér og sagði hvasst: „Farið burt með frú Chevenix- Gore. Hún getur ekkert gert hér.“ Roskni maðurinn hermannlegi hlýddi. „Komdu Vanda,“ sagði hann. „Komdu vina mín. Þú getur ekkert gert. Því er öllu lokið. Rut, komdu og vertu hjá henni móður þinni.“ En Rut Chevenix-Gore hafði troðizt inn í stofuna og stóð þétt við hlið Poirots, þar sem hann slagina, því spaðanum má alltaf svína seinna. Þegar þú tekur laufslagina, kem- ur í ljós að vestur hefur ekki átt nema tvö lauf og hann kastar tveim- ur lághjörtum í tvo laufaslagina. Þegar þú svo tekur tígulslagina, kastar vestur spaða í þriðja tígul- slaginn. Hvernig telur þú rétt að spila spilið, að fengnum þessum upplýsingum? í næsta þætti munum við birta allar hendur spilsins og athuga hver sé réttasta spilamennskan. beygði sig yfir hinn hræðilega á sig komna mann í stólnum — þennan risavaxna mann með víkinga- skeggið. „Eruð þér alveg viss um, að hann sé dáinn?“ sagði hún lágri, spenntri röddu, einkennilega þvingaðri og óskýrri. Poirot leit upp. Út úr andliti stúlkunnar skein einhver geðshrær- ing — sem hann gat ekki fyllilega gert sér grein fyrir. Það var ekki sorg — virtist fremur líkjast sam- blandi af ótta og æsingi. Litla konan með nefklemmugler- in muldraði: „Móðir yðar, góða mín — haldið þér ekki að Stúlkan með rauða hárið hrópaði hárri, skrækri röddu: „Svo það var þá ekki bíll eða tappi úr kampavínsflösku! Það var skot, sem við heyrðum ...“ Poirot sneri sér að þeim öllum. „Einhver ykkar verður að ná sam- bandi við lögregluna ...“ sagði hann. „Nei!“ hrópaði Rut Chevenix- Gore ofsalega. Roskni maðurinn með lögmanns- andlitið sagði: „Óhjákvæmilegt, er ég hræddur um. Viljið þér sjá um það, Burr- ows? Hugo.“ „Þér eruð Hugo Trent?“ mælti Poirot við unga manninn með yfir- skeggið. „Ég held, að það væri bezt, að allir færu út úr þessu herbergi, PÉTUR GAUTUR Framhald af bls. 15. inn upp á ný og sýndur þá 11 sinn- um. Sýningar Leikfélagsins urðu því alls 31. Jafnvel í Reykjavík og við þau skilyrði, sem Iðnó hafði upp á að bjóða kom það í ljós, að Pétur Gautur átti greiðari aðgang að hjörtum manna, en almennt hafði verið vænzt. Leikstjóri var Gerd Grieg. Mað- ur hennar, skáldið Nordal Grieg, dvaldist á fslandi um þessar mund- ir og munu þeir Lárus Pálsson leik- ari og hann hafa átt að því frum- kvæði, að frúin kæmi til íslands og tækist á hendur eitthvert verk í þágu íslenzkrar leiklistar. Leik- stjórn Gerd Grieg á verkinu var frumleg og sjálfstæð. Hún braut gamla rómantíska hefð og leiddi í ljós hið innra „aktualitet" sem í verkinu býr. Lárus Pálsson, sem lék Pétur Gaut, skapaði þar eitt eftirminnilegasta verk sitt á leik- sviði. Gunnþórunn Halldórsdóttir var og mjög eftirminnileg í hlut- verki Ásu. Margir léku þarna stór- vel aðrir, þó að hér skuli eigi rakið. PÉTUR GAUTUR. Leikstjóri Gerd Grieg. Hlutverkaskrá á frumsýningu 31. marz 1944. Pétur Gautur ..... Lárus Pálsson Ása . . Gunnþórunn Halldórsdóttir Grænklædda konan . Alda Möller Dofrinn . . Brynjólfur Jóhannesson Sólveig ....... Edda Bjarnadóttir Hirðþurs . Haraldur Björnsson Ingunn ........ Inga Þórðardóttir Bóndinn á Heggstað . . Valur Gíslas. Áslákur srrfiður /Kvar Kvaran Móðir brúðgumans Auróra Halld. Móðir Sólveigar Emilía Borg Helga ..... Helga Brynjólfsdóttir Vorbýlingur ........ Jón Aðils Brúðguminn Lárus Ingólfsson Beygurinn Tómas Hallgrímsson Valdimar Helgason — Vilhelm Norðfjörð — Anna Guðmundsdóttir — Baldvin Halldórsson — Emilía Jónasdóttir — Helga Möller — Þóra Borg — Ingibjörg Steinsdóttir.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.