Vikan


Vikan - 27.12.1962, Blaðsíða 6

Vikan - 27.12.1962, Blaðsíða 6
Skegg eða ekki skegg, það er spumingin Það er hverjum manni sívaxandi áhyggjuefni, hvort hann eigi að láta skegg sitt vaxa eða ekki. Vikan vill leggja lið sitt til að auðvelda mönnum ákvörðun um þetta, og G. K. skýrir málið. Það er kunnara en írá þurfi að segja, að sumir íslendingar eru algerlega skegg- lausir, hvernig sem á því kann að standa. Maður freistast til að halda að þaið sé svipað ástand hjá þeim í skeggmálum eins og Njáli forðum, sem aldrei gat ræktað á sér stingandi strá, hvað sem hann bar á kjammana á sér, og hlaut fyrir það háð og spott allra hugsandi manna og kvenna. Það er illa gert að gera grín að karlmönnum, sem ekki geta safnað framan í sig virðulegum gróðri, því það skapar hörmungarástand hjá viðkomandi, bæði andlega og líkamlega. Ég get vel borið um þetta sjálfur, því ég er einn þeirra ólánsömu manna, sem vita’ að það er tilgangslaust fyrir þá að reyna að Ýela á sér andlitið með pelsverki. Ég hefi reynt þetta ótal sinnum, því mér er brýn andleg nauðsyn á að hylja eins.mikið af andlitinu og hægt er. Mér hefur aldrei tekizt að framkalla meira en 14 hár, og þau misjafnlega löng og mislit, allt frá sólarlagsrauðu til últra-fjólublás með golsóttu ívafi. Einu sinni þraukaði ég samt þar til fjögur lengstu hárin fóru að strjúkast ofan í súpuskeiðina, — og þegar Creme de Marie Louise fer að kitla mann í nefinu, þá er ekki nema um tvennt að velja, að raka aftur af sér þræðina —- eða borða með gafli og greiðu. Ég ber ótakmarkaða virðingu fyrir víkingum, sem hafa svo gróðursælt niðurandlit, að þeir týna tannburstanum sinum hvað eftir annað ef þeir flækjast með hann nálægt kjálkanum. Það eru líka ótal kostir, sem fylgja slíku háralagi, enda skapaði Guð manninn þannig útbúinn, og við skulum ætla að hann hafi vitað hvað var manninum fyrir beztu. Líklega hefur enginn einn maður þau ósköp á samvizkunni sem King sálugi C. Gillette, sem fann upp rakvélina, það árans tól, og breytti þar með ásjónu milljóna manna um víða veröld, græddi sjálfur milljónir á milljónir ofan - en lét samt sjálfum sér vaxa hið fegursta skegg, sem er auglýst á hverjum einasta rakvélablaðs- pakka frá fyrirtækinu. Skegg hefur ótal kosti fram yfir ekkert skegg, eins og áður er tekið fram. Aðalkosturinn fyrir nútímamanninn er fyrst og fremst fegurðarauki, því hvað er fegurra en gróðursæll skeggvöxtur, sem blaktir fyrir vindi, og dillar sér ■fram og aftur í hvert sinn er eigandinn smellir tönnum utan um skrobitann? Mustacho-araoh N-1 O-J Products Mustacho-araoh W-IO O-JFVoducts jni1l|l-iaiíM HniB Mustacho-qraph N-2 Q-J Products Mustacho-oraoh W-ll Q-JProducts Mustacho-qraph N-3 Q-J Products Mustacho-graph W-12 Q-JProducts Muslocho-qraph M-4 0»JProduet8 Mustacho-qroph N-5 Q-JProduct» Mustocho-qraph N-6 Q-J Products

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.