Vikan


Vikan - 27.12.1962, Blaðsíða 23

Vikan - 27.12.1962, Blaðsíða 23
v ,vi ' : || : . • •' . ' j : x:x x::::::: \ . Á * \ ' ■ lll ARAMOTAGETRAUN VIKUNNAR- VERÐLAUN: Að þessu sinni leggjum við all nýstárlega getraun fyrir lesend ur í tilefni af áramótunum, og vonum við að allir hafi einhverja ánægju af því að glíma við hana, þótt hún sé ekki erfið úrlausn ar. Getraunin er aðeins í þessu eina blaði, og lesendur eru beðn- ir að fylla út svarseðilinn þegar í stað og senda til: Vikan, box 149 — og merkja umslagið „Hljómsveit.“ Á stóru myndinni hér að ofan sjáum við hljómsveit Svavars Gests, íklædda búningum úr þekktu leikriti. Þótt þeir séu að reyna að „djamma“ sig upp í „húmor“, þá eru sveinarnir yfirleitt nokkuð skuggalegir, — en kann&ke eru þeir bara fæddir svona. Fyrsta spurningin er: Úr hvaða leikriti eru búningamir? Til hægri sjást þeir betur, blessaðir, og í sömu búningum, og nú er um að gera að sjá hvaða PERSÓNUR I LEIKNUM þeir þykjast vera. Nr. 1 sýnir Gunnar Pálsson bas&aleikara í gervi . . . ? Nr. 4 sýnir Magnús Ingimarsson píanóleikara og útsetjara í Nr. 2 sýnir Ragnar Bjarnason söngvara í gervi . . . ? gervi . . . ? Nr. 3 sýnir Reyni Jónasson harmoniku- og saxófónleikara Nr. 5 sýnir hljómsveitarstjórann, Svavar Gests í gervi . . . ? í gervi . . . ? Nr. 6 sýnir Garðar Karlsson gítarleikara í gervi . . . ? Og vinnnigurinn er allra hluta beztur: Sá, sem vinnur, fær alla hljómsveitina til umráða í heilt kvöld, — auðvitað endurgjalds- Jaust, og getur látið hana leika fyrir sig hvar sem er og hvenær sem er (þó með samkomulagi við Svavar). En Svavar vill endi- lega að við tökum það fram, að þeir vilji helzt fá að vinna með hljóðfærin, en verði ekki settir í að gera hreint eða grafa skurð. Lausnir þurfa að hafa borizt Vikunni fyrir 15. janúar 1963. HLJÓMSVEIT SVAVARS GESTS

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.