Vikan


Vikan - 27.12.1962, Blaðsíða 2

Vikan - 27.12.1962, Blaðsíða 2
í fullri olvöru i / n m\ i i i Han„\e°f . aÞf *earf t*^^aherbergi niannsins mín^ gamlarskvöld. nir með flugelda fyrir Vaxtarverkir borgarinnar Það er gaman að eiga heima í ungri og vaxandi borg eins og Reykjavík. Það er ekki nema rúmt ár, síðan Reykjavíkurbær varð Reykjavíkurborg, en samt er þessi borg orðin svo fullkomin og vel úr garði gjör, að þegar gefið er fé til fegrunar borginni, þarf hún ekki að eyða því til þess að fullgera sóðalegar götur, hylja moldarflög eða til sorphreinsunar, heldur getur kát og glöð varið þessu fé til þess að kaupa afsteypur af listaverkum, borgarbúum til augnayndis, þegar þeir eiga leið um þá afskekktu staði, sem hafa orðið fegrunarinnar að- njótandi. Seinna er svo öðru fé var- ið til þess að færa til aðrar afsteyp- ur af listaverkum og setja þær þar sem betur fer um þær. Hver hefur ekki séð ósamræmið, sem skapast þegar unglingar þrosk- azt of brátt? Piltungar um tekt verða langir og krangalegir, fæt- urnir standa langt niður úr buxun- um, hendurnar langt fram úr erm- unum, jakkinn verður snollaður og nær ekki nema rétt niður fyrir mittið, og bólurnar springa út í öll- um regnbogans litum á andlitunum. Stúlkur á sama þroskaskeiði sleppa heldur ekki við þetta ósamræmi, og fyrst þessu er svona farið með ungl- ingana, því skyldi þá hið mannlega samfélag, sem heitir borg, sleppa við þessa vaxtarverki? Listaverka- kaupagleðinni má líkja við það, er unglingsstúlka, sem hefði átt að fá sér rækilegt þrifabað og leita lækn- is vegna bóluvaxtar í andliti, verji því fé, sem til þessa átti að fara, til þess að kaupa sér skinnhúfu eða hálsfesti. Unglingurinn Reykjavíkurborg er engin undantekning að því leyti, að hann kýs heldur að kaupa sér glys til sýndarmennsku en leita sannleikans og setja hann í önd- vegi. Þegar honum er gefin gjöf, sem verja skal til þess að fegra borgina, kýs hann heldur að kaupa dýrar afsteypur af stórum lista- verkum og setja þær upp í þeim flögum, sem betur hefðu verið grædd upp fyrir peningana, innan um þær forargötur, sem betur hefðu verið fullgerðar fyrir þetta fé, og þar safna listaverkin því rusli og þeim óþverra, sem betur hefði ver- ið eytt fé til að losna við. Og enn vantar unglinginn Reykja- vikurborg jafn sjálfsagðar stofnanir og almennings salerni. Það er að vísu satt, í Bankastræti eru tvö salerni, annað fyrir konur og hitt fyrir karla, í Aðalstræti er hús, þar sem konur geta skroppið afsíðis, og í Grófinni er sóðaleg kompa fyr- ir karlmenn, en hún er svo fráhrind- andi, að flestir kjósa heldur að ganga á bak við vörustafla á hafnarbakk- anum. Það væri gaman, ef einhver vís maður vildi vera svo framtakssam- ur að reikna út, hve gólfflötur al- menningssalerna er mikill hundr- aðshluti að flatarmáli Reykjavíkur, og hve margir komast þar að í einu. Framhald á bls. 43.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.