Vikan


Vikan - 27.12.1962, Blaðsíða 35

Vikan - 27.12.1962, Blaðsíða 35
rekkjugaflinn, og um leið var sem allur annar andardráttur í baðstof- unni hljóðnaði ...“ „Og þó lá enn margur vakinn í baðstofunni; vakinn og beið annar- legra, feiknþrunginna átaka með ögrandi frýjunarorð í eyrum sér. Aðeins tvær manneskjur vissu, að þeirri hólmgönguáskorun hafði þegar verið svarað. Og þær sváfu ekki heldur.“ GAMLI presturinn seildist eftir gullúri, sem lá á skrifborðinu og leit á það, en lagði það aftur á sinn stað, án þess að minnast á hvað tímanum liði. Þess í stað dró hann upp neftóbaksdósirnar og bætti nú fyrir það, er hann hafði sleppt rítúalinu síðast, og fylgdi því út í æsar með viðeigandi hátíðleik. „Það fer að verða skammt í sögu- lokin úr þessu,“ sagði hann. „Ég geri það með vilja, að fara fljótt yfir þann kaflann, sem sennilega mundi verða lengstur, ef einhver tæki sér það fyrir hendur að skrifa sögu Maríu í Skörðum. Bæði er það að ég er kominn á þann aldur þegar ástin verður manni afstætt hugtak, og að orð fá ekki frekar lýst en tjáð hreinleika og fegurð sannrar ástar. Kannski var það ekki hvað sizt fyrir það, að þau María og franski pilturinn gátu ekki ræðzt við hversdagslegum orðum, er ást þeirra var svo hrein og fölskvalaus, að jafnvel örlögin, sem yfirleitt eru þó ekki kennd við tillitsemi, leyfðu að minnsta kosti öðru þeirra að varðveita hana þannig meðan ævin entist ...“ „Pilturinn hresstist fljótt, eftir að hann hafði sigrazt á sótthitanum og svefnmókinu. Hann var ókalinn með öllu, og mundi fljótlega hafa verið fluttur suður, ef veðrátta, ó- færð og vatnavextir hefði ekki hamlað, enda fannst engum brýna nauðsyn bera til, þegar ekki var nema um einn mann að ræða. Hann mun Því hafa dvalizt í Skörðum fimm til sex vikur. Bar heimilis- fólki þar saman um að hann væri einkar prúður og aðlaðandi, enda vann hugi allra, nema Torfa vinnu- manns, sem af einhverjum ástæðum virtist leggja á hann hatur, og það jafnvel svo að ekki var öllum beyg- laust, enda gerðist Torfi nú allund- arlegur í framkomu. Álitu sumir, að það væri af völdum Svartskeggs gamla, þótt enginn þættist vita til að sá gamli garpur ásækti hann, eða gerði á nokkurn hátt vart við sig. Hafði og dregið mjög úr ótta heim- ilisfólksins við hann, þar eð það vissi ekki betur en að hann hefði látið sig frýjunarorð Torfa engu skipta —» var jafnvel ekki laust við að því þætti honum farast þar held- ur ógarpslega og hefði minna álit á honum fyrir vikið.“ „Þótt einkennilegt kunni að virð- ast, mun enginn hér um slóðir nokkurn tíma hafa vitað nafn Svart- skeggs gamla. Þegar faðir minn sál- ugi tók bráðabirgðaskýrslu af pilt- inum varðandi strandið og aðdrag- anda þess, kom í Ijós að hann vissi ekki hverjir höfðu komizt af með honum, enda mundi hann ekki til sín frá því er duggan lenti í brim- garðinum og þangað til hann vakn- aði af sótthitamókinu í baðstofunni í Skörðum. Víst þótti þó að ekki hefði skipstjórinn verið meðal þeirra því að enginn af þeim hafði nein skipskjöl á sér; ekki fundust þau heldur um borð í duggunni og munu Þessar litlu færsluvélar eru fyrirliggjandi. Tilvaldar sem bókhalds- vélar fyrir lítil fyrir- tæki. Hentugar einnig fyrir hverskonar skýrslugerff, saldolista og margt fleira. Affstoffum viff uppsetn- ingu á bókhaldi. G. HELGASON & MELSTED H.F. Rauðarárstíg 1. — Sími 11644, þau því hafa týnzt með skipstjór- anum. Og Svartskeggur gamli er ekki einn landa sinna um það, að hvíla nafnlaus í kirkjugarðinum í skjóli jökulbungunnar." „Ekkert vitnaðist heldur um sam- band hans við piltinn, sem honum hafði auðnazt að hrifsa úr kjúku- greipum dauðans. Nema hvað ég heyrði því einhvern tíma fleygt, að hann hefði átt að rekast á duluna, sem Svartskeggur hafði bundna um höfuð sér, þegar hann kom utan úr hríðinni inn í baðstofuna í Skörðum. Var sagt að hræðsla mikil hefði gripið hann, þegar hann bar kennsl á duluna, og að hann reyndi að gera heimilisfólkinu ljóst, að hann hefði tíðum verið hart leik- inn af eiganda hennar. En ekki veit ég hvort saga sú er sönn.“ „Og svo tók dag að lengja aftur og veturinn og nóttin hörfuðu und- an fyrir sókn sólar og vors og fugl- arnir hennar Maríu sáust aftur fyr- ir sandi. Sjálf gekk hún hljóðlát um pall með glóð vorsins í augum og hafði enginn litið hana fegurri. Ekki bar hún söknuðinn utan á sér, og þóttist heimilisfólkið þó vita, að tómlegra mundi henni finnast eftir að franski pilturinn var farinn, eins innilegt og verið hafði með þeim. En hún átti þá ekki langt að sækja það, að vera dul í skapi og flíka lítt tilfinningum sínum. Fyrir kom það að hún stóð úti við stafnglugg- ann og starði út yfir myrkan sand- inn, til hafs. Helzt ef að þær voru einar inni, amma hennar og hún. Og þá kom það líka fyrir að hún roðnaði allt í einu, ef hún fann augnaráð gömlu konunnar hvíla á sér, og brá þá fyrir stoltri, eggjandi reisn móðurinnar í fasi hennar og hreyfingum, þegar hún gekk hröð- um skrefum fram pallinn." „Það var gamalla manna mál, að þeim, er þjáðust af hugsýki létti jafnan mjög í skapi, þegar lengja tæki daginn. Ekki virtist sú ætla að verða raunin með Torfa vinnu- mann, þvert á móti gerðist hann stöðugt þungbúnari og fálátari, og tortryggnin í svip lians og augna- ráði og öllum viðbrögðum jókst svo að helzt mátti ætla að hann vissi sig alltaf og alls staðar mega við því búast að vegið yrði að baki sér. Það þóttist heimilisfólkið merkja, að löðrungur sá, er Sigurbjörg hús- freyja rak honum forðum, hefði bundið endi á alla dáleika með þeim, og það svo rækilega, að aldrei sást hann elta hana sínum soltnu, gráu augum framar, er hún gekk um pallinn. Öðru máli gegndi, ef hann horfði á eftir Maríu; þá varð augna- gláp hans svo gráðugt og skugga- legt, að hrollur fór um vinnukon- urnar .. „Og svo gerðist það dag nokkurn, þegar allt vinnufólk var að störf- um úti við, en Sigurbjörg húsfreyja stóð í búri og skar brauðhleif, að á hana sótti slíkt magnleysi að nálg- aðist ómeginn. Vissi hún það síðast greinilega til sín, er því var sem VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.