Vikan


Vikan - 27.12.1962, Blaðsíða 19

Vikan - 27.12.1962, Blaðsíða 19
Eftir Loft Guðmundsson 4. hluti — sögulok réttlæta návist sína, fannst henni með öllu óskiljan- legt, að hann skyldi hafa legið þarna í meir en viku, án þess að hún vissi í rauninni af honum, og aðeins lágur gaflinn skipti rekkjum þeirra. Hálft í hvoru óafvitandi var hún setzt á rekkjustokkinn hjá hon- um og starði á hann; fór leitulum augum um dökk- jarpt, hrokkið og svitaþvalt hárið, fölt og tekið og framandlegt andlitið, mjúkan, rauðjarpan skegghý- unginn í þunnum vöngunum og framstæðri hökunni; starði á hann af hálfkenndri ákefð eins og mikið lægi við, að henni mætti takast að festa mynd hans, skýrt og óafmáanlega í huga sér þá naumu stund, sem gafst. Jafnframt var hún stöðugt á varðbergi, reiðubúin að spretta á fætur og hverfa, hljóðlaust eins og vofa, út um baðstofudyrnar og fram í rökkrið í bæjargöngunum, ef amma hennar rumskaði, eða út að stafnglugganum, inn í krókinn hjá skrifpúltinu, ef hún heyrði móður sína eða vinnukonurnar ganga upp pallþrepin. Þann- ig tvinnaðist örlagaívaf allra þeirra stunda, sem þau áttu saman síðar, þessa fyrstu stund hennar í návist hans — óvissan og óttinn, sem freistaði til að drekka bikar hvers and- artaks í botn í einum teig ...“ „Hún óskaði þess og kveið því í senn, að hann opnaði augun, eins og hún vildi fá það staðfest fyrir tilstilli hans, að hann væri af sama heimi og hún sjálf, þrátt fyrir fram- andlegt yfirbragð hans og þau ólíkindi, að hann skyldi liggja þarna í rekkju undir lágri súð. Eða kannski fyrst og fremst til þess að það sannaði henni að þau mættu skynja hvors annars tilfinningar, sjá bjarma af hvors annars hugsun, þó að þeim væri meinað að ræðast við orðum. En um leið kveið hún því, að þá fengi hún ekki lengur virt hann fyrir sér úr leyni, helgað sér hann þrá sinni og draumum án vitundar hans éða viðnáms. Á samri stundu og hún fyndi augu hans hvíla á sér, kæmist hún ekki hjá því að vita þau spegla hennar eigin mynd; kæm- ist hún ekki hjá því að lesa í þeim einhver viðbrögð, kannski eitthvað það, sem útilok- aði að hún gæti nokkurn tíma aftur setið á rekkjustokk hans. Kannski voru augu hans líka grá . . . hungruð og áleitin.“ „Það fór hrollur um hana við slíka til- hugun. Nei, hvíslaði hún, það gat ekki átt sér stað. Ósjálfrátt varð henni litið yfir pall- inn, yfir að rekkjunni, þar sem heimur henn- ar hafði verið lagður í rústir forðum, að henni sofandi; hrökk upp af draumum sín- um með bergmálið af storkandi hæðnishlátr- inum í eyrum sér, sá fyrir hugskotssjónum sínum hálfnakta konu, sem reis upp við dogg, tryllingsleg augu og flenntar varir, svarta lokka, sem hrundu um þrútin brjóst og heyrði lágan, hvæsandi andardrátt óvættar- innar, sem leyst hafði verið úr viðjum. Og án þess hún gerði sér grein fyrir, laut hún að piltinum, lémagna af ómótstæðilegri löng- un til að leita þar fulltingis og verndar gegn ásókn hennar, hjúfra sig að barmi hans með lokuð augu. í heitu ósjálfræði fann hún mjúkan skegghýung og varmt hörund við fingurgóma og vissi það næst til sín, að hún stóð frammi í bæjargöngunum fyrir neð- an dyraþrepin og lét hallazt upp að rakri og hrjúfri vegghleðslunni í rökkrinu, án þess að hún gæti gert sér ljóst hvernig hún var þangað komin, eða hvort amma hennar hefði í rauninni losað svefninn. Ög hjartað barðist um í brjósti hennar, eins og því væri þar of þröngt, og vangar hennar brunnu .. „Það var nokkuð liðið á kvöld, og vinnu- konurnar og Sigurbjörg húsfreyja teknar til við tóvinnuna, þegar hundgá og brestir í klakaskáninni úti á hlaðinu gaf til lcynna að þeir, Jón bóndi og Torfi vinnumaður, væru komnir heim frá jarðarförinni. María sat á rekkju hjá ömmu sinni og táði ull. Hún laut höfði eins og hún óttaðist að einhver kynni annars að veita því athygli hve augu hennar skinu og heitur roði fór um vanga henni, þegar fingurgómarnir léku við mjúkt þelið og hún hleraði eftir hægum andardrætti hinum megin við rúmgaflinn. Ef til vill var skynjun hennar venju fremur vökul og næm, fyrir það rót, sem komizt hafði á til- finningar hennar, því að um leið veitti hún því einnig athygli hve erfiðlega móður hennar hafði gengið að einbeita sér að spun- anum þetta kvöld. Hvað eftir annað hafði Framhald á bls. 32. VIKAN X9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.