Vikan


Vikan - 21.05.1964, Blaðsíða 18

Vikan - 21.05.1964, Blaðsíða 18
ÚRDRÁTTUR ÚR FYRRIPARTI SÖGUNNAR: t kapphlaupi uið dauðaim ríður Gertie Nevels um óbijggðir með litla drenginn sinn sjúkan. Nær hún í hjálp í tæka tíð? Ihín verður að ná, hvað sem það kostar! Hún kemst upp á veginn og ríður múlasnanum eftir miðri götunni, til þess að akandi vegfarendur neyðist til að stanza, öðru vísi býst hún ekki við að ná til læknis i tæka tíð. Eftir stundarkorn kemur herbíll með liðsforingja og hermanni. Her- manninum tekst á síðustu stundu að stöðva bílinn með hjólin svo að segja frummi á hengiflugi, en liðsforinginn bregzt reiður við og tek- nr öllu illa. Hann varðar ekki um litla barnið, sem berst við dauðann. í örvæntingu sinni yfir því að koma barninu ekki til læknis böðl- ar konan bílnum aftur upp á veginn, en jafnvel þá er liðsforinginn engu betri viðureignar. En mitt í átökunum veitir konan því at- hygli, að barnið andar ekki lengur, og breytir um bardagaaðferð. Hún hœttir að biðja, og fer að skipa. Og menn heragans hlýða, ósjálf- rátt í fyrstu, en síðan dáleiddir af viljastyrk og kjarki þessarar konu, sem hikar ekki við að bera liníf að barni sinu til að bjarga þvi. Hnífurinn blikaði aftur og í grafarþögninni heyrðist ofurlítið sog. Barnið gerði veikburða tilraun til að losa sig og gaf frá sér hás og hvæsandi hljóð. Konan lyfti undir hálsinn á því og dró upp hreinan og samanbrotinn klút úr vasa sínum. ■Hún þurrkaði vandlega en hratt yfir gapandi sárið um leið og hún hvíslaði að barninu, sem reyndi að brölta og grét með hásum sogum. „Sparaðu kraftana, litli vinurinn minn. Þessi litla rifa er ekk- ert fyrir svona stóran dreng, bráðum fjögurra ára.“ Orð hennar komu í smágusum, eins og hún hefði hlaupið langa leið. Svo lagði hún klútinn frá sér, greip í skyndi upp í hnútinn í linakkanum, dró þar fram hárnái, þurrkaði af henni með klútnum, færði boga- dregna endann inn i skurðinn og dró síðan liöndina hægt og gæti- lega undan höfði barnsins. Ungi hermaðurinn, sem ekki hafði sleppt liöfði barnsins eitt augnablik, dró andann djúpt og titrandi og liorfði ineð aðdáun á konuna, — leitaði eftir augnaráði hennár, en árangurslaust, því að hún leit ekki af barninu. Þá renndi hann í staðinn augunum til Iiðsforingjans og livíslaði í eins konar trúnaði: „Þetta var alveg stórkostlegt!" Konan leit við og sá, að liðsforinginn lá samankrepptur á jörð- inni eins og hrúga og hélt ennþá um hendur barnsins. „Þetta var í sannleika blóðug stund fyrir mig,“ sagði liún og leit aftur á barnið. „Ef þið vilduð hjálpa mér að laga liann til og hneppa betur frá honum, — fötin þrengja enn of mikið að honum.“ Ungi liermaðurinn reis á fætur, og það brá fyrir hlýju brosi á vörum hans. Konan fylgdi hreyfingum hans með órólegu augna- ráði. „Láttu ekki manninn renna, fram af brúninni.“ „Ekki það?“ sagði hermaðurinn og horfði ennþá með bliðubrosi á Amos, sem andaði stuttum sogum, en andaði samt í raun og veru, og andlit hans var ekki lengur alveg eins blátt. Hermaðurinn liilcaði andartak, leit snöggvast til konunnar, en færði sig þvínæst nær brúninni og brá annarri hendinni aftur fyr- ir bakið á liðsforingjanum. Konan leit snöggvast áhyggjufull á mennina. „Farið varlega. Það er hátt þarna niður!“ „Það er engin hætta fyrir mig,“ sagði liðsforinginn og leit hægt upp um leið og hann losaði sig við hönd hermannsins. Það var enginn hernaðarsvipur á andliti iians. Hann var fölur, og augun voru rök. „Hvernig liður drengnum?" spurði hann og reis á fætur. „Hann andar,“ svaraði konan. „Þér hafið gert það, sem margur læknir mundi hika við án skurðslofu og alls annars,“ sagði hann, og nú virtist honum ekk- ert liggja á lengur. Hann stóð þarna og liorfði á konuna, eins og hann ætlaði að segja eitthvað meira, en gæti ekki fundið viðeigandi orð. Móðirin þurrkaði varlega blóðið og slímið, sem kom eins og litlar sápubólur upp úr skurðinum. „Ef þetta rennur niður í barkann og ofan í lungun, þá getur far- ið illa,“ sagði hún, en það var sem hún talaði við sjálfa sig, — ekki mennina. Svo renndi hún augunum yfir litlu furutrén við veginn, yfir toppana á grenitrjánum og öspunum, sem teygðu sig upp fyrir ás- brúnina, og siðan út eftir veginum, eins og hún leitaði einhvers. „Einu sinni forðaði ég kú frá því að kafna. Ég stakk sykurreyr- pípu inn i barkann á henni.“ „Hvað er eiginlega að barninu?" spurði liðsforinginn, sem reyndi þó að forðast að horfa beint á drenginn. „Þetta virðist ekki vera neitt venjulegt köfnunartilfelli.“ „Eg man ekki, hvað þeir kalla þetta nú á dögum, en áður liét það liálsveiki.“ Hún leit á unga hermanninn, er stóð að baki liðsforingj- ans, þögull og lotningarfullur í senn. „Vill hann halda sárinu opnu og líta eftir honum? Ég verð að fá eitthvað í staðinn fyrir liárnálina. Þarna sé ég litla ösp hinum megin við veginn.“ Hikandi dró ungi maðurinn nýstrokinn vasaklút upp úr vasa sínuin, tók um hárnálina og settist við hlið barnsins í stað kon- unnar. Hún tók á rás þvert yfir veginn, staðnæmdist við litlu öspina og hjó fimlega smágrein af trénu, svipað gihla og vísifingur hennar. Siðan gekk hún til baka, meðan hún tálgaði gráan börkinn af greininni. Allt i einu nam liún staðar við stórt furutré og virti fyrir sér rautt pappaspjald með svörtum stöfum. Flestir voru, litlir, en efst á spjaldinu slóð með svo stóru letri, að vegfarendur gætu lesið af veginum: „KARLMENN OG KONUR ÓSKAST. RÁÐNINGARSKRIF- STOFA HERSINS.“ Hnífur hennar blikaði á lofti og hjó í spjaldið. Þaði féll niður, og konan hélt áfram, borandi hnífnum í óða önn í annan enda greinarbútsins. „Þetta hefðuð þér ekki átt að gera,“ sagði liðsforinginn og kink- aði kolli i áttina að pappaspjaldinu, sem lá við rætur trésins. „Þeir hafa svo mikla þörf fyrir starfslið.“ Hún hristi höfuðið og leit á barnið. „Hér um slóðir hafa þeir þegar fengið alla, sem til voru.“ „Hefur maðurinn yðar verið kallaður?“ spurði liann. „Hann á að mæta til skráningar eftir þrjár vikur' eða svo.“ „Vinnur liann i verksmiðju?" „Hann ekur kolum á eigin vörubíl. — Það er að segja, þegar hann getur fengið bensín, — og þegar kolajiámumennirnir fá sprengiefni og verkfæri til að losa kolin.“ „Stóru námurnar eru þýðingarmeiri,“ sagði hann „og nauðsyn- legra að sjá fyrir þeim.“ „Einu námumennirnir, sem þeir hafa skilið eftir lijá okkur, eru tveir krypplingar og eitt gamahnenni.“ „Það væri sóun á vinnuafli að hafa fullfríska námamenn i litlu námunum hérna, þar sem alla véltækni skortir,“ sagði hann. Hún athugaði rifuna á hálsi barnsins og hlustaði með hrukkur á enninu eftir stuttum og hvæsandi andardrættinum. Hún kinkaði þrjóskulega kolli við orðum mannsins, eins og hún hefði heyrt þau oft og mörgum sinnum áður án þess að vilja eða geta skilið þau. „Þannig er það lika með bændurna,“ hélt liðsforinginn áfram í afsakandi tón og leit á barnið, sem spriklaði nú aftur, svo að her- maðurinn varð að leggja frá sér klútinn og halda höndum þess. Það er ekki liægt að leysa frá herþjónustu þessa smábændur, sem varla hafa nokkurra framleiðslu svo að heitið geti. Það skipti svo miklu ináli, að sem allra flestir framleiði eins mikið og mögu- legt er af þeim nauðsynjum, sem landið hefur mesta þörf fyrir.“ Hún klemmdi saman varirnar, svo að munnur hennar varð eins og bleikt strik. „Nei, Iijá okkur var enginn bóndi, sem þeim fannst nógu stór,“ sagði hún lágt og biturt. „Eigið þér nokkra ættingja í hernum?“ „Einhverja frændur og aðra, sem eru tengdir mér að einhverju leyti, — ekki aðra núna.“ „Núna?“ „Ekki síðan í gærmorgun, — til þess tíma átti ég bróður í hern- um. Jg — VIKAN 21. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.