Vikan


Vikan - 21.05.1964, Blaðsíða 43

Vikan - 21.05.1964, Blaðsíða 43
geysiöfluga vörubíla, sem eru raunar vel þekktir hér á landi og þar að auki torfærubíl sem er minna þekktur, en engu að síð- ur hið mesta undratæki .Hann er svo háfættur, að láta mun nærri að hann komizt yfir þær ófærur, sem engum öðrum bíl eru færar. En hann er hins vegar mun dýrari en venjulegir jeppar. íslenzkt umboð hefur verið starf- andi síðan 1929; þá fékk Hall- dór Eiríksson kaupmaður umboð fyrir Volvo og Gunnar Ásgeirs- son, núverandi umboðsmaður, tók við því 1949. Láta mun nærri, að 1500 Volvo bílar hafi selzt á íslandi frá upphafi, þar með tal- in sala til Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli. Það er orðið áliðið dags og öðru hvoru leggja lestir af stað frá Thorslanda verksmiðjunni. Það eru vagnar hlaðnir nýjum bílum, tveggja ‘eða þriggja hæða. Mér fannst þetta minna mig á langar heybandslestir af engjum og það má raunar til sanns vegar færa, að Volvo er enginn smáræðis heyskapur fyrir Svía, stærsti útflytjandi landsins. Niðri við dokkirnar hjá Gautaelfunni voru breiður af bílum, sumir þeirra merktir með nöfnum eins og Tanganika, Uganda, Suður- Afríka, Afghanistan en lang stærsti hlutinn til Bandaríkjanna. Á afturrúðunum stendur: , A product of suberb Sveedish eng- ineering“. Þeir geta tekið mikið upp í. sig Svíar. En það hefur ekki verið tekið út með sældinni. Slóðaskapur og virinusvik, eitt höfuðmeinið í íslenzku atvinnu- lífi, hefur alls ekki verið þolað. Ef starfsmaður mætir einu sinni einni minútu of seint, eru dregn- ar af honum 45 mínútur. Ef það kemur fyrir, að sami maðurinn mæti þrisvar í röð einni mínútu of seint, þá er hann rekinn um- svifalaust. ★ ERKIHERTOGINN OG HR. PMM Framhald af bls. 22. breytingarlaust vælið í Araban- um uppi á brimgarðinum. ■— Nei, ekkert. Þetta hljóta að hafa verið fiskar að stökkva. — Ætli það ekki. Stern virt- ist rórra, og hanri sagði við Anna- belle: — Og við getum verið viss- ir um eitt. —- Hvað er það? — Þessir fiskar verða víst áreiðanlega ekki til þess að bjarga yður, eða hváð, chérie? Klukkan var 22 mínútur yfir 10. Klukkan 35 mínútur yfir 1! sagði Mr. Pimm: —Almáttugur minn. svo að þið heyrðu raun- verulega i Amabelí1 og þessum SMiTH - CORONA DROTTNING RITVELANNA, TROMPIÐ Á HENDl YÐAR. FULLKOMIN AMERÍSK RAF- MAGNSRITVÉL Á AÐEINS KR.12.600.oo. ÚRVAL LITA OG LETURGERÐA. SÍS VÉLADEILD náunga uppi á þilfarinu — hvað heitir hann nú aftur? ■—- Hún kallaði hann Stern, sagði Henri. — Hann var að segja henni um hina dásamlegu kosti Tangier. — Veslings stúlkan. Og þess- ar bölvaðar skepnur héldu að þið væruð fiskar að stökkva. — Þeir heyrðu 1 mér, sagði Julian. — Við komumst alla leið, yntum í kafi að minnsta kosti hálfa leiðina og komum aðeins upp til þess að fá okkur loft. En ég kom of harkalega við skekt- una, sem bundin var við snekkj- una. —- Bddie var kyrr eftir á brim- garðinum, sagðirðu. — Það voru nokkrir Arabar þarna að vcii'a. Við vildum ekki láta stela fötunum okkar á með- an við vorum í burtu. Mr. Pimm sagði: -— Þeir eru þrír þarna úti á snekkjurini,-þrír viðbjóðslegir þorparar, sem vii' vitum um. Og nú komum við að vandamálinu: Hvernig eigúm við að komast um borð? Julian sagði: b— Það' er :kkrrt vandamál. Það hangir k::' : >í;m yfir borðstokkinn. — Aaa — á stjórnborða, brim- garðsmegin. — Gott, sagði Mr. Pimrii. — Jæja þá. Á leiðinn framhjá VIKAN 21. tbl. — vNDijan-Hiiws BBB

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.