Vikan


Vikan - 21.05.1964, Blaðsíða 23

Vikan - 21.05.1964, Blaðsíða 23
¥ ¥ RHMBLER RMERICRN MIÐAÐ VIÐ VERÐ: FRÁBÆR ★★★★★★ MJÖG GÓÐUR ★ ★ ★ ★ ★ GÓÐUR ★ ★ ★ ★ ALLGÓÐUR ★ ★ ★ SÆMILEGUR ★ ★ ViÐUNANDI ★ LÉLEGUR _______________________í Mér er í minni, þegar ég sá fyrsta bílinn af Rambler Americ- an 1964. Það var á útmánuðunum. Þetta var gulleitur bíll, og ég sá hann í bláum bjarma götuljós- anna á tunglskinsbjörtu góðviðr- iskvöldi. Hann hreif mig á svip- aðan hátt og falleg kona. Enda mun það mála sannast, að Amer- ican er óvenju stílhreinn og fal- RAMBLER legur bíll, hvar sem á hann er litið. Að mínu viti eru Rambler bíl- arnir einhverjir þeir eigulegustu í sínum verðflokki, bæði hvað snertir ökuhæfni og vandaða framleiðslu. Að vísu er enginn bíll gallalaus, enn sem komið er, en þeir hafa mismunandi hæfi- leika. Sumir hafa t.d. einstaka hæfileika til að bila; og það f innst mér ókostur. Rambler hefur hins vegar sýnt sig í verulegum hæfileikaskorti á því sviði. Maður hittir varla svo leigubílstjóra á Rambler, að hann sé ekki yfir sig ánægður með farkostinn, og ef maður fer að inna hann eftir, hvaða bíla hann hefur áður átt, kemur iðu- lega í ljós, að meðal þeirra hafa verið bílar, sem eru í miklu áliti og hafa fengið orð á sig sem gæðavara. Og þegar svo bætist við, að Rambler er neyzlugrann- ur á bensín ofan á annað, fer þetta óneitanlega að verða girni- legur bíll. Það fer vel um mann undir stýri á Rambler American. Stýr- ið liggur mjög vel við og yfir- leitt öll stjórntæki. Stefnuljósa- rofinn er á armi vinstra megin á stýrisleggnum, en gírstöngin á móti. Bíllinn er þriggja gíra, en fyrsti gírinn ekki samstilltur, og það er mjög verulegur ókostur í kyrrstöðuumferð eins og í Reykajvík. Að vísu er bíllinn mjög „ílexible", en hann er hátt gíraður og varla hægt að aka í lúsalest á öðrum gír. Fyrsti gír- inn er mjög hár, og mér fannst í fyrstu óþægilegt að taka bíl- inn af stað, vegna þess hve mikið þurfti að gefa honum til að mjaka honum úr kyrrstöðu. Rofar allir eru nærtækir og auðveldir viðureignar, meira að segja miðstöðin, sem þó hefur margbreyttar stillingar og virð- ist vera góð. Mælar liggja vel við auga og eru allir þessir venju- legu, hitamælir, hraðamælir og bensínmælir, en ljósagangur fyrir smurning og hleðslu. Það finnst mér alltaf jafn ósvífið, að þetta dýrir bílar skuli ekki hafa al- mennilega smur- og rafmagns- mæla — helzt snúningshraða- mæli líka. Öskubakki góður er í mælaborðinu, en lakari aftur í, og hanzkahólfið er allgott. Það sést vel til allra átta úr bílnum, en mig minnir, að bakspegillinn mætti vera betri. Bremsurnar á Rambler eiga vel skilið sinn kapítula. Þær eru léttar og vinna vel, og það er lítil hætta á því að verða alveg bremsulaus á Rambler. Bremsukerfið er tví- skipt, svo þótt rör fari í sundur, verður hann ekki bremsulaus nema annað hvort að aftan eða framan. Sætin í American eru ágæt. Sófar að aftan og framan, og framsófinn færanlegur fram og aftur. Á þeim sem ég prófaði var ekki hægt að gera flatsæng úr sætunum, en það mun vera hægt gegn einhverjum aukakostnaði. Það fer ágætlega um mann, hvort heldur er frammi í eða aftur í, og loftræstingin er ágæt. Gerist manni óþarflega hlýtt, er fersk- loftsinntak í báðum hliðum frammi í. Mér leizt þannig til, að hægt væri að ferðast langa leið í þessum bíl án þess að verða telj- andi þreyttur, hvort heldur er sem farþegi eða ökumaður. Kistan er allsæmilega rúmgóð, og það er gott að komast að við- gerðum við vélina. Vélarhúsið er stórt og rúmgott og flestir hlut- ir aðgengilegir. Og það hefur ekki lítið að segja. Að sjálfsögðu er hægt að fá þennan bíl í ýmsum útgáfum: Tveggja dyra, fjögurra dyra og station, með heilu sæti að framan eða tveimur stólum (bucket), beinni skiptingu í stýri eða gólfi og sjálfskipt- ingu o. s. frv. Þetta fer eft- ir fjárhagsgetu og smekk kaup- andans, en ágætir standarhlutir eru t.d. þessar tvöföldu bremsur, nokkuð traust ryðvörn o.fl. Allir Ramblerar, sem hingað koma, eru með styrktri fjöðrun, og hef- ur það ekki svo lítið að segja. Og ef þú átt a.m.k. 244 þúsund krónur til að kaupa þér bíl fyrir, myndi ég ráðleggja þér að skoða Rambler American. Og helzt að fá tækifæri til þess að reyna hestana 127, sem eru beizlaðir undir vélarlokinu. —s VIKAN 21. tbl. 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.