Vikan


Vikan - 21.05.1964, Blaðsíða 34

Vikan - 21.05.1964, Blaðsíða 34
Hrein frísk heilbrigö húö HellbrigS húð í 4 mtlliðil Finnst yðor það ekki vera athyglisvert, a8 Nivea skull vera lafn vinsælt og nýtfzkulegt og fyrir 50 órum. þá uppgötvuðu vfsindameon Ezurit, sem gerði það mögu- legt, að nœra húðina með fitu og raka. Fegrunarsérfrœðingar segja f dag: Nivea getur alls ekki verið betrd, hvort sem um er að r«ða Nivea- creme eða hina nýiu Nivea-milk. Og reynsla hinna mörgu milljóna sem nota Nivea sýnir það daglega: Sá, sem snyrtir húð *fna reglulega með Nivea, heldur henni hreinnl, ferskrl og heiibrigðri. DEXION InnréttiS geymslur yðar og lagerpláss með D E X I 0 N hilluefni frá Landssmiðjunni Leitiö uppiýsinga Sími 20680 AS lokum nam bíllinn staSar í miöju ljóshafinu frá stóruin glugga. Iíonan pírði fyrst aug- unum móti birtunni, en sneri svo höfðinu undan, um leið og hún sveipaði ábreiðunni betur um barnið. „Biðið andartak,“ sagði liðs- foringinn. „Hatcher, farðu inn og athugaðu, hvort tekið er á móti sjúklingum hér, og hvort læknir er við höndina.“ Konan horfði á eftir hermann- inum, þegar hann gekk yfir göt- una. Siðan færði hún barnið yfir á annan arminn, stakk laumulega hinni hendinni í kápuvasann og þreifaði þar eft- ir einhverju. Liðsforinginn gaf henni auga, og þá hætti hönd- in að hreyfast, unz hann leit aftur undan. Hermaðurinn opnaði dyrnar að vörmu spori og sagði: „Það eru lækningastofur liérna hinum megin við götuna, og læknirinn er við.“ Konan hikaði. Hönd hennar kom hægt upp úr vasanum. Hún roðnaði og rétti fram upplitaðan og þvældan 5-dollara seðil. „Ég ætla að borga fyrir farið,“ sagði hún, „en eg hefi ekki smærra.“ Liðsforinginn leit á framrétt- an seðilinn, og það kom léttur roði i kinnar hans. „Það kemur ekki til mála nein borgun,“ sagði hann, en hafði þó ekki augun af seðlinum, sem var svo illa farinn og krumpinn, að hann var naumast læsilegur. „En ég ætlaði að borga,“ sagði hún og þrýsti seðlinum að hand- arbaki liðsforingjans. Allt í einu greip hann seðil- inn, eins og honum hefði snúizt hugur. „Ég get skipt honum,“ sagði hann og sneri sér frá henni, með- an hann tólc upp veskið, en hann gaf henni ekki til baka, fyrr en hún var komin út úr bilnum. Þá stakk hann vandlega saman- brotnum seðlinum i hönd hennar og sagði: Mér finnst að einn dollar sé nóg í fargjald,“ og bætti svo við: „Gangi yður vel! — Hjálpaðu henni yfir götuna, Hatcher.“ „Ég get nú bjargað mér,“ sagði hún og stakk peningunum i vas- ann. Ungi hermaðurinn beygði sig snögglega niður á götuna og tók upp einhvern gylltan smá- hlut sem féll úr fellingu á á- breiðu litla drengsins og rétti konunni á leiðinni yfir götuna. „Geymið þetta handa drengn- um,“ sagði hann. „Stjörnur af þessu tagi eru sjaldgæfar.“ „Alináttugur!“ sagði liún „þetta er stjarna af honum, og það var ekki ætlun mín að rífa hana lausa. Þú ættir að láta hann fá hana, annars fær liann áreiðan- lega skömm i hattinn fyrir að liafa týnt henni. Ég hefi heyrt, að, þeir taki svo hart á þeim hermönnum, sem fara illa með búninga sína.‘ „Ekki á körlum eins og hon- um,‘ sagði hermaðurinn. Þegar þau höfðu gengið nokk- ur skref eftir gangstéttinni, benti liann á upplýstan inngang- „Hérna er læknirinn,“ sagði hann. Hún leit óróleg á dyrnar. „Ég hefi aldrei lieimsótt lækni fyrr. Clovis, maðurinn minn, hefur alltaf ekið sjálfur með börnin til læknis, ef eitthvað hefur verið að þeim, sem Sue Annie frænka hefur ekki getað annazt.“ Ungi hermaðurinn varð undr- andi. „Farið ekki að segja mér, að frúin sé hrædd við nolckurn skapaðan hlut! Uss, það er bara að ganga beint inn.“ Hún kom inn í litla ferhyrnda forstofu og nam hikandi staðar við tvennar lokaðar dyr. Loks áræddi liún að opna þá liurðina, sem henni virtist meira notuð, og gekk inn í biðstofuna, en stanzaði strax hálfblinduð af birtunni og ráðvillt þegar hún sá, að stofan var full af fólki sitjandi á stólum og bekkjum eða standandi við veggina, og allra augu beindust að henni. Allir virtu hana fyrir sér með þessum sérstaka áhuga, sem ein- kennir þá, er svo lengi hafa ver- ið innilokaðir með þrautir sín- ar og áhyggjur, að sérhver við- burður, þó að dapurlegur sé, verður að kærkominni tilbreyt- ingu. Og það hélt áfram að stara á hana, því að fáir liöfðu séð svo stórvaxna konu, —- eða útlitið, — þessi fátældegi klæðnaður, hárið í óreiðu og óhreint and- litið, —■ allt talaði sínu máli um æpandi þörf fyrir hjálp. Mögur og krangaleg kona með sofandi barn i fanginu færði sig I PP i [ ATKVÆÐASEÐIIL Ég greiði atkvæði mitt ungfrú sem „Ungfrú ísland 1964". _______________________________________________________________ii * 4 — VIKAN 21. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.