Vikan


Vikan - 21.05.1964, Blaðsíða 46

Vikan - 21.05.1964, Blaðsíða 46
HEILBRIGDI * HAMINGJA 1 MII - ’ D QP£ í Svissnesk fegurðarvísindi — G ? MI .( PA L ® 7 • ■, j - • • -~ Vér höfum þá ánægju að geta nú boðið íslenzkum konum hinar við- urkenndu MILOPA-snyrtivörur, sem eru árangur af margra ára starfi svissneskra vísindamanna. MILOPA-snyrtivörur fara nú sigurför um heiminn. ' ’Ár-T 4"- .* ' tf*. Einkaumboðsmenn MILOPA-KOSMETIK: Landstiaman h.ff. SCSLíV,*. ■; VIKAN ii (b!. inn, við erum að sökkva! Fabio sagði: — Hvað eigum við að gera? -— Ekkert. — Hjálp — hjálp! heyrðist hrópað. — Við erum að sökkva, ég get ekki synt, gerðu eitthvað! Ræðari, gerðu eitthvað! Halló! Fabio sagði: —• Ef hann drukknar nú? — Látum hanh um það, sagði Stern. — Horfum bara á. Hvítklæddi maðurinn baðaði út handleggjunum og hélt áfram að öskra. — Hæ! Engin ausa, hrópaði hann. Skyndilega sagði Stern: — Hlauptu niður og náðu í byssu, Fabio, fljótt. Báturinn er ekki að sökkva frekar en við. En það var um seinan. Þeir. heyrðu fótatak fyrir aftan sig og sneru sér við, en slagsmálin hófust áður en þeir vissu, hvað hafði gerzt. Julian gerði út af við Fabio með þremur eða fjórum högg- um. Hermann gerðist svo djarf- ur að ætla, að hann gæti ráðið við Eddie. En Eddie fór með Hermann eins og tusku þar til hann loks henti honum fyrir borð.. Hann lenti í sjónum langt fyrir utan skonnortuna og þar barðist hann um með miklum bægslagangi. Þá var aðeins Stem eftir. Hann var harðpr í horn að taak, og Henri átti fullt í fangi með að ráða við hann. Eddie horfði á stundarkorn, ekki alls kostar ánægður, en síðan sagði hann: — Jæja, Henri, láttu mig fá hann. Hann rétti Stern tvö vinstri handar högg og barði hann síðan, þar til hann féll sam- an eins og slytti. Eddie neri saman lófunum. — Þá er búið að afgreiða þá, sagði hann. Julian beygði sig yfir Stern: ■— Þú hefur sennilega meitt hann. — Ég veit að ég verð andvaka út af þessu, sagði Eddie og gekk yfir að borðstokknum og kallaði á Mr. Pimm. Henri var þegar á leiðinni nið- ur. AnnabelIIe svaraði honum, þegar hann kallaði. Hann þusti inn í káetuna og þarna lá Anna- belle uppi í koju með hnén dreg- in upp undir höku. Hún var ennþá í kjólnum, sem hún hafði verið í um kvöldið, þegar hann skildi við hana við sundlaugina. Hún var ómáluð og augu hennar voru ógnastór. Varir hennar skulfu þegar hún sagði: ■—■ Þú ert löðrandi blautur. — Annabelle, sagði hann, þú ert ómeidd, þeir hafa ekki meitt Þig? Hún hristi höfuðið. Nei, þeir meiddu mig ekki. Hún virtist eitt- hvað miður sín. — Ég heyrði í Mr. Pimm í gegnum kýraugað. Hélt mig vseri að dreyma. — Þig var ekki að dreyma. Hún hafði ekki hreyft sig þar sem hún sat uppi í kojunni. Henri sagði: — Annabelle, ég veit ekki

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.