Vikan


Vikan - 21.05.1964, Blaðsíða 33

Vikan - 21.05.1964, Blaðsíða 33
hún áfram, „aS margur vinni ill- virki vegna peninga, eins og Júd- as. En það eru ekki margir, sem iðrast, eins og hann, og skila aft- ur þeim peningum, sem þeir einu sinni hafa fengið.“ „Þér virðist vera vel að yður í biblíunni.“ Hún kinkaði kolli. „’Biblían er næstum það eina, sem ég hefi lesið um dagana. Móðir mín var löngum heilsu- laus, meðan ég var að vaxa upp, og faðir minn slasaðist á öðrum fætinum, þegar hann var að höggva timbur. Upp frá þvi varð ég hans önnur hönd, svo að lít- ið fór fyrir lærdómnum, nema það sem hann kenndi mér.“ „Og liann hefur kennt yður að lesa biblíuna?“ „Hann lét mig læra fjölmargt utanbókar, eins og gert var í gamla daga, — sálma og mikinn fjölda ritningargreina úr biblí- unni.“ Hún reis upp og hvarf til barnsins, skóf fimlega litlu tré- pípuna, þar til hún var ánægð með útlit hennar og stakk henni svo jafn fimlega, en með mik- illi gætni, i opið á hálsi drengs- ins. Að því búnu sveipaði hún ábreiðunni um barnið, tólc það i fang sér og gekk liröðum skref- um að bílnum og leit á livorug- an manninn. Liðsforinginn potaði sér í annað sætishornið svo fjarri lconunni og barninu er frekast mátti verða. Hann sat teinrétt- ur og reyndi að varast að líta á barnið og einnig að láta á því bera, að honum liði illa að verða að hlusta á hryglukennt ambur þess. Konan veitti þessu athygli og lét sem minnst fara fyrir sér. Sat með auruga fæturna hreyf- ingarlausa á gólfinu, álút i breið- um herðum sínum yfir barnið, og augun sem fastnegld við tré- pípuna. Vegurinn livarf nú niður úr klettabeltunum og fylgdi síðan bugðóttum læk niðnr í Chumb- erlanddalinn. Neðst i brekkunni óku þau fram hjá nýræktarbletti i hallan- um, — ekki hálfunnum, með ó- teljandi trjárótarstubbum. Jafn- vel í þokusúldinni og kvöld- rökkrinu gat Gertie séð, hvernig heysáturnar voru útlits, — kvennalanirnar. Og þarna framan i breklcunni stóð lítið timburhús með tjöru- pappa á þaki og tré stólpum undir framhliðinni, sem minntu á stultur. Hálfstálpað barn kom kjag- andi meðl'ram húsinu með fullt fangið af brenni, og uppi á há- um húströppunum léku sér tvö minni börn við flelckóttan hund. Þó að húsið stæði þeim megin vegarins, þar sem konan sat, litu þau bæði út um gluggann og virtu fyrir sér þennan efsta mannabústað í Cumerlanddaln- um. Þau tóku líka eftir litla fánan- uni með bláu stjörnunni i glugg- anum við dyrnar, — merki þess, að einhver karlmaður úr húsinu væri farinn í stríðið. „Hvað framleiðið þið helzt hér um slóðir?“ spurði liðsfor- inginn, eiginlega mest til þess, að eitthvað heyrðist annað en andardráttur barnsins. „Það er sitt af hverju.“ „En hvað aðallega?“ „Börn,“ sagði hún. ,Jíörn, sem fara i striðið og í þessar verk- smiðjur." Hann leit undan, eins og hann vildi ekki heyra meira, en næst- um samstundis leituðu augu hans i áttina að andliti drengsins. Blái liturinn var smám sam- an að dofna. Augun voru ekki lengur eins útstæð og áður, og það rifaði i dökk sjáöldur undir liálfluktum augnalokunum. „Barn yðar þarf að komast i sjúkrahús,“ sagði hann. „Það er bezt, að þér akið með okkur, þar til við finnum það.“ „Næsta sjúkrahúsið, sem mundi taka við honum með þennan sjúkdóm, er víst i Lexington, og það eru víst nærri 15 min- útur þangað. Hann þarf að fá meðul, — þessi, sem þeir gefa við þessu, — og það fljótt. — Það má ekki dragast.“ „Hann þarfnast súrefnis,“ sagði maðurinn. Það var þögn i bilnum, og aftur var loftsogið i barninu ein- asta hljóðið, sem heyrðist. „Stundið þið búskap?“ spurði liðsforinginn utangátta til þess að yfirgnæfa hljóðið eins og áð- ur. „Ofurlitið.“ „Já, hér i fjallabyggðunum hefur auðvitað hver fjölskylda dálitið jarðnæði, eina kú og nokkrar kindur, — eða er það ekki?“ Konan hristi höfuðið. „Það eru ekki allir, sem hafa jarð- næði hér.“ „Hafið þið ekki jörð?“ Konan hristi aftur höfuðið, hægt og þreytulega. „Við erum leiguliðar. — Hjá Ballew gamla. Hann fær helminginn og við hinn helminginn." Hún hikaði og liélt siðan á- fram og lækkaði róminn. Það var eins og hún væri i einhverri óvissu gagnvart orðum sinum: „Nú, — það er að segja ... en ... við erum að hugsa um ... við ætlum að kaupa okkur jörð ... svona jörð, sem við eigum alveg sjálf.“ „Það verður gaman,“ sagði hann, — og ennþá bara til þess að fylla út þessa óþægilegu þögn bak við soghljóðið. „Jörð, sem þér og börnin getið búið á, með- an maðurinn yðar er í hernum.“ „Já,“ sagði hún. í áhyggjufull- um augum hennar brá fyrir sama hýra glampanum, og þegar hún minntist á kirsuberjatrjábolinn. „Silas Tipton flutti til Muncie og vinnur þar i verksmiðju. Hann vildi taka konuna og börn- in með sér, svo að hann seldi jörðina. Þetta er ágætt kot. Gamalt timburhús, vel byggt, eins og þeir byggðu áður. Hann seldi Ballew gamla til þess að fá upp i kostnaðinn við flutninginn Og Ballew hefur enga þörf fyrir kotið. Allir synir hans eru farn- ir.“ Hann kinkaði kolli: „Og þarna ætlið þér að búa, meðan maður yðar er í burtu?“ „Já,“ sagði hún og var nú mik- ið öruggari, eins og hún hefði með þessum bollaleggingum full- vissað sjálfa sig um, að kotið yrði hennar eign. „Reuben, elzti. drengurinn minn, — hann er tólf ára,“ hélt hún áfram með hýra glampanum i augunum. „Hann er hrifinn af búskap og getur hjálpað svo mikið til.“ „Mér skilst, að slík störf eigi nú vel við yður lika,“ sagði liðs- foringinn og horfði á svera og sterklega úlnliði liennar fram undan of stuttum kápuermunum. „Ég hefi alla tíð unnið við búskap. Faðir minn átti nokkuð stóra jörð, og ég lijálpaði honum mikið, þegar ég stækkaði, því að bróðir minn er —Hún hikaði, og röddin varð að livísli: „Hann var miklu yngri en ég.“ Haustmyrlcrið flæddi yfir á stuttum tíma í þessu drungalega veðri. Framundan lá dimmur dalur- inn með Ijósum hér og þar. Einhversstaðar þeytti einhver flautur sínar svo að undir tók i kalksteinshellunum að baki þeirra. Barnið hrökk við, þegar það heyrði þetta hljóð, og kon- an hvíslaði: „Bara rólegur, drengurinn minn, það er öllu ó- hætt.“ í úthverfum bæjarins við Cumberlandfljótið sendu upp- lýstir gluggar Ijósgeisla sína út á milli regnvotra og laufvana trjánna við veginn. Siðan komu gangstéttir og flóðlýstir verzlun- argluggar, og bílstjórinn hægði ferðina og leit til beggja hliða. LOXENE er fegrandi Hún þekkir leyndarmálið Hún veit að LOXENE Medicated Shampoo með hinni heilbrigðu nærandi sápu tryggir henni fagurt, heilbrigt og flösulaust hár. KAUPIÐ lears dahdrutf - Icaves liair elcancr and lovclicr LOXENE STRAX í DAG TakiS eftir nýju rauðu og grænu umbúðunum. LOXENE Heildsölubirgðir: KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F., Reykjavík. VIKAN 21. tl»l. — gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.