Vikan


Vikan - 21.05.1964, Blaðsíða 22

Vikan - 21.05.1964, Blaðsíða 22
sagði Mr. Pimm ákveðinn. með það. — Þú kemst til Madrid. Klukk- an 11,50 frá Nice með Air France. Klukkan 4,30 frá Madrid. Þú verður sennilega kominn eitt- hvað skömmu fyrir 7 í kvöld. ■—- Og núna vantar hana 5 mín- útur í 10. Carlo, sagði Mr. Pimm, — inn í bílinn með þig og af stað. Ég verð búinn að tala við þá, þegar þú ert kominn á ieið- arenda. Henri og Eddie verða að koma strax. Ég hefi passana þeirra tilbúna ásamt öðru því sem þeir þurfa, og ég hitti þá ásamt Julian á flugvellinum. Julian sagði: — Augnablik, hvað gengur eiginlega á? — Svona, svona, þú færð mig ekki ofan af þessu, ég hlusta ekki á þig, ég tek alls ekki sönsum. Við komum ekki nálægt þeim, við höfum ekkert samband við iögregluna, engar bannsettar spurningar. Þá komast þeir að öllu um okkur. — Heyrðu mig, ég skil þig ekki fyllilega. -— Carlo getur læst Schmidt inni fyrir okkur. Og svo, drengur minn, mun allt leika í lyndi fyr- ir okkur. Hún getur aldrei neit- að því að giftast okkur. Hugs- aðu bara um það. — Danielle, um hvað er hann að tala? Mr. Pimm sagði: — Það vorum við sem urðum til þess að Anna- belle komst í krumlurnar á þess- um þorpurum. Og það erum við sem ætlum að bjarga henni. Úti heyrðist í nokkrum fugl- um, sem voru að baða sig í gos- brunninum. — Mr. Pimm, sagði Julian, furðu lostinn, —• ég hefði aldrei trúað þessu. —• Jú, það veit sá sem allt veit, sagði Mr. Pimm. Hann teygði úr sér, smellti saman hælunum og sagði rogginn: — Léttið akker- um, af stað tökum stefnuna beint á Tangier. 12. KAFLI. Þegar hersingin var komin til Tangier, gekk Mr. Pimm um óþolinmóður meðan verið var að ná í farangurinn. Hann var í hvít- um ltéreftsfötum, með slaufu um hálsinn að vanda og Panamahatt. Hann hafði ímyndað sér að Tangier væri hræðilegur staður, hræðilegur, næstum um leið og vélin settist á flugvöllinn við veginn til Rabat. Og nú fékk hann staðfestingu á ótta sínum. Hann sveiflaði stafnum sínum í áttina til nokkurra arabískra burðarmanna og gekk á undan þeim inn í flugstöðina. Þeim var mjög í mun að fá einhvers stað- ar inni, þar sem sást yfir höfn- ina, en enn höfðu þeir ekki fund- ið slíkan stað. Á leiðinni frá Madrid hafði Mr. Pimm valið tvö til þrjú gistihús, sem komu til greina. Hann rétti Eddie far- angursmiðana, sagði Julian og Henri að burðarmennirnir hér væru allir örgustu þjófar og flýtti sér síðan í síma. Eddie var búinn að finna fram töskurnar þeirra tvær, þegar Pimm kom til baka. Allt var í lagi; beðið var eftir þeim á gistihúsi sem hét Alhambra og var rétt niðri við höfnina á Avenue d'Espagne. Honum hafði tekizt að ná í tvö samliggjandi herbergi á efstu hæð, sjöundu, en þeir urðu þó að skipta með sér baðherberginu. Julian sagði: — Hvernig lítur þetta út, hefurðu nokkra hug- mynd um það? — Kæri vinur, mig hryllir við tilhugsuninni, sagði Mr. Pimm. — En hvað um það, við verðum að gera okkur allt að góðu. Jæja þá, af stað með okkur, af stað með okkur, við þurfum að líta í kringum okkur á höfninni áður en dimmir. Henri, hvar er kíkir- inn, hvað ertu búinn að gera við — aha, þarna er hann. Komið þið nú. Julian, þú getur náð í leigubíl handa okkur. Á meðan þeir biðu á gangstétt- inni eftir leigubíl, rambaði múl- asni, sem dró á eftir sér vagn fullan af melónum fyrir bíl rétt við flugstöðina. Bílstjórinn þeytti hornið, og múlasninn hrein á móti bílnum, en síðan forðaði blessuð skepnan sér upp á gang- stéttina og steig næstum því ofan á Mr. Pimm. Mr. Pimm baðaði út höndunum og hrópaði eins hátt og hann mögulega gat. Eig- andi asnans barði hann miskunn- arlaust með priki Eddie og Henri ýttu á skepnuna, síðan skárust nokkrir áhorfendur í leikinn, en asninn hélt áfram að hrína. Þannig gekk leikurinn fram og aftur í einni biðu, þar til asninn og vagninn komust aftur út á götuna, og melónurnar dönsuðu í kjölfar vagnsins. Til allrar hamingju birtist leigubíl stuttu síðar og Julian stökk út á götuna til þess að tryggja sér hann. Eddie henti töskunum inn í bílinn og tókst að tosa Mr. Pimm inn á eftir sér. Alhambra gistihúsið reyndist vera skrautleg bygging, sem var máluð í hryllilegum grænbláum lit. Þeim leizt sannarlega ekki á blikuna, en það var ósköp að sjá móttökuherbergið, þegar þeir komu inn. Þarna úði allt og grúði af tághúsgögnum, viftum og rykugum pálmum í pottum. Auglýsing var uppi á einum veggnum, með mynd af nokkr- um dansmeyjum, mjög fallegum, mjög vingjarnlegum. Og svo var afgreiðsluborð úti í einu horninu. Allt var útatað í flugnaskít. Mr. Pimm leit í kringum sig, hristi höfuðið og tautaði, að ef hann sæist á stað sem þessum, mundi hann sennilega ekki lifa það af. Feitur og sóðalegur maður kom til þeirra, tók við vegabréfum þeirra og klappaði síðan saman höndunum. Brátt birtist vdka- drengur, sem fór með þá upp á 7. hæð. Mr. Pimm leið hræðilega á leiðinni upp í glamrandi lyft- unni, sem minnti hann einna helzt á búr. Herbergi þeirra voru í fullu samræmi við móttökusalinn. Henri benti á brúnan blett á teppinu á einu járnrimlarúminu. — Hvað er þetta? sagði hann. Julian sagði drungalega, eins og til að þóknast Mr. Pimm: — Það er sennilega blóð. Mr. Pimm hvessti á hann aug- un og fór til þess að líta á bað- herbergið. Hann hörfaði undan með lokuð augun og hélt báðum handelggjum útréttum. — Hvers vegna, sagði hann, — þurftu þeir endilega að fara með Annabelle hingað? Eina huggunin var útsýnið úr gluggunum, því að þeir sáu vel yfir alla höfnina. Julian var sá eini, sem kannaðist við bláu og hvítu snekkjuna. Honum var fenginn kíkirinn og síðan tók hann að rannsaka höfnina. Þarna hlutu að vera að minnsta kosti 40 eða 50 smásnekkjur af ólík- ustu tegundum í aðallæginu, Embarcadero. Úti við brimgarð- inn voru álíka mörg skip. Eitt- hvað hálfa aðra mílu handan við litla vitann var langferða- skip við akkeri. Það var ólíklegt, að þeir legðust í Embarcadero með Annabelle um borð, hugsaði Julian. Hann ætlaði fyrst að líta í kringum sig annars staðar. Hann byrjaði hjá vitanum og renndi síðan augunum meðfram brimgarðinum og skeytti ekkert um þau skip, sem voru með segl uppi. Það voru ekki 5 mínútur liðnar áður en hann kom auga á snekkjuna. ■— Mr. Pimm, sagði hann og benti. Hann rétti Mr. Pimm kík- inn. — Þarna fyrir handan, hún liggur þarna næstum ein. Mr. Pimm pírði í kíkinn og sagði: — Drengur minn. Þú ert viss um það, þetta gæti ekki ver- ið annað skip? — Ég man eftir mastrinu fyrir framan brúna, og lagið á snekkj- unni leynir sér ekki. Svo eru lit- irnir alveg eins. Henri og Eddi litu líka í kík- inn. Mr. Pimm sagði: — Julian, hvað mundirðu halda að snekkj- an lægi langt frá brimgarðinum? — Það er ekki gott að segja. Eddie, hvað heldur þú? -—• Svona 200 metra, eitthvað svoleiðis. —■ Það væri auðvelt að synda þangað, sagði Mr. Pimm. — Þið gætuð allir þrír gengið út á brim- garðinn. Hann leit á úrið sitt og kíkti aftur í kíkinn. — Það verð- ur kolniðamyrkur þarna úti, sagði hann ánægður, — eftir að- eins klukkutíma. Annabelle náði varla andan- um niðri í káetunni sinni allan daginn, og skömmu eftir að nótt- in var skollin á leyfðu þeir henni að koma upp á þilfar til þess að fá sér ferskt loft. Stern fór með hana upp á efri þiljur, þar sem hún hefði aldrei getað stokkið út- byrðis. Hann sagði henni, að ef hún reyndi að vekja á sér at- hygli, skyldi hún aldeilis finna fyrir aganum á skipinu og aldrei skyldi henni hleypt út aftur. Hún sat róleg um hríð. Fabio og Hermann lágu á framdekkinu og reyktu. Einhvers staðar á brimgarðinum heyrðist Arabi syngja vælulegt lag. Hún þefaði út í loftið og sagði: — Hvaða lykt er þetta utan af sjónum? — Það er lyktin af heimi Múhameðstrúarmanna, sagði Stern. — Kið steikt í olíu, úlf- aldamýkja, döðlur og aldagamalt ryk. Alls staðar þar sem ara- biska er töluð er þessi sama lykt. -—• Hvers vegna fóruð þið endi- lega til Tangier? —- Ég kann vel við andrúms- loftið hér. Hérna má verzla með allt. Gull, fölsuð vegabréf, lyf, og auðvitað dansmeyjar á leið til Suður-Ameríku . . .. Stern stóð þögull stundarkorn og hlustaði. -— Auk þess eru bankarnir ein- staklega samvinnuþýðir, spyrja engra spurninga og gefa engin svör. Þetta eru skynsamlegar verzlunaraðferðir, að gefa ekki upp neinar upplýsingar um við- skiptavinina. Stern lagði við hlustirnar. Stuttu síðar sagði hann lágt: — Hermann. — Já? — Mér finnst ég tvisvar vera búinn að heyra svolítið skvamp. Hvað getur þetta verið? -— Við heyrum ekkert. — Hlustaðu. Ekki heyrðist annað en til- Framhald á bls. 43. ERKIHERFOGINN 0G HR.PIMM út 22 — VIKAN 21. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.