Vikan


Vikan - 21.05.1964, Blaðsíða 5

Vikan - 21.05.1964, Blaðsíða 5
TEDDY FERÐAJAKKINN ORLON - ULL vin. Það er oftast, að hjónabönd eiga erfitt uppdráttar fyrstu tvö — þrjú árin, vegna þeirra breyt- inga, sem orðið hefur á lífi hjón- anna, og vegna þess að ávallt þarf töluverðan tíma til að sam- lagast hvort öðru. Þetta gætu að- eins verið slíkir byrjunarörðug- leikar, sem aukast vegna áhuga mannnsins þíns á vinnunni og ýmissa erfiðleika, sem ávallt fylgja upphafi hjónabands. Vittu fyrst hvort þið komizt ekki yfir þetta millibilsástand, áður en þú gerir eitthvað, sem þú kannt að sjá eftir síðar. Réttast væri fyrir þig, að ræða þetta hreinskilnislega við mann- inn þinn, reyna að útskýra þetta fyrir honum, og vita hvort hann getur og vill ekki breyta eitthvað til, svo að þú verðir ánægðari. Þess vegna verður mitt ráð í þrem atriðum: 1) Hafðu engar áhyggjur af baminu. 2) Bíddu svolítið lengur, og vittu hvort ekki lagast, og 3) Ræddu þetta við góðan vin eða manninn þinn sjálfan. Gáfnaprófið... Til póstsins í Vikunni! Mig verkjar enn í hausinn eft- ir þetta gáfnapróf. Þetta er ein- ég hef komizt yfir. Eru ekki fleiri tegundir af svona prófum? Ef svo er þá vildi ég gjarna fá að spreyta mig á fleirum. J. H. S. .... þetta er eitt af þessum ómerkilegheitum, sem flætt hafa I yfir heiminn frá Kananum. Þeir eru vísir með að velja forstjóra í fyrirtæki eftir svona prófi eins og segir í greininni, en látum þá bara um það. Svona próf gefur ekki nokkra hugmynd um hæfi- leika eða getu. Kjartan. Kæra Vika! Því miður, ég reyndist tæplega í meðallagi (og þó hélt ég að ég væri svolítið betur). En mér finnst við nánari umhugsun, að þetta sé tóm stærðfræði, að þetta sé bara fyrir reiknishausa og all- ir vita að reikningshausar geta verið nautheimskir á öðrum svið- um. Karítas B. ---------Gáðu betur að, Karítas. Allar þær spurningar, sem bygg'j- ast á notkun og kunnáttu í ís- lenzku máli og sömuleiðis flest- ar myndanna, hafa ekkert með stærðfræði að gera. Kæra Vika! Nú hætti ég að kaupa Vikuna. Þannig var mál með vexti, að konan heimtaði, að ég tæki gáfna- prófið og ekki nóg með það, heldur stóð hún yfir mér með klukkuna í hendinni og kom mér alveg út úr stuði. Þið vitið, hvað það er vont að láta standa svona yfir sér og lesa allt jafnóðum, sem maður skrifar. Það var eins og lokaðist fyrir alla heilbrigða hugsun og ég gat aðeins svarað átta spurningum rétt. Það er víst ansi lítilfjörleg greindarvísitala, er það ekki? Að minnsta kosti fannst konunni minni það og nú er þetta látið klingja á mér í tíma og ótíma. Sem sagt, mér finnst nóg komið og ég kaupi ekki þetta blað framar. R. Angelique Angelique, hver er Angelique? Hún lifSi ó tímum Lúðvíks 14 og ótti einkum heimci í Frakklandi, fegurri en nokkur önnur kona samtíðarinnar, slungin og víðsjál í aðra röndina og lifði óendan- leg ævintýri. Sagan af henni er metsölubók í Evrópu, næstum sama hvar hún hefur komið út og nú getum við glatt ykkur með því, lesendur góðir, að Vikan hefur fengið einkarétt fyrir ísland á þessari frábæru sögu, sem að mörgu leyti hefur þótt minna á sögurnar „Á hverfanda hveli" og „Sagan af Amber". Angelique byrjar í Vikunni eftir örfáar vikur. LÉTTUR - ÞÆGILEGUR FALLEGT SNIÐ TÍZKULITIR Framleiddur úr svampklæddu efni (foam), sem má auöveldlega þvo. Tilvalin flík í bílinn. Fæst í verzlunum um allt land. Heildsölubirgðir SOLIDO UMBOÐS- & HEILDVERZLUN Bolholti 4 - Símar 18950 & 38280 ÁHUGAMÁL OKKAR HJÁ HVERFITÓNUM ER VÖNDUÐ TÓNTÆKNI, SÍGILD TÓNLIST 0G GÓÐUR JAZZ. HJÁ OKKUR FAIÐ ÞIÐ HINAR BEZTU HLJÖMPLÖTUR. HLJÖMPLÖTUVINIR ÚTI Á LANDI! SENDIÐ OKKUR KORT OG LÁTIÐ OKKUR SENDA YKKUR ÖKEYPIS LISTA YFIR HLJÖMPLÖT- UR. LÁTIÐ OKKUR VITA ÓSKIRNAR. VIÐ REYN- UM AÐ FINNA PLÖTURNAR EÐA PANTA ÞÆR SÉRSTAKLEGA. huerritónar HVERVISGÖTU 50, REYKJAVÍK, SÍMI 22940. ’ran VIKAN 21. tbl. — g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.