Vikan


Vikan - 30.07.1964, Blaðsíða 12

Vikan - 30.07.1964, Blaðsíða 12
„Dauðaspilið“, sagði hún. Hjarta mitt hrapaði eins og blýklumpur. Frænka mín sagði fyrst að ef ég endilega þyrfti að fara á kjötkveðjuhátíðina, þá gæti ég þó að minnsta kosti beðið unz einhver slíkur fagnaður yrði haldinn lítið eitt nær heimili okkar, og svo var hún ekkert hrifin af því að sleppa mér út með þessum æðisgengnu Mangansstelpum. En þegar hún heyrði að Sheela Desmond ætlaði að fara, skipti hún loksins um skoðun. „Mundu svo eftir að vera komin heim klukkan níu“, sagði hún aðvarandi. „Og reyndu að láta þessar Mangönur ekki tæla þig út í meiri djöfulskap en þú endilega þarft.“ Hún var ennþá nöldrandi þegar ég lagði af stað niðueftir götunni, en ég gleymdi öllu leiðinlegu jafn- skjótt og ég kom í sjónmál við Manganshúsið og sá Katie og Florrie, sem biðu mín prúðbúnar og hvítklæddar með troðfulla nestiskörfu milli sín. Florrie var jafngömul mér, á þrettánda ári og hand- leggir hennar og fætur villingslega beinaberir, en Katie var þremur árum eldri og þegar umsetin af aðdáendum. Frænka mín hafði illkvitnislegar athuga- semdir á reiðum höndum þar að lútandi, en frú Mangan kærði sig kollótta: Hún virtist hafa gaman af að hafa húsið fullt af vinum dóttur sinnar, sem hömruðu á gamla píanóið í framherberginu eða léku á ukulele á tröppunum og góluðu undir. Var það ekki líka þannig með mig?“ sagði hún. „Það voru að minnsta kosti tuttugu strákar á eftir mér, og hvað sakaði það þótt ég skemmti mér svolítið áður en allir þessir hermenn" — og hún danglaði góðlátlega í það bamið, sem hendi var næst þá og þá stundina — „komu fylktu liði til að skipa mér fyrir?“ Við gengum framhjá húsi Sheelu Desmond á leið okkar út að sporvagnabrautinni, og hún kom út þegar Katie blístraði — grönn, kyrrlát, einbeitnisleg stúlka með fölar, freknóttar kinnar og dökkt hár. Hún var fallegri en Katie, sem var bezta vinkona hennar, en Katie var alltaf sú sem var með strákana kring- um sig. Florrie sagði að það væri vegna þess að Sheela væri skotin í einum aðdáenda Katiear, Larry French hét hann; þessvegna liti hún aldrei á neinn hinna strákanna. „Er Katie líka skotin í honum?“ spurði ég, og Florrie skrækti upp yfir sig og sagði að Katie elskaði engan, nema ef vera skyldi sjálfa sig. „Hún safnar þeim manneskja," sagði hún, rétt eins og þú safnar perlum á band, og láttu þér ekki koma til hugar að ná einhverjum þeirra frá henni. Ég spurði hana einu sinni hvort ég mætti fá Johnny Lawlor þegar ég yrði fimmtán, en hún sagðist skyldi rífa úr mér augun ef ég svo mikið sem gæfi honum homauga. Við urðum að fara langa leið með sporvagninum áður en við náðum til hátíðarsvæðisins; klukkan var að verða fjögur þegar við komum þangað. Florrie sagðist vera orðin þreytt á að dragast með körfuna; hvort við gætum ekki borðað strax til að létta svo- lítið á henni. — VIKAN 31. tbl. Mg hef aldrei vitað annan eins krakka", sagði Katie og var óþolinmóð. „Þú L hefðir alveg eins getað verið kyrr heima úr því þú ert ekki komin hingað L til annars en að éta.“ Ég sá augu hennar hefjast upp á móts við parísar- hjólið, sem bar svart við bláan himininn. „Sérðu nokkurt kvikindi sem þú þekkir, Sheela?“ spurði hún eins sakleysis!ega og sú hugsun hefði aldrei hvarflað að henni að við kynnum að mæta einhverjum kunnugum. „Ó, þeir hafa kannski ekkert komið,“ svaraði Sheela. „En við komumst nú líka af einar, býst ég við.“ „Komumst við hvað?“ át Katie eftir. „Og ég með bara fjórar spírur í veskinu...“ Skap hennar var farið að versna. Hún gekk nokkur skref áfram og nam síðan staðar og starði fýlulega á tjaldbúð spákonunnar, sem öll var skreytt glingri í stjörnu- og mánaiöguðu formi. „Ætlarðu að líta inn?“ spurði hún. „Ég held ég geri það og spyrji, hvort gæ- arnir láti sjá sig í kvöld eða ekki.“ „Það þorirðu aldrei,“ sagði Florrie. Það hefði hún átt að láta vera. Þegar Katie var í æstu skapi, var stórvarasamt að reyna að róa hana með því að draga kjark hennar í efa. „Jæja góða?“ sagði hún, stikaði djarflega að tjalddyrunum og smeygði sér inn. Við hinar biðum hennar fyrir utan, dá'ítið hissa á ófyrirleitni hennar. Hvernig væri að þú færir inn líka?“ sagði Florrie við Sheelu. „Kannski þú fengir þá að vita hvort þú gætir nokkurntíma goggað Larry French frá Katie.“ Sheela hnyklaði brýnnar lítilháttar. Hún var að sjá æst og dálítið tauga- óstyrk, eins og hún væri að reyna að herða upp hugann til einhvers. „Ég ætla inn,“ héH Florrie áfram eggjunum sínum. „Dettur ykkur í hug að ég sleppi því svo að Katie geti montað af því að hafa verið hjá spákonu en ég ekki?“ Sheela sagði henni að halda sér saman, en þegar Katie kom út, horfði hún á hana með eins mikilli ákefð og við hinar. „Hvað sagði hún þér?“ spurði Florrie. „Þú ert ekki að sjá neitt sérstaklega upp- rifin út af því, hvað sem það nú hefur verið.“ „Æ, hvað ætti svo sem gamall fakír eins og hún að vita um þetta?“ svaraði Katie. Hún var að sjá dáhtið vonsvikin, en reyndi að leyna því með axlayppt- ingu. „Það veit guð að ég vildi helzt fara inn og heimta peningana mína aftur.“ Meira vildi hún ekki segja, heldur hraða sér á brott af staðnum, en Sheela sagði þá, að fyrst Katie væri svona leyndardómsfull, ætlaði hún sjálf inn til að athuga málin. „Þá eyðirðu peningunum þínum til einskis," kallaði Katie á eftir henni, en

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.