Vikan


Vikan - 30.07.1964, Blaðsíða 8

Vikan - 30.07.1964, Blaðsíða 8
Bílaprófun VIKUNNAR Naturana er vörumerki yfir heimsfræga lífstykkjavöru. Þessi gæða- varaernúkomin á íslenzkan markað. Naturana-fyrirtækin eru stærst sinnar tegundar í Evrópu, og er nú hafin framleiðsla hér á Islandi. Til merkis um gæði Naturana-framleiðslu má geta þess, að hin vinsælu Catarina-teyjubelti eru einnig framleidd hjá Naturana. NATURANA-UMBOÐIÐ, LAUFÁSVEGI 16, SÍMI 18970 Leignflug um land ailt Notiö fullkomnar vélar - örugga og reynda flugmenn elzta starfandi flugskóla landsins SÍMI 10880 PÓSTHÓLF 4 Fiat 1100D 'mmg ■ iM® Fiat-verksmiðjurnar í Torino á ftalíu eru með hinum stærstu sinnar tegundar í heiminum og framleiða jöfnum höndum orrustu- þotur og skip sem bíla. Hinar minni gerðir þeirra, svo sem Fiat 500 og Fiat 1100 eru hversmannsbílar á ítalíu og raunar vinsælir um allan heim. Þar að auki eru svo milligerðirnar 1300 og 1500, dýru gerðirnar 1800 og 2300 og nokkrar mismunandi sportútgáfur. Hér á landi eru til færri eintök en efni standa til af gerðum eins og 1100 og 1500, sem hvort um sig eru ágætir bílar, en hljóta að hafa verið minna auglýstir en aðrar tegundir. Fiat 1100 D er með sama útliti og verið hefur árum saman; bíllinn er fremur hár og kantaður, gerður með það fyrir augum að rúma sem mest. Hann er löglegur fyrir fimm, en þar sem breiddin er aðeins 145 cm, þá leiðir af sjálfu sér, að ekki fer vel um fleiri en tvo í aftur- sætinu. Aftur á móti er fótarými þar sæmilegt og eitthvað betra en í Volkswagen, sem oft er miðað við, þegar rætt er um bíla af þessari stærð. Framsætin eru góð, færanleg langt fram og aftur og auk þess verða bökin lögð alveg aftur, ef nauðsynlegt reynist að gista í bílnum. Og þá fæst prýðilegt rúm fyrir tvo. Aftursætin eru mjög mjúk en bakið fannst mér full bratt sem farþegasæti. Ökustaðan er góð, stýrið fremur fyrirferðarlítið, en gersamlega laust við slátt eða titring í holum. Handbremsan er á góðum stað á milli framsætanna, bremsurnar léttar en þó prýðilega áhrifagóðar. Það eru venjulegar borðabremsur. Mælaborðið er eins og við er að búast í bíl, sem kostar 161 þúsund, það þykir nú ekki neitt til að fjargviðrast útaf nú á dögum, þegar sæmilegur fimm manna bíll er annarsvegar. Mælarnir eru í ávölum kassa, beint fram af stýr- inu, ílangur hraðamælir, sem gott er að lesa af, en ljós fyrir smurning og hleðslu. Ofan á mælaborðinu er nálega engin hilla, en sæmilegt lokað hólf hægra megin og hilla undir öllu mæla- borðinu. Það eru fjórir gírar áfram á Fíat 1100 D. Þrír þeirra eru sam- stilltir en í fyrsta gír verður að tvíkúpla eða stanza, til þess að málin fái farsælan endi. Fyrsti gír er ef til vill full hægfara, en

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.