Vikan - 30.07.1964, Blaðsíða 43
ÞUNGAVÖRUIÐNAÐUR
TÉKKÓSLÓVAKÍU ER VIÐUR-
KENNDUR í VESTRI SEM AUSTRI.
GÖTUVALTARAR,
Vibration o.fl. gerðir
knúðar SKODA vélum, eru tæki sem
reynzt haf framúrskarandi hér á landi
sem annarsstaðar.
Örugg og auðveld í notkun.
sparneytin. Hagstæð verð og greiðsluskílm
Einkaumboð fyrir:
STROJEXPORT
PRAHA, deild 305
ÞORSTEINN BLANDON, Umboðs- & heildverzlun
L
ÞINGHOLTSSTRÆTI 11 - SÍMI 13706
ekki vituð enn. Borizt hafa ugg-
vaenlegar fréttir í sambandi við
veiruna, vegna tilrauna, sem
Nóbelsverðlaunahafinn, John F.
Enders og félagi hans, dr. Harvey
M. Shine, unnu að í rannsókna-
stofnun barnaspítalans í Boston.
Þeir dældu SV-40 í frumuvefi,
sem teknir höfðu verið til rækt-
unar úr börnum, sem fæddust lið-
in og fyrir tímann. Veiran gerði
ekki einungis að auka kyn sitt og
margfaldast í vefjunum, heldur
skaðaði hún og hinar vaxtaröru
frumur — hvort heldur vefirnir
voru úr nýrum, nýrnahettum,
meltingafærum, heila, hörundi,
lungum, lifur, hjarta, milta eða
kynkirtlum. Skaðsemmdarverk-
anirnar voru svipaðar og um löm-
unarveikiveiru væri að ræða.
Aftur á móti hefur athugun,
gerð á vegum krabbameinsstofn-
unar ríkisins, á dánarorsökum og
dánartölu barna, bólusettra við
lömunarveiki, og fyrr mundu
hafa tekið áhrifum veirunnar en
fullorðnir, frekar orðið henni til
sýknunar en hitt. Það er meira
að segja ekki útilokaS, að- SV-40
hafi gert hin bólusettu börn ó-
næm fyrir vissum afbrigðum
krabbameins.
En þar sem tekur yfirleitt lang-
an tíma, að krabbameinshvatar,
sem mannslíkaminn hefur tekið
í sig, valdi þar krabbameini, geta
liðið allt að 30—40 ár þangað til
raunhæft mat fæst á áhrifum SV-
40 á heilbrigði manna. Dr. E.
Cuyler Hammond, yfirmaður
hagskýrsludeildar bandaríska
Krabbameinsfélagsins, hefur tek-
ið spurningar, varðandi áhrif
SV-40, með í kerfisbundið eftir-
lit með heilbrigði og heilsufari
yfir milljón fullorðinna Banda-
ríkjamanna. Með ári hverju sem
líður, og þeim fer fjölgandi meðal
þeirra, sem eftirlitið nær til, sem
deyja af ýmsum orsökum, fá raf-
eindaheilarnir aukið viðfangs-
efni til úrlausnar þar að lútandi,
og þá meðal annars það að reikna
út hugsanlegt samband krabba-
meinsdauðsfalla og ónæmisbólu-
setninga.
Orsakist krabbamein í raun-
inni af veiru, verður það grund-
vallaratriði krabbameinsrann-
sókna að finna mótefni við því,
vaka, sem örvar myndun mót-
efnis í blóðinu til baráttu við
veiruna. Ef allar krabbameins-
sýktar frumur reynast innihalda
sameiginlegt mótefni, mundi
fengin vísbending, sem leiddi til
þess að öruggt læknisráð fynd-
ist við krabbameini — öllum
krabbameinsafbrigðum
Bólusetningartilraun í Svíþjóð.
Einhver djarfasta tilraun, sem
gerð hefur verið með bólusetn-
ingu gegn krabbameini, átti sér
stað í Svíþjóð. Þar var í des-
embermánuði, 1961, að dr. Bertil
Björklund bólusetti sjálfan sig,
samstarfsmann sinn og 100 heil-
brigða sjálfboðaliða á aldrinum
60—70 ára með efni úr krabba-
meinssjúkum mannslíkamafrum-
um, sem drepnar höfðu verið
með útfjólubláum geislum. Sjálf-
boðaliðarnir voru allir á þeim
aldri, þegar krabbameinshættan
er bráðust. Færi allt með felldu
— miðað við það að bólusetning-
in gerði hvorki til né fré — mátti
gera ráð fyrir, að mikill hluti
þeirra tæki krabbamein næstu
árin. Mundi bólusetningin gera
þá ónæma, eða flýta meininu.
Dr. Björklund, sem hefur tvo
um fertugt, er mikilsvirtur vís-
indamaður, sem hefur frábærri
tæknikunnáttu yfir að ráða og
hefur meðal annars verið skipað-
ur aðstoðarprófessor í ónæmis-
vísindum við konunglega Carol-
inska Institut í Stokkhólmi, auk
þess sem hann veitir ónæmis-
rannsóknarstofnuninni í Stokk-
hólmi forstöðu. Engu að síður
vakti tilkynning hans um bólu-
setningartilraunina deilur og
andmæli. Dr. Albert Sabin, er
fann upp bóluefnið við lömunar-
veikinni, og aðrir veirusérfræð-
ingar ýmsir, sökuðu hann um ó-
tímabæra og hættulega tilraun á
mönnum án viðhlítandi undir-
búningsrannsóknar, og byggða á
vafasömum forsendum.
Þegar dr. Björklund varð fyrir
hvað mestu aðkasti fyrir tilraun
sína, taldi bandaríska heilbrigð-
ismálastofnunin, sem veitt hafði
honum ríflegan styrk árlega,
„tæknilega" ástæðu til að stöðva
þá fjárveitingu. Það gaf auga
leið, að það var fyrst og fremst
gagnrýnin, sem hann sætti fyrir
þessa tilraun, sem þeir banda-
rísku settu fyrir sig.
Enn er ekki nógu langt um
liðið til þess, að úrslitadómur
verði kveðinn upp varðandi
tilraun þessa. En vert er að benda
á, að undir árslokin 1963 hafði
enginn af þeim bólusettu tekið
VIKAN 31. tbl.
43