Vikan


Vikan - 30.07.1964, Blaðsíða 51

Vikan - 30.07.1964, Blaðsíða 51
Erkibiskupinn sat beinn í baki eins og dómari. Hann horfði um stund á Angelique og þagði. — Nú skal ég fara, Madame, sagði hann að lokum. ■— Mér sýnist, að d.iofullinn hafi látið i ljós óánægju sína með nærveru mína í þessu húsi. Fyrirgefið mér, þótt ég hverfi. Hann gekk fram í anddyrið og stuttu seinna heyrðust svipusmellir og hróp ekilsins, þegar vagn erkipiskupsins ók út i gegnum stóra hallar- hliðið. 18. KAFLI. Einmana og óviss þrýsti Angelique vasaklútnum sínum að enninu. Gamtalið milli mannanna tveggja hafði gert hana órólega. Helzt hefði hún viljað flýta sér til áimunnar, þaðan sem hvellurinn kom. En hún sat kyrr á sínum stól Dulin, sem de Peyrac greifi hjúpaði tilveru sína, hafði komið henni i skilning um, að þetta væri svæði, þar sem hann þyldi ekki forvitni nokkurs leikmanns. Skýringarnar, sem hann hafði gefið erkibiskupnum, höfðu ekki nægt til þess að drepa grun kenni- mannsins. Það íór óþægilegur skjálfti um Angelique. Galdrar! Það er bezt að ég fari og líti á, ákvað hún. Það verður þá að hafa það, þó að fjúki í hann. En einmitt í sama bili heyrði hún fótatak manns síns og nokkru seinna kom hann inn i herbergið. Hendur hans voru svartar af sóti en hann brosti. — Ekkert alvarlegt, guði sé lof. Kouassi-Ba fékk bara nokkrar skrám- ur, en efnislegur skaði er því miður mjög mikill. Dýrmætustu krukk- urnar mínar, úr bæheimsku gleri, fóru i salla. E’kki ein einasta þeirra er heil. Hann gaf bendingu, og fram komu tveir þjónar með þvottafat og gullgliírandi vatnskönnu. Angelique herti upp hugann. — Er það virkilega nauðsynlegt, að þér dveljið svo löngum stundum við þessa hættulegu vinnu? Það gefur mér persónuiega fullnægingu, sem ég fæ ekki annarsstað- ar. Þetta er takmark mitt í þessu lífi. Angelique fann sting í hjartað, eins og þessi orð hefðu rænt hana dýrmætum sjóði. En þegar hún sá, að Joffrey virti hana fyrir sér, lagði hún að sér að láta sem ekkert væri. Hann hló lítillega. — Það er takmark mitt í þessu lífi, næst því að vinna athygli yðar, sagði hann og hneigði sig riddaralega. —■ Ég hef ekki hugsað mér að leggjast svo lágt, að keppa um; hylli karlmanns við flöskur og krukkur, svaraði Angelique — En óg verð að viðurkenna, að orð erkibiskupsins hafa gert mig órólega. Tókuð bér ekki eftir þessari duidu hótun i þeim? Joffrey de Peyrac svaraði ekki strax. Hann hallaði sér upp að veggn- UN'GFRÚ YNDISFRÍÐ býður yður hið Iandsþekkta konfekt frá. N Ó A. HVAR ER ÖRKIN HANS NOAJ l>aS er alltaf saml lellntrlnn 1 hénnt Ynd- lsfrlS okkar. Hún hefur falIS Srklna hans Nía elnhvers staSár f hlaSInu oc helttr Cíðum verSlaunum handa þelm, sem retur fundlS hrklna. VerSIaunln. eru' stír kon- fektkasst, fullnr at hezta konfektl, oc. framleiSandJnn er auSvitaS SælcsetlscerS- ln N4I. Nafn Helmlíl örkin er A hls, SlSast er dreglS var hlant verSIaunln: Guðrún Einarsdóttir, Fífuhvammsvegi 31, Kópav. Vinningp.nna má vitja á skrifstofu Vikunnar. 31. tbl. um við gluggann og horfði út yfir borgarþökin. — Hinn mikli rannsóknardómari vill að ég geri honum uppskátt um leyndarmálið, hvernig á að gera gull — annars lætur hann brenna mig fyrir galdra á Place de Salines. Frh. í næsta blaði. — ÖU réttindi áskilin. — Opera Mundi, Paris. Þér fáiö einangrunarkostnaðinn endurgreiddan á fáum árum í spöruðu eldsneyti. Það borgar sig bæði fyrir yður sjálfa og þjóðfélagið í heild að spara eldsneyti svo sem unnt er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) niun notalegri vistarvera en hálfkalt (illa einangrað). STEINULL H.F. Lickjargötn — tlafiwrfirði — Sirni 50975. VIKAN 31. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.