Vikan


Vikan - 30.07.1964, Blaðsíða 39

Vikan - 30.07.1964, Blaðsíða 39
allt nágrennið. „Pabbi hennar heldur að það sé Larry French,“ sagði hún, „af því að Sheela skipti sér aldrei af neinum strák nema honum. Og karlinn var nógu vitlaus til að æða með vonzku heim til þessarar vitlausu frænku hans Larry, til að komast að því hvar strákurinn væri svo hann gæti látið hann kvænast Sheelu. Auð- vitað fullyrti sú gamla að Larry væri jafn saklaus að þessu klandri Sheelu og kanarífuglinn hennar, og ef hún hefði ekki verið í bælinu þessa viku, væri þetta nú þegar komið út um allt nágrennið. Þegar herra Des- mond fór, var hún farin að skrækja eitthvað um nauðsyn þess að verja sóma elsku drengs- ins síns.“ Ég var ennþá dálítið tortrygg- in og spurði hana hvernig hún vissi þetta allt, en hún var í engum vandræðum með að skýra það: Sheela, sem hafði orðið að tala við einhvern, hafði sagt Katie frá leyndarmálinu, og Kat- ie hafði vitað það á undan öll- um öðrum. „Hún skreppur heim til henn- ar í kvöld til að kveðja hana,“ sagði Florrie, „og hún sagði að ég mætti koma með ef ég gæfi Sheelu vasaklút eða eitthvað svo- leiðis og hypjaði mig svo. Sheela heldur að við sjáum hana ekki framar á lífi,“ bætti hún við næstum kæruleysislega. „Spá- kerlingin sagði henni að hún mundi ekki lifa næsta ár til enda, það væri skráð í stjörnurnar, og nú er hún sannfærð um að hún muni deyja þegar hún á barnið.“ Um þessar mundir hafði mér næstum því tekizt, með beitingu heilbrigðrar skynsemi, bænum og hreinni gleymsku að víkja frá mér öllum ótta við spádóm kerl- ingarinnar í tjaldinu. En orð Florriear færðu þennan leiðinda- atburð nær, svo mér fannst eins og hann hefði gerzt í gær. Ef spákonan hafði spáð Sheelu ó- förum, þá hafði hún svo sannar- lega spáð hinu sama fyrir mér. Og jafnframt komst ég að þeirri skelfilegu niðurstöðu, að ef henni hefði ratazt satt á munn varðandi Sheelu, þá var jafnlík- legt að hún hefði haft á réttu að standa viðvíkjandi mér. Florrie skvaldraði áfram. Sheela, sagði hún, hafði ekki upplýst foreldra sína hið minnsta um faðerni barnsins, en Katie, sem kunni lagið á henni, hafði náð því upp úr henni að það hefði allt saman skeð kvöldið góða á kjötkveðjuhátíðinni. Þar eð Katie hafði verið í fýlu við Larry, hafði hann snúið sér að Sheelu, eins og eðlilegt var — „og,“ sagði Florrie, „þar sem hann var niðurdreginn út af mis- klíðinni við Katie og Sheela var svo hrifin af honum, þá skeði þetta allt áður en þau höfðu tíma til að hugsa sig um.“ „Og vill hann þá ekki kvæn- ast henni?“ spurði ég. Florrie yppti öxlum. „Ó, hún veit ekki einu sinni hvar hann er niðurkominn," sagði hún. „Að vísu sagði Katie henni strax að skrifa honum og segja honum það umbúðalaust — að hún ætti von á barni og barnið væri hans. En hún skrifaði honum bara ein- hverja tunglskinsrómantík um það hversu mjög hún þyrfti hans við, um það hve mikils virði þau væru hvort fyrir annað, rétt eins og hún væri einhver Lana Turner, enda fékk hún ekki ann- að frá honum til baka en eitt- hvað um að hann sæi eftir þessu sem hefði skeð, að hann hefði komizt að raun um að hann þyrfti að öðlast meiri lífsreynslu til að verða leikari, svo að hann legði sjóleiðis af stað til Evrópu daginn eftir. Hann fær örugglega nægju sína af lífsreynslu ef herra Desmond klófestir hann einhvern tíma,“ bætti hún við og brosti, hróðug af fyndni sinni og vizku. Ég get nú ekki séð að þetta sé neitt gamanmál; frá mínum bæjardyrum séð var það eins grafalvarlegt og nokkuð, sem ég hafði lesið um í bókum. Ég fann allt í einu til ákafrar löngunar til að sjá Sheelu, eins og mig hafði kannski langað ef það hefði átt að fara að hengja hana, og þegar Florrie bauðst til að taka mig með sér um kvöldið, tók ég hana á orðinu. Við hittumst skömmu eftir kvöldmat og gengum saman nið- ur götuna áleiðis að húsi Des- monds. Kvöldið var napurt og rekja í lofti eftir nýafstaðið regn. Þegar við komum að húsinu, blístraði Katie á Sheelu og hún kom út. Hún var föl og svipur- inn vitnaði um eyrðarleysi. „Ó, ert það bara þú Katie,“ sagði hún þegar hún sá okkur. „Hver annar hélztu að það væri?“ spurði Katie. „Ég kom með þessa krakka með mér. Þá langar til að kveðja þig.“ Ég tók eftir hvernig Katie um- gekkst hana, með atyrðandi, en þó góðgjarnri glettni, eins og hún væri sjúklingur, sem þyrfti að örva. Florrie rétti Sheelu vasa- klútinn, og hún tók við gjöfinni og þakkaði, en á næsta augnabliki virtist hún hafa gleymt henni fullkomlega; það var eins og hún væri einhversstaðar út af fyrir sig, langt í burtu frá okkur hin- um. „Þið getið beðið okkar hérna,“ sagði Katie við okkur og tók um armlegg Sheelu. „Við Sheela þurfum að ræðast við í einrúmi." Þær gengu niður þrepin og svo Úrvalsreiðhjól FALKINN D.B.S. IRDDGE B. S. A. HOPPER Ávallt fyrirliggjandi í öllum stærðum fyrir karla og konur, yngri sem eldri. FÁLKINN H.F., REIÐHJÚLADEILD VIKAN 31. tbl. 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.