Vikan


Vikan - 27.01.1966, Blaðsíða 2

Vikan - 27.01.1966, Blaðsíða 2
í FULLRI HLVÖRU deitsb FATNAÐUR ALLAN HRING '&cLeiteb l ÖLLUM helztu VERZLUNUAV landsins SOLUUMBOÐ: Júiius P. Guðjónsson, Heildverzlun, Skúlagötu 26, Reykjavík. Sími 11740 — 13591. SÖLUSTAÐIR: London, Rvík, Tízkan, Rvík, Verzl. Huld, Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi, Einar & Kristján, ísafirði, Jóh. Blöndal, Sauðárkróki, Markaðurinn, Akureyri, Fönn, Neskaupstað, Verzl. Sigurbj. Ólafsdóttur, Vestmannaeyjum, Edda, Keflavfk, Verzl. Fons, Keflavík, Nonni & Bubbi, Sandgerði. \ Þar sem englnn er beztur Hér er alltaf annað slagið verið að efna til samkeppna um eitt og annað, og oftast nær er nokkur þátttaka í þessum samkeppnum. En þegar úrslit eru kynnt, verð- ur æ tíðara, að enginn þátttak- enda hefur þótt hæfur til fyrstu verðlauna, og stundum hefur jafnvel farið svo bölvanlega, að enginn hefur þótt neinna verð- launa verður. Þetta verður að skoðast lélegur árangur. En spurningin er sú, hvort þetta er forsvaranlegur framgangs- máti. Verður ekki að telja, að í samkeppni fari keppnin fram milli þeirra, sem í henni taka þátt, og verður ekki að álíta, að sá sem er skárstur, hljóti að hafa sigrað í keppninni? Jafnvel þótt sá skársti sé slæmur, hljóta hin- ir að vera verri, því annars væri hann ekki skárstur. Og er það ekki samkvæmt öllu siðferðis- bundnu eðli kapps, sem háð er milli tveggja eða fleiri, að sá bezti sé talinn fyrstur og fái fyrstu verðlaun samkvæmt því? í nokkrum samkeppnum nú á síðustu árum er svo að sjá, sem enginn hafi verið beztur. í sum- um hefur sá bezti aðeins verið næstbeztur. Og það er þetta, sem er svo kyndugt. Við hvað er mið- að? Það virðist ekki lengur vera miðað við keppnina sjálfa, held- ur eitthvað enn annað, utan og ofan við hana. Það virðist sem samkeppnin sé ekki um það, hvað komi bezt út úr henni sjálfri, heldur hver komizt næst því að ná einhverju takmarki sem forráðamenn _ keppninnar hafa búið sér til, þannig að sam- keppni er ekki keppni milli þátt- takenda, heldur von um að fara fram úr vonum þeirra, sem til keppninnar efna. Þannig getur einhver einn borið af keppinaut- um sinum í samkeppninni, en verður samt ekki nema næst- beztur eða þriðji bezti, af því forráðamenn keppninnar hugsa sér sjálfir takmarkið og sjá svo eitthvert tómarúm milli þess og þess aðila, sem beztan þátt á í keppninni. Stundum er tekið fram, að fyrstu (eða einu) verðlaunin verði því aðeins veitt, að dóm- nefnd, skipuð auglýstum hópi manna, telji einhverja lausnina þess verða. Þetta er þó spor í áttina, en hæpið samt. Því sam- keppni hlýtur að vera keppni milli þeirra aðila eða afla, sem í henni taka þátt, en ekki milli þeirra innbyrðis eins vegar, sam- keppninnar annars vegar og ein- hvers þriðja þáttar þriðja vegar. S.H. *

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.