Vikan


Vikan - 27.01.1966, Blaðsíða 25

Vikan - 27.01.1966, Blaðsíða 25
— Við kunnum að leika gamanleik.... með sverði eða kylfu? það er hægt að finna þá. Hún sagði þeim hvað hún hefði I hyggju. Maður nokkur átti stefnu- mót við nornina La Voisin, til að færa henni bréf, i krá bak við veggi Villeneuve. Mennirnir áttu að bíða, þar til hann hefði lokið erindi sinu við nornina. Þá áttu þeir að stökkva á hann.... — Og gluurrk! sagði Trjábotn og benti á hálsinn á sér. — Nei, ég vil ekkert blóð, engan glæp. Ég vil aðeins láta hann tala og játa. Malbrant getur séð um það. Malbrant gekk til hennar og grá augu hans voru áköf. — Hvað heit- ir þessi maður? —• Duchesne, íyrsti þjónn í vínþjónustu konungsins. Þú þekkir hann. Malbrant sló sér á brjóst með gleðisvip: — Loksins kom það verk, sem ég skal vinna með gleði. Það er langt siðan mig fór að langa til að tala við hann. — Þetta er ekki allt.. Ég þarf samstarfsmann í húsi La Voisin, ein- hvern, sem getur farið með henni á fundinn og verið þar, þegar Duchesne lætur hana hafa bréfið. Einhvern, sem er afskaplega fingrafimur, og getur náð í bréfið, áður en það eyðist í kertisloganum. — Hann er til, sagði Trjábotn. Hann lét kalla á manninn, fölan, rauðhærðan flæking, sem átti engan sinn líka í þeirri íþrótt að ræna úr vösum annarra og fela fenginn í ermunum. En rautt hárið gerði hann auðþekkjanlegan, og eftir þó nokkuð margar ferðir í Chatelet fangelsið og nokkrar heimsóknir til steglunnar, sem höfðu þær afleiðingar í för með sér, að hann var haltur síðan, átti hann erfitt með að vinna fyrir sér. En að grípa bréf, óséð frammi fyrir augunum og eyrum fjölda fólks, var barnaleikur fyrir hann. — Ég þarfnast þessa bréfs, sagði Angelique. — Ég skal borga þyngd þess í gulli. Það var ekki erfitt fyrir undirheimalýðinn að komast inn hjá La Voisin og fylgja henni á þennan leynifund. Það var fjöldi samstarfs- manna einmitt í húsi hennar. Þar var Picard, sem vann sem Þjónn hennar, og kósakkinn, sem elskaði dóttur hennar. 1 gegnum þá gat sá rauðhærði komizt til að bera kyndil fyrir hana eða töskuna hennar. Jafnvel þótt hún væri nú tíður gestur meðal hástéttafólksins, stóð hún ennþá öðrum fæti í undirheimunum. Hún vissi, hve nytsamlegt það var að hafa Stóra-Coesre sem samstarfsmann. — Hún má ekki verða vör við það, eða hvað? sagði Trjábotn og leit skilningsríkum augum á Angelique. — Við svíkjum engan hér. Ef einhver gerir það — dauður! Við höfum ekkert að gera við svikahrappa. Hann belgdi upp gríðarstóran kviðinn innan í hermannaskikkjunni með gullbeltinu, og hallaði sér fram á loðna hrammana eins og górilla. — Vald flækinganna er eilíft, hrópaði hann. — La Reynie getur aldrei unnið bug á því. Það mun alltaf kvikna á ný í rennusteininum. Angelique vafði um sig skikkjunni. Hún hélt að það myndi líða yfir hana. 1 birtunni frá ósandi oliulampanum, sýndist henni andlit Stóra- Coesres undir fjaðrahattinum bera Kainsmerki. Stór, rauð andlit hrönn- uðust í kringum hana, skeggjuð andlit, og á meðal þeirra skar ljóst andlit hins rauðhærða sig úr. Hún þekkti flesta þá, sem Trjábotn hafði valið úr lifverði sínum, Peony, hinn forfallna drykkjumann; Rottueitur, Spánverjann, og ýmsa aðra, sem hún hafði gleymt hvað hétu; einn nýjan sem kallaður var Dauðahausinn, því tanngarðar hns voru báðir óhuidir, vegn þess að Bræðralag hins Heilaga Sakramentis hafði látið skera af honum var- irnar. Hún skalf ekki af ótta, því hún hafði lært leikreglurnar og kunni að umgangast þennan heim. Undirheimurinn fyrirgaf aldrei svikara og fólkið þar sveik ekki hvað annað. Hvort sem þeim gekk vel eða illa, myndu „bræður“ og „systur", sem heitið höfðu tryggð og bundizt þjófasamfélagi Parisar með flæk- ingseiðnum, ævinlega hafa aðgang að aðstoð félaga sinna. Væru þau fátæk, stóð súpuketillinn þeim opinn; væru þau valdamikil, voru sverð dregin úr sliðrum gagnvart óvinum þeirra. Böndin voru óslítandi. Barcarole bar því vitni. Trjábotn myndi aldrei sleppa af honum hendinni. Nei, Angelique var ekki hrædd við þá. Fóls- legur ruddaskapur þeirra olli henni minni skelfingu en innræti margra fínni manna, sem hún gat nefnt; þefjandi sár þeirra ollu henni minni ógleði en finu fötin, sem huldu fyrirlitleg mannræksni. En þegar hún hlustaði á þrumandi rödd Stóra-Coesres, minntist hún löngu liðinna, ör- væntingarfullra daga. Henni fannst hún standa fram á þverhnýpi, sem hún gat þá og þegar hrunið fram af, úr þeim ljómandi hæðum, sem hún hafði nú náð, niður í botnlausa örvæntingu Helvitis. — Sá sem einu sinni hefur komið hingað, mun alltaf koma hingað aftur, hugsaði hún. Henni virtist, að hún myndi alltaf bera með sér hinn illbærilega óþef af þeirri niðurlægingu, sem hún hafði orðið að þola fyrir löngu. Öll ilmvötn heimsins, allir demantar heimsins og dýr hylli konungsins, myndi aldrei vinna bug á honum. Þegar Angelique kom aftur heim, settist hún við borðið sitt. Heim- sókn hennar til Saint-Denis hafði gert henni ljósara en hún hafði búizt við, hvað myndi gerast í nótt i Villeneuve. öll smáatriði höfðu verið rædd, og nú var ekkert annað að gera en að bíða, og reyna að hugsa ekki. Um tíuleytið kom Malbrant til hennar. Hann var með gráa skylm- ingagrímu og skikkja hans var i sama lit og steinveggirnir. Hún talaði lágt við hann, eins og einhver gæti heyrt til þeirra i þögn þessa hlýlega herbergis þar sem hún hafði einu sinni þegið ást Rakoczys. — Þú veizt jafn vel og ég, hverju þarf að ná upp úr Duchesne, og þessvegna valdi ég þig. Láttu hann lýsa fyrirætlunum konunnar, sem sendi hann, og gefa upp nöfn fólksins, sem reynir að gera mér miska, en framar öllu öðru, náðu bréfinu. Liggðu á kráarglugganum. Eí eitt- hvað ætlar að bregðast, áður en sá rauðhærði getur hnuplað bréfinu, skaltu ryðjast inn með mönnum þinum. Reyndu einnig að ná lyfinu, eitrinu, sem La Voisin mun afhenda honum. Hún beið. Tveimur klukkustundum eftir miðnætti heyrði hún í fjarska hrikta í litlum leynidyrum, sem Malbrant notaði, þegar hann yfirgaf húsið. Síðan heyrði hún hratt, taktvisst fótatak hans á flísunum í anddyrinu. Hann kom inn og lagði nokkra hluti á borðið hjá henni. Hún sá vasa- klút litla flösku, leðurpung og pappírssnepil — bréfið. Tryllt sigurgleði greip hana, þegar hún las það, sem Madame de Montespan hafði skrifað. Það sem í bréfinu stóð, var þetta: — Þú hefur svikið mig, skrifaði hin göfuga markgreifafrú með sinni fallegu rithönd, en mjög svo sérstæðu stafsetningu, því hún hafði ekki notið mikillar menntunar. — Manneskjan er ennþá lifandi, og konung- urinn verður ástfangnari af henni með hverjum degi. Loforð þín eru ekki virði þeirra peninga, sem ég hef borgað þér — meira en þúsund écus fram til þessa fyrir lyf, sem hvorik flytja ást né dauða. Minnstu þess, að ég get eyðilagt Það orð, sem af þér fer, og snúið allri hirðinni á móti þér. Láttu sendiboða hinn hafa það sem nauðsynlegt er. Að þessu sinni er eins gott fyrir þig, að Það bregðist ekki. — Dásamlegt! Dásamlegt! hrópaði Angelique. — Ha, ha! Svo að þessu sinni skal það ekki bregðast, kæra Athénais. Nei, mér skal ekki bregðast. öll þín vopn mega sín ekki mikils móti öllu þvi, sem ég hef á hendinni. Neðst á blaðsíðunni var blettur, sem var að verða brúnn. Angelique snerti hann, og fann að hann var rakur. Sigurgleðin rénaði og hún leit á manninn. — Hvað um Duchesne? Hvað gerðirðu við hann? Hvar er hann? Malbrant leit undan. — Ef straumurinn er nógu sterkur, er hann kominn næstum út á haf núna. —■ Malbrant, hvað gerðirðu? Ég sagði þér að ég vildi ekki láta fremja neinn glæp. — Það er alltaf vissara að losa sig við lík, áður en það fer að rotna, sagði hann án þess að lita upp. Svo leit hann allt i einu snöggt upp og horfðist fast í augu við hana. — Hlustið á mig, Madame, sagði hann. — Það sem ég ætla að segja yður, kann að hljóma annarlega af vörum gamals ónytjungs á borð við mig. Mér þykir vænt um son yðar. Alla mina ævi hef ég ekki gert annað en heimskulega og gagnslausa hluti, bæði að því er varðar sjálfan mig og aðra. Vopn eru það eina, sem ég veit nokkuð um, vegna þess að ég hef meðhöndlað þau, en ég kann ekki að fylla pyngju mina. Ég er að verða gamall, líkami minn er að verða slitinn, og Madame de Choisy, sem þekkti hina heilögu frænku mina, guðhræddu systur mína og prestinn bróður minn, sagði við mig: — Malbrant, þú ert slæmur drengur, en hvað myndirðu segja við því að kenna tveimur aðalbornum drengjum að nota sverð og fá i staðinn gott rúm og góðan mat? Ég sagði við sjálfan mig: — Hversvegna ekki? Það myndi græða gömlu sárin, Malbrant. Og þannig gekk ég í þjón- ustu yðar. Kannske hef ég aldrei eignazt nein börn. En það skiptir svo sem ekki máli. Það var öðruvisi með Florimond. Ég efast um, að þér þekkið hann eins vel og ég, Madame, jafnvel þótt þér séuð móðir hans. Sá drengur var fæddur með sverðið i hendinni. Hann beitir því eins og heilagur Mikjáll sjálfur. Þegar gamall skylmingamaður á borð við mipr, sér slika hæfileika, slíka orku, — þessa snilligáfu — þá — þá var bað. sem ég fór að hugsa um. hvernig ég hafðí eytt lifi mínu til einskis og hve einmana ég er í heiminum, Madame. 1 þessum litla dreng sá ég soninn, sem ég hef sennilega aldrei eienazt —• sem ég mun minnsta kosti aldrei kynnast — og ég mun aldrei geta kennt að beita sverði. Það eru svona tilfinninga*', sem maður veit ekki að maður á til. sem vekja manni löngunina til að iifa, og þessi Duchesne ætlaði að fyrir- fara Fiorimond. Angelique lokaði augunum. Henni fannst, að það myndi líða yfir hana. —• Fram til þessa, hélt hann áfram. — var ekki hæet að segia um bað með fuilri vissu. en nú hef ég fengið sönnunina. Hann játaði það, vusaði hvi út, úr sér. heear við stuneum löppunum á honum inn i eld- inn: — .Tð. ég ætlaði að drena hessa lithi lús. sagði hann. — Hann hefur eyðilaet mig í augum konungsins með því að vekia þessar grunsemdir .... Hann eyðilagði allar mínar vonir. Madame de Montespan hefur hótað að láta reka mip. af því ég er ekki slóttueri. — Svo beð er satt. að hann ha.fi sett eitthvert duft i vín konungsins? — Hiákona konunesins eaf honum fvrirmæii um hað. bað er allt. Síuv'nn satt Og hann hótaði að drena Florímond. ef dreneurinn kæmi ”nn um hann. Hann setti eitrið i ðvaxtabúðinginn. sem bér átt.uð að ho-?io Madame de Montespan fór t.il La Voisin til að fá eitthvað til að drena vðnr með. Caraport. einn af hiónum konunesins. var i vit- nrði með heim. Það var hann. sem sendi Fiorimond út, i eldhús og sagði honum að fara um Díönustigann. — UnD á nítiu feta hátt stieagl.iúfur. Urónaði ég að honum. — níutiu fet niður á steinheRurnar i myrkrinu! •Tæia bá er röðin komin að þér að falla í slíkt gljúfur, skepnan þín, sem ætlaðir að dreoa barn. Malbrant. bagnaði og strauk svitann af andliti sér, hann starði á Angehoue. s°m horfði heint. fram fyrir sig. — Ég varð að gera út af við hetta mannhrak. sagði hann svo. — Hann Mh svosem ekkert fallega út Til hvers hefði verið að skilia hann eftir ufandi? Það hefði aðeins verið einum óvininnm fleira fvrir vður. og ég hold að bað sé nóg eftir samt Þegar þér stofnið til leiks eins og þess, Madame. verður hann einnig að enda. — Ég veit það. — Hinir voru mér sammála. Þetta var ekki hægt öðruvísi. Félagar mínir tinnu sitt verk vei. Sá rauðhærði kom þvi þannig fyrir. að hann fékk að bera blys La Voisin. Hann lézt vera daufur og dumbur. Allt fór samkvæmt áætlun. Hún sagðist ekki vil.ia fara ein til fundarins. Hún vildi fá daufdumban náunga. sem kynni að fara með hníf Sá rauðhærði skaut unn kollinum og hún tók hann með sér. Við biðitm úti. Fliótlega virtist eitthvað ganga úrskeiðis hiá beim. Þau gátu ekki fundið hréfið. Svo bvriaði grínið. La Voisin skálmaði út án þess að taka Við boreun. Sá rauðhærði iét fyrir siðasakir líta svo út. að hann væri að verja hana. Við snerum okkur að manninum. Það var ekki auðvelt að eiga við hann. Hann stóð fvrir sinu. en að lokum slógum við hann niður og náðum af honum vasaklútnum. Dyngjunni, litlu flöskunni þarna með töfralvfinu og loks þvi, sem ég hefi nú saet yður. — Gott, Angelique opnaði skúffu i borðinu sinu og tók upp pyngju með gulloeningum. — Þetta er handa þér, Malbrant. Þú hefur unnið þitt starf vel. Malbrant stakk Dyngjunni á sig. — Ég afþakka aldrei peninga. Ma- dame. En trúið mér. þegar ég segi vður, að ée hefði viljað gera betta fvrir ekki neitt. Diákninn litii veit bað. Við ráðguðumst um hvað við ættum að eera. Þér eruð alein, er ekki svo? Það var rétt hjá yður að gera mig að trúnaðarmanni yðar. Angelinue drúpti höfði. Sú stund var upn runninn. að hún þurfti að kaupa sér samstarfsmenn og borga fyrir þögn þeirra. og það myndi Framhald á bls. 28. VIKAN 4. tbl. 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað: 4. Tölublað (27.01.1966)
https://timarit.is/issue/298678

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. Tölublað (27.01.1966)

Aðgerðir: