Vikan


Vikan - 27.01.1966, Blaðsíða 23

Vikan - 27.01.1966, Blaðsíða 23
f------------------------------------------- ^^☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆■slrír Stjirnublik fWíWWWWWWW Elvis Presley hefur að sönnu verið nefndur „konungur dægur- tónlistarinnar“. Hann á marga aðdáendur víða um heim og ný lega bættist einn í hópinn: Bhumibol, konungur af Thai- landi. Fundum kónganna bar saman á Hawai. Það er í frásög- ur fært, að Bhumibol konungi hafi þótt svo mikið til um Elvis, að eftir að hann sneri aftur til heimahaganna hafi útvarpsstöðv- ar í Thailandi spilað hljómplötur Elvis Presley alla daga ... Tekj- ur Bob Dylans árið 1964 námu 12 milljónum ísl. króna ... Á nýj- ustu hljómplötu P.J. Proby, sem kom út 17. sept. sl. er lag eítir bítlana Jón og Pál: That means a Lot... Hljómplatan „With the Beatles“ er fyrsta hæggenga brezka hljómplatan, sem hefur selzt í meira en milljón eintök- um ... The Swinging Blue Jeans, sem komu hingað til lands sl. vetur luku fyrir skömmu 16. ut- anlandsreisu sinni á þessu ári. Met!... The Rolling Stones hafa undirritað samning um að leika í fimm nýjum kvikmyndum, en fyrir það fá þeir fimm milljón pund. Hljómplötufyrirtækið Decca mun standa straum af kostnaði við þetta fyrirtæki, en enn er ekki ljóst, um hvað mynd- irnar eiga að f jalla ... Danskir unglingar bíða með óþreyju eft- ir að sjá og heyra Donovan. Hann er væntanlegur til Kaupmanna- hafnar í lok nóvember... Mike Maxfield, aðalgítarleikari The Dakotas, er nú hættur að leika með hljómsveitinni og verður hljómsveitin tríó framvegis. The Dakotas hafa m.a. lcikið lagið „The Millionaire“... John Lenn- on hefur teiknað nokkur jóla- kort og mun allur ágóði af sölu þeirra renna í hjálparsjóð handa vannærðum börnum ... THE SEEKERS í rauninni ætluðu þau að- eins í 10 daga sumarleyfi til Englands, þau Athol Guy, Keith Potger, Bruce Woodley og Judith Durham frá Melbourne í Ástralíu. Aðeins smáferðalag til Evrópu, án þess að hafa nokkuð sérstakt í huga, en auðvitað undir niðri von- arglæta um að fá að koma fram á veitingastöðum, svona rétt til að hafa fyr- ir mat og gistihúsakostn- aði. Þremur vikum eftir kom- una til London í maí 1964 var þessi ástralski þjóð- lagasöngflokkur á hraðri uppleið í Englandi. Þeim var boðið að koma fram í sjónvarpsþættinum „Sun- day Night at the London Palladium“. Þetta kom mörgum á óvart, því að yfirleitt eru tvö metsölu- lög skilyrði fyrir því að fá að koma þar fram. Hinir 10 dagar urðu að einu ári. Englendingar tóku The Seekers með kostum og kynjum — og alltaf fjölgaði þeim, sem fengu áhuga á þjóðlagamúsik. Heima í Ástralíu höfðu The Seekers leikið inn á hljómplötur rétt til gam- ans. Þau höfðu aldrei gert sér vonir um, að músikin þeirra ætti eftir að njóta vinsælda. En það sem þeim tókst ekki heima, átti eftir að takast í Englandi. Hálfum mánuði eftir komu sína til Englands komu The Seek- ers fram á hljómleikum ásamt Dusty Springfield, en hún kynnti þau fyrir bróður sínum, Tom Springfield. Tom setti strax sam- an lag fyrir The Seekers, setti sig í samband við umboðsmann þeirra og kom um kring plötu- upptöku hjá Columbia hljóm- plötufyrirtækinu. Árangurinn varð „ITl never get another you“. Lagið sigldi þegar í stað hrað- byri upp eftir vinsældalistanum Framhald á bls. 37. ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆,☆☆☆☆☆☆☆☆☆£*☆☆☆☆☆☆■&☆☆☆£☆☆£☆☆☆☆☆£☆☆££ Þau syngja oni astina til hvors aooars Það er engu líkara en að þau séu nýskriðin fram úr bólinu, þegar þau birtast í sviðsljósinu. Fatnað- ur þeirra er hinn afkáralegasti, sem sögur fara af. Þannig er þeim lýst, nýstirnunum á stjörnuhimn- inum: Sonny og Cher. Þau eru svo sannarlega óvenjulegir skemmtikraftar á margan hátt. Þau eru gift — hvort öðru — og eru ein af örfaum hjonum, sem komizt hafa í raðir vinsaalustu söngvara. Hljómplata þeirra ,,l got you babe" komst í september sl. í efstu sæti vinsældalistanna í Englandi og Bandaríkjunum. Með þessu lagi urðu þau til þess að ýta lagi bítlanna, „Help", úr efsta sætinu. Sonny Bona og Cher Lapierre hafa verið gift í tvö ár. Fundum þeirra bar fyrst saman á veitinga- húsi í Los Angeles. Sonny kom þangað með vinkonu sinni og Cher með vini, en það leið ekki á löngu þar til Sonny og Cher tóku að líta hvort annað hýru auga. Þau fundu brátt, að þau áttu margt sam- eiginlegt. Þau urðu ástfangin hvort af öðru. Móður Cher var hins vegar í fyrstu ekki eins mikið gefið um Sonny. í fyrsta sinn, sem Cher bauð honum heim til sín, sátu þau í stofunni, þegar móðir hennar kom inn. Hún virti hann fyrir sér vel °g lengi, dró Cher síðan til hliðar og spurði: „Hvað í ósköpunum er ÞETTA"? Það var í rauninni til gamans að Sonny og Cher byrjuðu að syngja saman. Þau kölluðu sig ýmsum nöfnum: „Cesar og Cleopatra", „Napoleon og Jósefína" - en að lokum hölluðust þau að því að heita eigin nöfnum — Sonny og Cher. Hljómplötuframleiðandi, sem heyrði til þeirra af tilviljun, ráð- lagði þeim að syngja inn á hljóm- plötu til reynslu, og það gerðu þau. Lagið, sem þau sungu, var „I got you babe". Þetta lag hefur nú far- ið sigurför um allan heim. í öllum lögum sínum syngja þau um ást- ina, sem þau bera hvort til ann- ars. Heiti laganna sýna það líka Ijóst: ,,AII I really want to do" (eftir Bob Dylan), „Baby don't go" og „I got you babe". Fyrir rúmum mánuði voru þessi Framhald á bls. 50. VIKAN 4. tbl. OO

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað: 4. Tölublað (27.01.1966)
https://timarit.is/issue/298678

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. Tölublað (27.01.1966)

Aðgerðir: