Vikan


Vikan - 27.01.1966, Blaðsíða 6

Vikan - 27.01.1966, Blaðsíða 6
^ANGASTER CREAM TISSULAIR: Er næturkrem sem allar konur hafa beðið eftir. CREAM TISSULAIR: Hefur alla eiginleika sem krafizt er af fyrsta flokks næturkremi. CREAM TISSULAIR: Mýkir húðina og minnkar hrukkur og drætti. CREAM TISSULAIR: Gerir húðina matta og er ósýnilegt eftir að það er borið á hörundið. CREAM TISSULAIR: Gefur yndislega ferskan og frískandl ilm. CREAM TISSULAIR: Smltar ekki og kemur ekki I veg fyrir að þir kyssið barnið yðar góða nótt. CREAM TISSULAIR: Er naturkrem sem eiginmenn mæla með. Útsölustaðir í Reykjavík: Tibrá, Gjafa- eg snyrtivörubúðin, Mirra, Orion, Skenunuglugrfinn, Holts Apotek, Tjarnarhárgrreiðslustofan. gttt i Útsölustaðir úti á landi: Drífa, Akureyri. Verzlunin Asa, Keflavík. Verzl. Ó. Jóhannsson, Patreksfirði. Skúlagötu 26, Reykjavík. Sími 2167*. FIÐLARINN. Kaera Vika! Þegar ég las um Ingimund fiðlu, datt mér í hug að spyrja þig. Hver var Ingimundur? Ég var á síld á Siglufirði og það var eftir 1920, ég man ekki hvaða ár, þá var hann að vinna þar eins og fleiri og hann átti bæði fiðlu og harmoniku og hann spil- aði á böllunum, svo voru dans- leikir þá kallaðir en enginn spil- aði eins og Ingimundur. Ég held að hann hafi getað látið fólk hlæja og gráta á víxl, bara eftir því hvernig hann spilaði. Ein- hver sagði að Ingimundur ætti jörð austur á landi og einu sinni þegar við vorum að vinna saman spurði ég: „Er það satt l'ngi- mundur að þú eigir jörð fyrir austan“? Þá svaraði hann: ,,Ég á allt ísland og allt ísland á mig“. Svona voru svörin hans Ingimundar, enginn sem vann með okkur kynntist honum að ráði. Hann vann stundum á við tvo en stundum varla snerti hann á verki nema til málamynda og oft var hann eins og hann væri í leiðslu og hvorki sá né heyrði og þegar hann tók fiðluna eftir þessi fálætisköst spilaði hann lög- sem enginn kunni en þau lög voru dásamleg. Ingimundur fór um haustið eins og aðrir og síð- an veit ég ekkert um hann, nema einhver sagði mér að hann hefði dáið 1926 að mig minnir, en oft hef ég hugsað til Ingimundar þegar þeir eru með músikina í útvarpinu, enginn spilar eins vel og hann spilaði. Viltu Vika mín segja mér eitthvað um Ingimund. Guð blessi hann, hann veitti mörgum ánægjustund fyrir lítinn eða engan pening og margt af því fólki sem heyrði hann aldrei spila hafði hann að háði og spotti. Gamall síldarkarl af Sigló. Kæra Vika! Þökk fyrir alla skemmtun sem þú færir mér. Viltu nú gera svo vel að segja mér hver var Ingimundur fiðla? Amma sagði alltaf þegar við vor- um að tala um góða tónlist: „Þið hefðuð átt að heyra hann Ingi- mund fiðlu spila, hann gat feng- ið mann til þess að gleyma öllu nema því sem hann spilaði. Aldr- ei hefi ég heyrt slíka tónlist“. Þetta sagði amma. Hún heyrði Ingimund spila þegar hún var í síld á Sigló þegar hún vav ung. Amma vissi ekkert um Ingimund. Nú er hún dáin og hann víst líka. Hún amma heyrir hann kannske spila í Himnaríki. Hvernig er skriftin? Rúna, 15 ára. Ingimundur fiðla var bróðir meistarans Jóhannesar Kjarvals. Hann er löngu Iiðinn, en meðan hann var og hét, ferðaðist hann um landið og skemmti örugglega fleirum en henni ömmu þinni með fiðluleik sínum. Svo hélt hann líka skemmtanir, meðal annars í Reykjavík og hermdi þá eftir söng fugla og ýmsum náttúruhljóðum á fiðluna. Við skulum vona að amma þín njóti tónlistar hans, þar sem þau eru núna. Skriftin er sæmileg. S-MÆLI ENN. Póstur minn góður, veiztu ekki hvað S-mæli er eiginlega? Fyrst þú veizt það ekki þá er bezt að ég segi þér það, en það er þegar maður segir S, þá kem- ur út th eða þ hljóð svo að þetta kemur svolítið afkáralega út, en ég þakka þér nú samt fyrir að hafa svarað bréfinu og vonast nú eftir betra svari. SX. Síðast, þegar ég vissi, hét þetta að vera blestur á s-inu. En hvað um það, snúðu þér til skólastjóra Heyrnleysingjaskólans, Brands Jónssonar, liann kvað vera lag- inn að hjálpa fólki með mál- galla. ANGELIQUE. Góði Póstur! Nú þarf ég að skamma þig. Ég skrifaði þér í haust og bað þig að segja mér hvort nýja Angel- iquemyndin sé betri eða verri en sú gamla, og þú sagðir að sú nýja væri betri. Nú er ég búin að fara og ég verð að segja það, að þó gamla myndin væri ekki nógu góð þá var þó þessi hálfu verri. Þama var varla heil brú í nokkru eftir sögunni heldur öllu brenglað til. Til að byrja með vantaði svo margt úr bókinni en í staðinn var allt fullt af atburð- um sem ekki eru í sögunni sjálfri. g VIKAN 4. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.