Vikan


Vikan - 27.01.1966, Blaðsíða 49

Vikan - 27.01.1966, Blaðsíða 49
O Frú Prior var búin aö aka bíl í fimm ár og hún sá strax að hún gat ekki komizt hjá því að aka á manninn og þegar liægra frambrettið snerti hann urðu þær báðar hiáttlausar af hræðslu. Frú Prior hélt dauðahaldi um stýrið og beið eftir högginu, þegar bíllinn hitti hann, en það kom ekkert högg . . . Gat það verið þessi maður, f’rancis Bowen sem var „Vofan á veginum“? Frú Margaret Prior. næmdist rétt hjá honum, en gamli maðurinn stóð bara kyrr og starði á bílinn. Þegar lögregluþjónninn fór út úr bílnum, gekk mað- urinn út af veginum í áttina að þyrpingu trjáa, sem var rétt utan við veginn. En lögreglnforinginn Percy Bell þykist hafa leyst þessa gátu. — Þetta var Francis Bowen, sagði hann. — Hann var svolítið skrítinn og allir í þorpinu könnuðust við hann. Eg mundi þekkja hann hvenær sem ég sæi hann, en ég á dálítið erfitt með að hugsa mér að hann sé á reiki. Bowen var drepinn nákvæmlega á þessum stað, nokkr- um mínútum v’fir tíu, kvöld eitt í janúar árið 1962. Það snjóaði það kvöld, en hann var svo mikið fyrir að fá sér kvöldgöngu, að hann lét það ekki undir höfuð leggj- ast þetta kvöld. Lögregluforinginn sagði líka að Bowen liefði alltaf virt umferðarreglurnar og ávallt gengið á móti umferð- inni. Hvað skeði þetta kvöld, er ekki hægt að vita með vissu, en lögreglan hefið safnað öllum gögnum og lield- ur sig hafa nokkuð gott yfirlit yfir atburði þetta kvöld. Það hafði snjóað mikið þennan dag og liáir snjóskafl- ar höfðu safnazt báðum megin vegarins. Bowen varð því að ganga lengra út á götunni en hann var vanur. Bíll, sem raunar aldrei hafðist upp á, hefir komið á ofsa hraða eftir veginum og keyrt beint á gamla manninn, sem þeyttist út í snjóskafi. Þegar hann ko'm ekki heim var farið að leita að hon- um, en hann fannst ekki fyrr en tveim vikum síðar, og þá fyrir hreina tilviljun á kafi í snjónum, sem ekki hafði bráðnað. Það var greinilegt að ökuníðingur hafði orðið honum að bana og flýtt sér í burtu, og ekki hafðist upp á hon- um, þrátt fyrir mikla leit. Svo leið heilt ár, þá fékk lögreglan tilkynningu um að maður hefði nauðuglega bjargast, þegar hann vék til vinstri, til að komast hjá að rekast á gamlan mann, sem stóð á miðjum veginum. Seinna komu fimm slíkar tilkynningar, allar samhljóðandi. Þær sögðu allar sömu Framhald á næstu síðu. Lögregluforinginn Pcrcy Bell fékk málið til rannsóknar, en þegar hann fór sjálfur á staðinn var l>að hann sem fékk „sjokk“. VIKAN 4. tbl. IQ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.