Vikan - 27.01.1966, Síða 33
klútnum sínum. — Það er asnalegt
að vera að skæla, tautaði hún.
— Hérna, taktu minn klút. Hann
lagði handlegginn um axlir hennar
og þrýsti henni varlega að sér. —
Þú þarft ekki að gróta Antonia. Þú
ættir að vera hamingiusöm. Ég
elska þig, vissurðu það ekki?
— Jú.
— Og þú elskar mig, er það
ekki? '
— Jú, snökkti Antonia. — En
þetta er allt ómögulegt. Við höf-
um aðeins þekkzt í þrjá daga, og
það í París. Þú veizt hvað sagt er
um París. Þú veizt að allt er svo
töfrandi í París.
— Töfrar eða ekki töfrar, ég
elska þig samt. Ég hefði orðið ást-
fanginn í þér þótt ég hefði hitt þig
úti á miðjum Norðursjónum. Þú sérð
það sjálf að það er engin ástæða
fyrir þig að gráta. Ég fer á bóka-
uppboðin og svo kem ég til London
og sæki þig. Vertu nú kát.
— Lofarðu því? spurði Antonia.
— Ég lofa þv(.
Antonia hafði alltaf treyst draum-
um sínum, en kunningjar hennar
gert gys að henni og Lisa systir
hennar hélt því fram að þeir væru
beinlínis hættulegir. En Antonia
hafði aldrei hlustað á hana og nú
vissi hún að Lisa hafði alls ekki á
réttu að standa.
— Ég elska þig Tom, sagði hún
og henni fannst að Ijós Parísarborg-
ar lýstu fyrir hana eina . . .
Hún vaknaði fyrir allar aldir
næsta morgun, og vegna þess að
veðrið var svo gott gat hún alls
ekki verið innan dyra. Þessvegna
klæddi hún sig og ætlaði að fá
sér hressandi göngu fyrir morgun-
verð. Hún gekk í gegnum Luxen-
bourg-garðinn og staldraði aðeins
við hjá bekknum, þar sem hún hitti
Tom fyrst. Eftir tvo tíma hugsaði
hún, sé ég hann aftur? Hún hljóp
við fót heim að hótelinu.
Hóteleigandinn beið eftir henni,
flögrandi vandræðalega um andyr-
ið, eins og eggjasjúk hæna. —
Skilaboð til yðar, fröken, kallaði
hann um leið og hún kom inn úr
dyrunum. — Skilaboð, mjög árlð-
andi skilaboð, og hér var enginn
sem vissi hvert þér höfðuð farið.
Það var Ameríkani.
— Hann varð að fara, fröken.
Hann gat ekki beðið eftir yður.
Hann þurfti að fara suður á bóg-
inn í morgun. Til að sækja ein-
hverjar bækur. Og herra Guidot
hristi sig yfir asnaskap þessara Am-
eríkana. — Hugsið þér yður, fröken,
til að sækja bækur . . .
— Já, já, ég skil það, en hvað
sagði hann?
— Hann sagðist ætla að koma
eftir yður. Það var allt og sumt.
— En hvenær?
— Það veit ég ekki. Hann sagð-
ist bara ætla að koma.
En hann kom ekki. Hún beið all-
an daginn, en það komu engin
frekari skilaboð. Hún hringdi á hót-
el hans, en þar var henni sagt að
herra Bannister hefði farið snemma
um morguninn og ekkert sagt
hvenær hann kæmi aftur eða skilið
eftir neitt heimilisfang. Hún beið
allan næsta morgun, en heyrði ekk-
ert frá honum. Svo fór hún að hugsa
hvort hún ætti að bíða í nokkra
daga, en hvarf strax frá því. Heil-
brigð skynsemi sagði henni að það
gæti hún ekki gert. Það voru bara
kvenhetjur í skáldsögum sem gerðu
slíkt og þvílíkt, en kvenhetjur í
skáldsögum höfðu líka alltaf ótak-
markaðan tíma og peninga. Það
var eitthvað öðru máli að gegna
með hana, Antoniu Harvey. Hún
þurfti að vinna fyrir sér og borga
húsaleigu á réttum tíma.
Hún fór að hugsa um það, í
fyrsta sinn á ævinni að það væri
kannske ekki einhlýtt að treysta
draumum . . .
Veturinn hafði setzt snemma að
í London. Bitur kuldinn beit hana
í fæturna og himinninn var þung-
búinn og kuldalegur. Lisa beið eft-
ir henni við stöðvarpallinn og faðm-
aði hana að sér, ilmandi eftir heim-
sókn á snyrtistofu. — Toni, elskan,
hvernig hefurðu haft það? Þú sagð-
ir ekki neitt um það á póstkortun-
um.
Hvað átti hún að segja? Ég hitti
Ameríkana, varð ástfangin í hon-
um og svo yfirgaf hann mig?
— Ertu frísk, elskan, þú lítur hálf-
ræfilslega út. En það er allt í lagi,
þú lagast þegar þú ert búin að
hvíla þig eftir ferðina. Þú hefðir
heldur átt að fljúga. Komdu nú,
bíllinn bíður. Ég skal láta ná í dót-
ið þitt.
Lisa blaðraði úr einu í annað á
leiðinni heim í íbúð hennar. — En
segðu mér eitt, sagði hún, — hvað
gerðirðu í París, Toni?
— Ég fór á Louvre-safnið og skoð-
aði Notre-Dame.
— Er það allt og sumt? Elskan
mín, ég var búin að segja þér það
fyrirfram að þú hefðir enga ánægju
af því að fara þetta. Þér hlýtur að
hafa leiðzt alveg hræðilega allan
þennan tíma.
— Nei, mér leiddist ekki, '§g
skemmti mér alveg prýðilega.
— Segðu frá, segðu mér hvað [oú
skemmtir þér við.
Hana langaði ekkert til að segja
Lisu frá neinu, en hún hafði engan
annan að trúa fyrir leyndarmáli
sínu. Þær töluðu saman allt kvötd-
ið'og drukku ósköpin öll af kaffi.
Dómur Lisu var ósköp einfaldur: —
Ég hefi alltaf sagt að þú værir
svefngengill, Toni. Hvernig held-
urðu að þú komist áfram ( lífirtu,
ef þú ert alltaf svlfandi í skýjum?
Þú neyðist til að koma niður á jörð-
ina. Elsku vina mln, þú hefur enga
hugmynd um raunveruleikann.
— Þetta var raunveruleiki, sagði
Antonia þrjózkulega.
— Hvernig má það vera? Hann
fór, gerði hann það ekki? Toni
þetta kemur oft fyrir, en þú veizt
það ekki, þú hefur aldrei upplifað
neitt sllkt áður. Þú hefur alltaf lif-
að í draumi. Skínandi riddarar á
hvítum fákum eru löngu úr móð.
Nútíma kona notar
Yardley fegrunarvörur
Yardley fegrunarvörur eru fram-
leiddar fyrir yður samkvæmt
nýjustu tækni og vísindum, eftir
margra ára rannsóknir og tjl-
raunir í rannsóknarstofum Yardl-
ey I London og New York.
Yardley veit að þess er vænst
af yður, sem nútíma konu, að
þér lítið sem bezt út, án tillits
til hvar þér eruð eða hvernig
yður llður.
Þess vegna býður Yardley yður
aðeins hin réttu andlitsvötn og
krem, hvernig svo sem húð yðar
er og Yardley tízkul itirnir I
varalitum, augnskuggum og
make up, sem fara yður bezt.
BIÐJID UM YARDLEY í NÝJUSTU
PAKKNINGUNUM.
Jnnflytjandi GLÓBUS h.f.
VIKAN 4. tbl. tjg