Vikan


Vikan - 27.01.1966, Síða 48

Vikan - 27.01.1966, Síða 48
uoran n UEcinum Eyðilegur og illa upplýstur vegurinn, sem lá að enska smá- þorpinu West Hendred, var votur, háll og’ hættulegur kvöld eitt í janúar síðastliðnum, þegar frú Margaret Prior kom ak- andi í litla bílnum sínum á 60 kílómetra hraða. Við hiið hennar sat systir hennar, frú Marcia Collinghill. Hún var 29 ára gömul, tveim árum eldri en systirin. Einasta ósk Marciu var að komast sem fyrst heim til sín, í Wantage, en þær áttu ennþá eftir þrjár mílur ófarnar á þessum dimma og einmanalega vegi. Þær voru rétt búnar að taka litla beygju á veginum, þegar frú Prior öskraði: — Ó, guð minn góður! Fótur hennar steig ósjálfrátt af aleíli á bremsurnar og hún beygði snöggt til vinstri. A miðjum veginum fyrir framan bílinn stóð gamall maður. Þær sáu hann greinilega í Ijósunum frá bílnum. Hann var í dökkum frakka með belti og á höfðinu hafði hann derhúfu. Hann líktist heizt myndastyttu, þar sem hann stóð og starði á bílinn. Frú Prior var búin að aka bíl í fimm ár og hún sá strax að hún gat ekki komizt hjá því að aka á manninn, og þegar hægra frambrettið snerti liann voru þær báðar máttlausar af hræðslu. Frú Prior hélt dauðahaldi um stýrið og beið eft- ir högginu þegar bíllinn hitti hann. Það tók konurnar sekúndur að átta sig á því að það kom ekkert högg. Litli bíllinn rann smáspöl en stanzaði svo með vinstra framhjólið upp að hæð sem var við vegbrúnina. Konurnar fóru út úr bílnum, máttlausar af hræðslu. Frú Prior tók vasaljós upp úr hanzkahólfinu og lýsti með því eftir veginum, þar sem maðurinn hlaut að liggja. Hún bjóst við að finna hann, annaðhvort dauðan eða mikið særðan, þótt hvorug systranna hefði fundið fyrir árekstrinum. Þær leituðu árangurslaust, og eftir tíu mínútur komu þær sér saman um að maðurinn liefði á einhvern ótrúlegan hátt komizt hjá árekstri og hefði hlaupið burt. Þær voru báðar í miklu uppnámi og frú Prior sagði að þær væru neyddar til að aka til West Hendred og skýx-a lögregl- unni frá þessu. Það gæti vel verið að maðurinn hefði íækizt á stuðarann, án þess að við yrðum varar við það, þess vegna er miklu öruggara að tilkynna þetta, annars getur það haft alvar- legar afleiðingar í för með sér. Systirin kinkaði kolli. Henni var hrollkalt því að veðrið var andstyggilega hráslagalegt og það eina sem liún hafði hug á, var að komast heim og fá sér eitthvað heitt að drekka. Lögregluþjónninn sern var á verði þetta kvöld, hlustaði með athygli á það sem konurnar höfðu að segja, og bað þær um nauðsynlegar upplýsingar, eins og nafn, heimilisfang og annað þess háttar. En hann sagði þeim ekki, og það liðu margir dagar þangað til systurnar fengu að vita það að þetta var í fimmta sinn sem lögreglan í West Hendred hafði fært samskonar skýrslu inn í bækur sínar, skýrslur um þennan sanxa gamla mann, sem hafði orðið fyrir árekstri á nákværn- lega sama stað og nákvæmlega sama tíma að kvöldinu, milli kl. 22 og 22,30. Lögregluþjónninn sagði ekki heldur þessum ofsaliræddu konum frá því að þetta mál gamla mannsins hefði verið til athugunar síðan í janúar 1964, þegar fyrsta tilkynningin barst. Kvöld. nokkurt í janúar 1964 kom maður akandi rólega í bíl sínum þennan sama einmanalega og dimma veg. Skyggn- ið var gott, þrátt fyrir að það var bæði kalt og hráslagalegt þetta kvökl. Þegar hann kom að beygjunni, sá hann gamla manninn standa á miðri götunni. — Eg vissi að ég gat elcki komizt hjá því að rekast á hann, sagði hinn 28 ára gamli Raymond Donald lögreglunni. — Et' ég hefði snarbremsað og beygt snöggt til vinstri, hefði ég án el’a drepið sjálfan mig. Þessvegna hemlaði ég hægt, því að maðurinn hlaut að sjá bílinn og sterk framljósin, en stóð grafkyrr og starði á bílinn, án þess að hreyfa sig. En á því augnabliki sem Donald bjóst við árekstrinum, var mað- urinn horfinn. Aðrar svipaðar skýi-slur höfðu lögreglunni boiúzt og þeir höfðu keyrt um þennan spotta af veginum þrjú kvöld í röð, án þess að sjá nokkurn mann. Svo var það, síðast í nóvenxber í íyrrra, nokkrum mínútum eftir klukkan tíu, að lögreglu- bíll ók eftir veginum og nálgaðist West Hendred, með 50 kílómetra hraða. Þegar þeir komu að beygjunni sá lögregluþjónninn, sem var við stýrið gamla manninn. Hann snarbremsaði og stað- Fimm sinnum hafa bílstjórar oröið að aka út af veginum til þess aö rekast ekki á manninn sem stóð á miðri götunni. Tvennt hefir bókstaflega keyrt manninn um koll á eyði- vegi í Englandi. Ég vissi aá ég 'gat ekki kbmizt hjá l>v’í að áká á inatiniuii, sagði hinn 28 ára gamli Donalð 0 við lögregluna, þegar hann, fyrstur manna skýrði Xrá .þessari dularfullu veru á vcginum, scm hvarf algerlega eftir áreksturinn. ID VIKAN 4. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.