Vikan - 27.01.1966, Blaðsíða 37
hefur komizt að niðurstöðu. Sum-
ir segja, að músikin hans sé jazz,
aðrir segja rock and roll. Sjálf-
ur kallar hann músik sína
„Rhythm and Blues“.
Englar Helvítis
Framhald af bls. 21.
meðan hann talaði og potaði hon-
um aftur og aftur í áttina til mín.
Eg hafði það m|ög greinilega á til-
f inningunni að hann hefði haft
ánægiu af að nota hann til að
berja einhvern. Buzzard var Berdoo-
engill, flóttamaður undar „hreins-
unum" þar suður frá. Hann var
reiðari en hinir út í blaðamenn og
lögreglu. Eins fljótt og ég gat sagði
ég bless við Sonny og flýtti mér út
úr húsinu.
Nokkrum dögum seinna hafði
stór negri af vangá álpazt inn á
El Adobe, sem þá var sá bar sem
„Englarnir" í East Oakland höfðu
aðsetur stt á. Hann lenti í orða-
skaki við einn af þessum skríl og
það skifti engum togum, hann var
dreginn út og hreinlega sparkaður
í klessu. Eftir að búið var að taka
hann upp í sjúkrabíl hófust réttar-
höld yfir „Englunum" og allir sem
einn báru það að negrinn hefði
dregið upp hníf og ætlað að ráðast
á foringja þeirra. Hvað gátu þeir
gert annað en að reyna að hjálpa
honum? Það var ekki hægt að á-
kæra þá um neitt sérstakt. Tilfelli
eins og þessi virðast þeir taka sem
skemmtilegt glens.
„Englarnir" halda því fram,
kannske með einhverjum rétti, að
þeir byrji aldrei á slagsmálum, en
hefni sín aðeins ef þeir eru áreytt-
ir. Hefndaraðgerðir þeirra eru oft-
ast æði stórbrotnar og engu líkar.
Það liggur alltaf einhver hættutil-
finning í loftinu þar sem þeir fara,
jafnvel þegar þeir eru með frið-
samasta móti. Það er auðvelt að
tala við þá ef þeir eru einir eða
tveir — þrír í hóp. Þeir geta þá
verið skemmtilegir drykkjufélagar
og nokkrir jafnvel sæmilega greind-
ir. En í hópum, sérstaklega í partý-
um þeirra, er hægt að búast við
öllu af þeim og þá eru þeir bein-
línis hættulegir.
En framar öllu öðru eru þeir ein-
mana verur í þjóðfélaginu, beir
eiga enga venjulega vini eða kunn-
ingja, aðeins þennan útlagalýð
sem þeir eru ( samneyti við. Sem
sjálfskráðir uppreisnarseggir eru
þeir velséðir gestir meðal bítnikka
og þar sem slíkur lýður hópast sam-
an. En „Englarnir" fyrirlíta róttæka
náunga. „Þeir eru bara kippa af
komma-bastörðum", sagði einn
þeirra. Fyrir nokkru réðust sex
„Englar" á stúdentakröfugöngu út
af Vietnam. Einn höfuðkúpubrotn-
aði og var settur inn.
„Englarnir" eru undrandi og
gramir yfir því að þeir séu hrapa-
lega misskildir, en það er vegna
þess að þeir hafa ekki skýra hug-
mynd um stöðu sína í þjóðfélaginu.
legu hámarki, er það algengt að
„Englarnir" eru lögleysingjar og
lögleysingjar skoða varla heiminn
í sama Ijósi og annað fólk, sem
þeir fyrirlíta, frekjudólgar, sem
þrátt fyrir öll lagaboð koma því í
kring að skapa sjálfum sér félags-
stöðu sem þeir þrýsta áfram eftir
eigin geðþótta og eingöngu í eig-
inhagsmunaskyni. Þessir lögleys-
ingjar vita yfirleitt ekki, eða að
minnsta kosti hirða þeir ekki um
þá staðreynd að lagaboð eru öll
á móti þeim, og „Englarnir" eru
engin undantekning. Þeir eru upp-
reisnarseggir á borð við brúnstakk-
ana í Þýzkalandi árið 1920; krón-
iskir skemmdarvargar, sem hafa
mesta ánægju af því að stofna til
uppþota á ölstofum og öðrum sam-
komustöðum slíkum, slást og lim-
lesta. Þegar partý þeirra ná æðis-
einhverjum sé útrýmt á einn eða
annan hátt, þá er enginn þeirra
sem skilur hvernig á því stendur.
Sonny Barger sagði nýlega: —
Hvað sem gert verður á móti okk-
ur, erum við menn til að taka því,
vegna þess að við viljum vera eins
og við erum og enginn mannlegur
máttur getur breytt okkur. . .
★
The Seekers
Framhald af bls. 23.
og að mánuði liðnum var það
komið í efsta sæti.
The Seekers eru öll fædd í
Melbourne, og þrátt fyrir að þeir
Athol, Keith og Bruce hafi geng-
ið í sama skóla á yngri árum,
kynntust þeir ekki fyrr en 1962.
Þá stofnuðu þeir, ásamt fjórða
manni, söngflokkinn The Seek-
ers. Þetta nafn er annars haft
yfir innflytjendur, sem flakka
um Ástralíu í leit að vinnu og
velgengni.
Judith Durham söng jazz með
ýmsum hljómsveitum í Mel-
bourne og hlaut jafnframt til-
sögn í klassiskum söng. Hún
stefndi að því að verða óperu-
söngkona, en var almennt viður-
kennd sem ágæt blues söngkona
með fremur grófgerða rödd. Af
tilviljun hóf hún að starfa hjá
sama fyrirtæki og Athol, og þeg-
VIKAN 4. tW. gy