Vikan


Vikan - 31.03.1966, Side 14

Vikan - 31.03.1966, Side 14
Eitt get ég sagt um hann. Hann fór ekki í felur, hann dró heldur ekki fjöður yfir neitt, til að afsaka sjólfan sig. Hann beið ekki einu sinni eftir þvt að þjónn- inn kæmi með drykkinn handa okkur. Um leið og hann var búinn að tala við þjóninn sagði hann umbúðalaust: — Ég bað Ellen um skilnað f gærkvöldi. Ég hafði heyrt einhverjar ó- Ijósar kjaftasögur um Walt og einhverja unga stúlku, svo að ég kom ekki af fjöllum, en þó hafði ég ekki lagt eyrun að þessu kjaftæði. Walt Crane og einhver önnur kona? Það var hlægilegt. Ég hefði getað trúað að hann hefði tekið glas með einhverri stúlku, en ekki neitt sem hét al- varlegt stefnumót. Jafnvel smó- vegis daður, því að stúlkan var glæsileg og hún og Walt höfðd rekizt hvort á annað á auglýs- ingaskrifstofunni, þar sem hann vann. En það gat ekki verið neitt alvarlegra en það, því að slfkir hlutir gátu hreint og beint ekki komið fyrir Walt og mig. Við vorum ekki unglingar leng- ur og áttum stálpuð börn. Við vorum komnir á það stig að fá okkur blund eftir kvöldverðinn og báðir vorum við svolftið farn- ir að fitna. Stundum greip okk- ur heimþrá og þá áttum við til að verða viðkvæmir og segja eitthvað á þessa leið: — Ég man þegar ég var drengur. Börnin horfðu þá á okkur með hálf- gerðri meðaumkun og óþolin- mæði. En að við færum að skilja við konurnar okkar, það var al- gerlega óhugsandi, þangað til núna ... — Hvað hefur skeð, Walt? sagði ég og reyndi að vera al-j varlegur. — Sfðast þegar við töluðum saman voruð þið Ellen að hugsa um að kaupa nýjan bfl og Sandra var með mislinga, Tommy hafði fengið slæmar einkunnir, og Debbie sveif f skýjum, vega þess að henni hafði verið boðið út f fyrsta sinn. Og nú, allt í einu ertu farinn að tala um skilnað? Hann gretti sig, eins og til að losna við einhverja kvöl og var sýnilega þakklátur, þegar þjónn- inn kom með drykkjarföngin. Ég horfði á hann meðan hann drakk úr glasinu og ég hugsa að það hafi gert honum gott að ég talaði um hversdagslega hluti f sambandi við heimilishagi hans, um börnin og Ellen, sem var svo lagleg og elskuleg, en átti það til að vera svolftið bráð í skapi og fjúka upp út af smá- munum, og venjulega enduðu þessi reiðiköst hennar f óþol- andi höfuðverk. Hann lét glasið frá sér og rétti hendurnar upp, eins og í einskonar uppgjöf. — Ék veit að þér finnst ég vera villimaður. Það er allt í lagi, ég skal viður- kenna það. En þetta er bara ekki svo einfalt. Oh, fjandinn hafi það, hvern- ig átti ég að setja sjálfan mig sem dómara yfir honum? Og þó, mér varð hugsað til Ellen. „Vesalings Ellen", myndi fólkið segja. Ég fór að leita í hugan- um eftir einhverju vopni, til að berjast á móti þessari vitleysu, sem mér fannst hann vera að flana út f. — Hvernig tók Ellen þessu? spurði ég, þótt ég vissi að hann vildi helzt ekki tala um hana. En ég vissi að ég hafði fundið vopn. Hann hleypti brúnum, hristi höfuðið og forðaðist að líta f augu mín. — llla, mjög illa. Hana grunaði ekki neitt, hún hafði ekki minnstu hugmynd um neitt. Henni fannst ég hafa hagað mér kynlega undanfarnar vikur, en hún hélt að það væri vegna þess að ég væri með einhverjar áhyggjur af starfinu, eða að ég væri þreyttur eftir vinnuna við nýju samningana. Hann var óða- mála og honum leið greinilega rr.jög illa. — Núna held ég að hún sé hálf dofin. Hún grét svo mikið að það gekk að hjarta, en ég gat ekkert gert, ég varð að segja henni þetta. Ég varð að binda endi á þetta ástand ... — Er þetta fyrirsætan? spurði ég. — Hefurðu heyrt um hana? — Já, kjaftasögur, ósköp ó- Ijósar. Ég hélt að þetta væri marklaust fleipur. — Þér fannst að þetta gæti ekki verið? spurði hann stuttara- lega. — Ekki góði gamli Walter Crane. Blessaður vinurinn. For- maður keiluklúbbsins f fyrirtæk- inu. Fyrrverandi gjaldkeri for- eldraklúbbsins. En ég skal segja þér eitt, Jerry, þetta kemur fyr- ir menn eins og mig, já fyrir menn eins og mig og þig. Við sækjumst kannske ekki eftir þvf, en þetta kemur fyrir. Það getur jafnvel verið að við séum að leita eftir slfkum ævintýrum, að allir geri það einhverntíma, þótt við viljum ekki viðurkenna það. Þessi ásökun hans var ekki nógu ákveðin til þess að hafa nokkur áhrif á mig. Ég var ör- uggur þar sem ég sat andspæn- is honum og hugsaði um upp- bæturnar sem ég átti að fá frá fyrirtækinu um næstu mánaða- mót. Svo var ég líka að hugsa um hvort ég hefði ekki sett sölu- met þennan mánuð. Þá mundi ég allt f einu eftir því qð Kathy litla dóttir mín átti afmæli, hún var á táninga-aldrinum og var ýmist í skýjunum af gleði eða hún grét í- sárustu örvæntingu. Og Harriet hafði beðið mig að kaupa tvö gallón af rjómaís. Að hugsa sér hvað þessir ungling- ar gátu étið af rjómafsl — Ó, Jerry, sagði hann, hvísl- andi röddu rétt eins og við vær- um f kirkju. — Hún er stórkost- legl Dásmalegl Hún heitir Jenni- fer West og hún er svo falleg að það verkar á mig eins og sársauki. Hann hristi höfuðið og horfði dreymandi út f loftið, eins og skáld sem er að reyna að finna rétta og nógu hrffandi lýs- ingu á þessari himnesku veru. — Hvernig skeði þetta? spurði ég þreytulega.Mig langaði raun- ar ekkert til að heyra þetta f smáatriðum, — hvernig þau höfðu hitzt, — hver hafði kynnt þau, hvernig þau höfðu horft f augu hvors annars, — fyrstu at- lotin . .. Hann hefði ekki þurft að skýra þetta alls svo nákvæm- lega, því að allir hafa lesið eða heyrt um slíka hluti milljón sinn- um, og þetta er ekkert nýtt eða æsandi, nema fyrir þá sem upp- lifa það. En ég var ákveðinn í þvf að láta Walt gefa mér ná- kvæma lýsingu á þessu fyrir- brigði, vegna þess að ég var svo gagnkunnugur honum f allt öðru hlutverki. Ég mundi hve nákvæmur hann var þegar hann var að ná flís úr fingrinum á Tommy litla, þegar við vorum öll í sumarfrfi f Maine. Ég mundi eftir honum, þegar við sátum fjögur á veröndinni við kofann sem við leigðum. Börnin öll sof- andi inni og við fjögur svo inni- lega ánægð yfir tilverunni,

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.