Vikan


Vikan - 31.03.1966, Síða 21

Vikan - 31.03.1966, Síða 21
VIDUTAN The Hollies hafa sent frá sér margar ágætar hljómplötur, en ekkert lag hefur þó orðið jafn vinsælt og „I‘m Alive“, sem komst í efsta sæti vinsældalistans sl. sumar. Þegar þeir höfðu ákveðið að syngja þetta lag inn á plötu, fóru þeir í upptökusalinn, út- settu lagið, æfðu það og að lokum var það hljóðritað. Eftir að hafa unnið að þessu allan daginn voru þeir harla hressir og hugðu gott til að komast heim til Manchester, því að þeir áttu frí allan næsta dag. Þeir ætluðu svo sannarlega að nota tímann til hvíld- ar. Þeir fóru í jakkana og bundu slipsin af mikilli kostgæfni. Dútluðu lengi við að pakka saman trommum og gítörum og mögn- urum og röðuðu svo öllu vandlega upp úti í horni. Þeir voru rétt komnir inn í bílinn, þegar upptökustjórinn kom á harða- hlaupum og kallaði til þeirra: „Strákar! Þið eruð þó ekki að fara? Við gleymdum laginu, sem er hinum meginn í plötunni"! lyollgarnir losna við Brian Jönes? Ef trúa má gróusögum, sem að undanförnu hafa gengið fjöllunum hærra um Rollinganna, líður vart á löngu þar til stórtíðinda er að vænta úr þeirri átt. Sagt er, að Brian Jones, sem er tvímælalaust einn vinsælasti hljómsveitarmeðlimurinn, hafi í hyggju að segja sig úr hljómsveitinni. Sannleikurinn er sá, að mikill órói er ríkjandi í þessari hljómsveit og segja þeir, sem gerzt vita, að hún greinist i þrjár kvíslar. 1) Keith Richard og Mick Jagger, 2) Bill Wyman og Charlie Watts og 3) aumingja Brian Jones, sem er sér á báti. Látið hefur verið að því liggja, að hann kæri sig ekkert um félagsskap hinna Rollinganna og sumir segja jafnvel, að „kalt stríð" sé rikjandi milli hans og hinna. Þegar Rollingarnir fóru i hljómleikaferð um Bandaríkin fyrir tveimur árum, var Brian sjúkur mestan þann tíma og komust Rollingarnir vel af án hans. Á ferðalagi því um Bandaríkin, sem er nýlega afstaðið, vgr Brian að vísu með á hljómleikum og í sjónvarpsþáttum, en að mjög takmörkuðu leiti á fundum með blaðamönnum. Hins vegar sást hann oft og víða með einkavini sínum, Bob Dylan. Sú saga komst því fljótt á kreik ,að hann ætlaði sér að segja skilið við Rolling- ana en mynda í þess stað söngdúó með Bobba. Hvort sú verður endanlega raunin, er enn ekki vitað. Víst er talið, að Rollingarnir verði guðsfegnir að losna við hann, en hitt er ekki eins víst, að aðdáendurnir, þeir, sem kaupa allar plöturnar, verði eins hrifnir af þessu tiltæki. Rollingarnir hafa margsinnis bent á, að þeir geti spjarað sig án Brians og benda í því sambandi á Ameríkuferðina forðum daga. Framhald á bls. 48. Stafrófið um hann Steina Aer fyrir Akranes. Þar fædd- ist Sigursteinn Haraldur Há- konarson 1. ágúst 1947, og þar hefur piltur alið sinn aldur allan. Ber fyrir bítla. „Við álítum okkur ekki bítlahljómsveit. Við spilum fyrir fólk á öllum aldri og verðum því að geta flutt lög við allra hæfi"! Cer fyrir Chris Andrews, brezkan lagasmið. „Hann samdi lagið „Yesterday Man", eitt- hvert erfiðasta lag, sem ég hef nokkru sinni sungið". Der auðvitað fyrir Dúmbó. Ekki fílinn Dúmbó, sem svíf- ur um á eyrunum í ævintýrinu, held- ur Dúmbó sextett! „Þetta er orðin gömul og gróin hljómsveit, svo gömul, að nú eru stofnendurnir all- ir fyrir löngu hættir". Eer fyrir „ekkert ákveðið", sem er svar við þeirri spurn- ingu, hvort ekki sé að vænta hljóm- plötu frá þeim félögum innan tíðar. þá flugu í kollinn að hóa í mig. Þeir höfðu víst heyrt í mér hljóð- in í söngleik, sem ég tók þátt í meðan ég var í gagnfræðaskólan- um. Ég var á fótboltaæfingu, þeg- ar þeir komu til mín og spurðu, hvort ég gæti ekki sungið. Ég varð meira en lítið undrandi, eins og vonlegt var, en svo fór ég með þeim á æfingu, og áður en fiskur hafði dregið andann var ég byrj- aður að syngja með hljómsveit- inni". H er líka fyrir harmoniku. „Með- an ég var í gagnfræðaskólanum spilaði ég í skólahljómsveitinni — á harmoniku. Það þætti víst gamal- dags núna". H er líka fyrir Hótel Sögu, en þar léku piltarnir sl. sumar meðan Svavar Gests fór á flakk um landið með sína menn. „Við höfum komið fram á ýmsum stöðum víðsvegar um landið en hvergi höfum við kunnað betur við okkur en á Sögu". Ier fyrir Iðnskólann á Akranesi. „Þar hef ég verið í læri undan- farin tvö ár". Fer fyrir „falleg lög og ró- leg", en þannig skilgreinir Steini þau lög, sem honum fellur bezt að syngja. F er líka fyrir ferða- lög. „Við erum sífellt á ferðinni. Stundum er það mjög þreytandi, einkum þegar um langar leiðir er að ræða". Ger fyrir Guðbjörgu. „Það er bara hún systir mín, 15 ára". G er líka fyrir eitt af eftir- lætislögum Steina, sem nefnist Glataður (öðru nafni Angelika). Höfundur lagsins er Theódór Ein- arsson frá Akranesi. Væri vissu- lega gaman að heyra þetta lag á hljómplötu. Her fyrir Hótel Akranes. „Þar kom ég fyrst fram með Dúmbó sextett. Þetta var fyrir þrem- ur árum. Þeir voru í vandræðum með söngvara, strákarnir, og fengu Jer fyrir jólasveina einn og sex = Dúmbó og Steina! Ker fyrst og fremst fyrir knatt- spyrnu, sem er eftirlætis- íþrótt Steina, eins og allra sannra Skagamanna. K er líka fyrir kvint- ett, en Dúmbó sextett var Dúmbó kvintett, áður en Steini kom til sögunnar. K er Kka fyrir klarinettu, eitt af þeim hljóðfærum, sem Steini getur leikið á. Ler fyrir Lúðrasveit Akraness, en þar í sveit var Steini áð- ur fyrri með klarinettuna sína. er fyrir lagið „My Bonnie". „Það var fyrsta lagið, sem ég söng með Dúmbó sextett. Þetta lag er enn á efnisskránni hjá okk- ur en hefur nú tekið feiknalegum framförum. Framhald á bls. 48. VIKAN 13. tbl. 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.