Vikan


Vikan - 06.04.1966, Síða 10

Vikan - 06.04.1966, Síða 10
Texti: Gísli Sigurðsson Ljósm.: Kristján Magnússon \\m HEIMSÆKIR UNNI OG EINAR EYFELLS Einar við skrifborðið í húsbónda- herberginu. Hreintarfinn þann arna veiddi hann sjólfur og raunar marga fleiri. Selvogsgrunn 10, hús þeirra Unn- ar og Einars. Myndin er tekin ó gamlárskvöld. Unnur Eyfells við arininn í stofunni. Glugginn á bak við flygilinn nær niður í gólf, en minni gluggar bera ofan- birtu á báða vegu. Séð úr stofunni niður í borð- stofuna og eldhúsið. Á mynd- inni sést járnbitinn þvert yf- ir borðstofuna, sem á að bera uppi skúlptúr Jóhanns (sjá nánar í grein). JQ VIKAN 14. tbl. Við Selvogsgrunn stendur hús, sem um árabil hefur vakið athygli vegfarenda. Það var langt á und- an sinni samtíð, þegar það var byggt fyrir rúmum tíu árum og raunar er það svo nýtízkulegt enn þann dag I dag, að erfitt mundi að finna nokkuð meðal hinna nýi- ustu, sem jafnazt gæti á við það að þessu leyti. Höfuðeinkenni húss- ins, bæði að utan og innan er fjölbreytileiki og fjör, ef svo mætti segia. Mætti raunar bæta við að húsið endurspeglaði þannig Iffsvið- horf eigendarina, Unnar og Einars Eyfells. Þetta hús minnir á listaverk, sem grandskoðað er og snurfusað frá öllum hliðum, formunum hag- rætt til samræmis hvert við annað og kunnáttusamlega samstillt. Og þetta er engin tilviljun; arkitektinn er enginn annar en listamaðurinn Jóhann Eyfells, bróðir Einars, sem sagt hefur skilið við arkitektúrinn til þess að geta helgað sig listinni óskiftur. Fyrir tfu árum starfaði Jóhann við arkitektúr úti í Bandaríkjunum og þar teiknaði hann húsið. Ein- hverjar tillögur gerðu þau hjónin og teikningin var nokkrum sinnum send fram og til baka, en Jóhann gerði hinsvegar teikningar að, og réði útfærzlu á svo að segia hverju einasta smáatriði, utan húss sem innan. Það er hlutur sem vert er að harma útaf fyrir sig, að svo ágætur arkitekt sem Jóhann, skuli leggja þessa sérgrein alveg á hill- una. Hús Unnar og Einars við Selvogs- grunn númer 10, mun vera eina húsið sem eftir Jóhann liggur, hér á íslandi. Þau hjónin unnu mikið

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.