Vikan


Vikan - 06.04.1966, Side 11

Vikan - 06.04.1966, Side 11
,\V' '"3® Skíðaíþróttin er eftirlætissport Unnar og Einars. Hér er Einar að taka af sér ferðina við Skíðaskólann í Hveradölum. v: Borðstofan er hólfri hæð neðar en stofan og eldhúsið ó vinstri hönd. Hér sitja þær mæðgur við kaffiborð, Unnur og Margrét. í húsinu sjálf og fluttu fyrst í kjall- arann, en húsið er tvær hæðir og 152 fermetrar hvor hæð. Þó er það byggt sem ,,split-level" hús; það er gengið hálfa hæð upp í stofuna og hálfa hæð niður í svefn- herbergin sem þar eru undir. Stof- an er eins og stjórnpallur eða ver- önd í sjálfu húsinu. Þaðan sér mað- ur niður í borðstofuna og raunar inn í eldhúsið líka. Það var fyrst og fremst þrennt, sem fangaði athygli mína, þegar ég kom inn í þessa stofu: arinninn, sem að nokkru leyti stendur einn á veggbrúninni, milli borðstofu og stofu. í kringum arininn hafa þau hjónin hlaðið gulleitu líparítgrjóti ofan úr Kerlingarfjöllum, og kostaði allmikla fyrirhöfn að bera það á börum, þangað sem bílnum varð komið að. Þetta er nokkuð líkt grjóti úr Drápuhlíðarfjalli vestra, og mun ótæmandi náma af því þarna uppi í Kerlingarfjöllum. Annað sem vakti athygli mína var stór og mikill flygill, sem frú- in spilar á og í þriðja lagi hrein- dýrshöfuð eitt mikið uppi á vegg, en tarfinum þeim arna hefur Ein- ar fargað og raunar átján í við- bót. Hreindýrshöfuðið er í bóka- herbergi Einars, sem verður inn af stofunni og er aðskilið með léttri harmónikuhurð. Ekki má ég heldur gleyma að geta um nokkrar myndir ágætar eftir föður Einars, Eyjólf Eyfells listmálara. Sérsatka athygli mína vakti málverk af Detti- fossi, sterkasta verk Eyjólfs, sem ég hef séð hingað til. Sú mynd átti á sínum tíma að prýða salar- kynni [ Dettifossi Eimskipafélags ís- lands, en einhver kom því hugboði Stofan og húsbóndaherbergið. Skúlptúr og málverk eftir Jó- hann Eyfeils. Þakið líkt og svífur ofan á húsinu vegna glugg- anna aS ofan. Grunnteikning efri hæSar hússins aS Sel- vogsgrunni 10. Einar Eyfells á nýja Bronconum og húsiS í baksýn. ■ 1: I mmm ' ■ ■ ■

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.