Vikan - 06.04.1966, Síða 15
„Fröken Potter er beðin um að koma strax
til viðtals við herra J. Grantham ó Gulverbury-
hótelinu".
Karlinn er brjálaður, hugsaði hún. En varla
svo briálaður að hann hati farið að klaga hana
fyrir forstióranum. Það var sennilegra að hann
ætlaði að hefna sín á henni með því að finna
að því við hana hvernig hún hafði rækt starf
sitt hvað honum viðkom.
Þegar hann hleypti henni inn í herbergi sitt,
sagði hann:
— Þér voruð óréttlát við mig f morgun, frök-
en Potter, þegar þér hélduð að ég ætlaði að
bæta yður það sem skeð hafði með pening-
um.
— Ég held að við ættum ekki að tala meira
um það.
— Lofið mér aðeins að segja nokkur orð.
Hann tók fram stól, sem hún settist á. — Þegar
þér voruð farin í morgun fór ég að hugsa um
þetta allt. Það eina sem ég get sagt mér til
málsbóta er það að ég sagði allt satt. Allt
sem ég sagði yður um sjálfan mig var heilag-
ur sannleikur. Það er alveg satt að ég hefi
aldrei kysst nokkra konu áður . . .
Það, hugsaði Elsie, segir mikið. Og henni
rann reiðin.
— Ég segi þetta ekki til afsökunar þvf sem
síðar skeði. Og ég endurtek að ég vil endilega
bæta yður þetta. Ég vil giftast yður.
— Ó—ó! Dyrnar að áhyggjulausu og þægi-
legu lífi stóðu upp á gátt. Það var auðvitað
engin sundlaug sem beið hennar, en ef til vill
hús með átta herbergjum og tveim þjónustu-
stúlkum, gamaldags þjónustuöndum.
— Ég veit svei mér ekki hvað ég á að segja,
herra Grantham. Ég vona að þér fyrirgefið mér
hvað ég var reið í morgun, en mér datt ekki
í hug að þér hefðuð hjónaband í huga. En þér
eruð alls ekki neyddur til að giftast mér, vegna
þess sem skeði í nótt.
— Ég bfð eftir svari yðar, fröken Potter. Vilj-
ið þér giftast mér?
Hann er snælduvitlaus, hugsaði hún. En hún
varð að gæta sinna hagsmuna og hún var bú-
in að gefa honum tækifæri til að bakka út úr
þessu.
— Ef þér viljið það f raun og veru, herra
Grantham, þá vil ég það líka. Ég skal gera
mitt bezta til að gera yður hamingjusaman.
— Þér skuluð ekki hafa áhyggjur af því,
ég tek það á mínar herðar. Það er ég sem
eftir beztu getu reyni að gera yður hamingju-
sama.
Ef hann var brjálaður, var hann það vissu-
lega á notalegan hátt.
Það voru átta herbergi í húsinu f Benchester,
og það voru líka tvær þjónustustúlkur. Það var
líka bíll og hún gat tekið út í reikning í öllum
búðunum. Hún reyndi samvizkusamlega að
standa við orð sín, að reyna til að gera hann
hamingjusaman. Einstaka sinnum varð hún vör
við að það hafði heppnazt, en það voru aðeins
örstutt augnablik. Henni til mikillar undrunar
var hann stöðugt jafnfeiminn og hlédrægur
gagnvart ástarlotum hennar. Hvert sinn sem
hún sýndi honum blíðu var eins og að hann
stirðnaði. Hann var því mótfallinn að hún snerti
við honum, nema þegar hann „missti glóruna",
eins og hann sagði, og það var eingöngu á
þeim augnablikum að hann opnaði aðeins skel-
ina og sýndi að hann var fullkomlega normal
karlmaður.
En burtséð frá þessum leiðinda atvikum, var
draumurinn eiginlega veruleikanum fremri. Á
öllum öðrum sviðum gekk Jeremy nefnilega
upp í því að vera hinn fullkomni eiginmaður.
Hann var alveg ótrúlega þolinmóður við hana.
Hann var líka hugsunarsamur. Oft kom hann
heim með eitthvað sem hann hafði keypt handa
henni, eitthvað sem hann vissi að hana lang-
aði til að eignast.
Önnur hlið hjónabandsins byrjaði með fyrsta
hátíðlega miðdegisverðarboðinu. í Benchester
blómstruðu nefnilega ennþá miðstéttar umgengn-
issiðir, og þar var fullt af boðum og bönnum,
sem Elsie hafði aldrei heyrt getið um.
Þegar gestirnir voru farnir var hún gráti næst.
— Ég varð þér til skammar frammi fyrir vin-
um þínum, Jeremy. Ó, ég er svo hræðilega
leið yfir þessu . . .
Ef til vill ætlaðist hún til að hann segði að
þetta væri misskilningur, en þess í stað sagði
hann: — Það gerir ekkert til, góða. Þú hefur
ekki, eins og þú segir, orðið mér til skammar,
Elsie. Það hélt ég að ég hefði gert þér skilj-
anlegt, þegar ég bað um hönd þína.
— Elsku Jeremy, snökkti hún, — þú ert allt-
of góður við mig.
Þetta kvöld lá hún lengi vakandi í rúmi sínu
og hugsaði um þetta ástand. Hann var mjög
vingjarnlegur við hana. En hvernig hann kom
orðum að því var vægast sagt einkennilegt,
eins og að hann hefði ekki löngun til að vera
vingjarnlegur við hana, en væri neyddur til
þess.
Mánuðirnir liðu og þeim var oft boðið til
miðdegisverðar hjá vinum hans og kunningj-
um. Vinir hans sýndu henni engan persónu-
legan áhuga. Þeir voru kurteisir við hana, en
það var allt og sumt. Ein undantekning var
þó fasteignasali, Millard að nafni. Hann hafði
unnið sig upp úr fátækt og var bæði frekur
og ágengur. Hann lagði það í vana sinn að
veita Elsie töluverða athygli og hún naut þess
að sýna honum lítilsvirðingu.
Eftir hálft ár voru þau eiginlega aldrei boð-
in út, og átján mánuðum eftir brúðkaupið,
horfðist Elsie f augu við sannleikann. — Það
er mér að kenna að allir vinir þínir hafa snú-
ið við þér baki! sagði hún.
— Ef ég hefi ekki áhyggjur af því, ættir þú
ekki að hafa það heldur, sagði hann af sömu
þolinmæði, en brosið var álímt.
— Jeremy, vissirðu að þetta færi svona?
— Fortíð mín er svo ólík þeirra Iffi, að það
var varla að búast við því að þú ættir nokk-
uð sameiginlegt með þessu fólki.
Þessi vingjarnlega þolinmæði flæddi yfir
hana hálft ár í viðbót, en þá hélt hún þetta
ástand ekki lengur út. Hún flýði til London,
með fimmtán pund f vasanum og tvær ferða-
töskur.
Hún flutti inn á hótel og reyndi árangurs-
laust að fá gamla starfið aftur. Hún sneri sér
til vinnumiðlunarskrifstofu og þar var hún próf-
uð. En henni var sagt að hún væri komin úr
æfingu, hún þyrfti að fara á námskeið til að
fullnema sig aftur, en hún hafði ekki ráð á
því. Það liðu nokkrir dagar þangað til hana
fór að iðra þess að hafa flúið.
Hótelið, sem henni hafði fundist ágætt áð-
ur og fyrr, fannst henni nú bæði óhréint og
leiðinlegt. Svefnherbergið var kalt og matur-
inn fyrir neðan allar hellur. Þessi tvö ár sem
hún hafði búið við þægindi og góðan mat,
höfðu gert hana vandláta.
Hún sat grátandi á herbergi sfnu, þegar
Grantham kom til að sækja hana. — Ég er bú-
inn að panta herbergi á Savoy, sagði hann.
Framhald á bls. 34.
Smásaga
efftlr
Roy Vickers
teiknlng Arnold
MAÐURINN í ÞESSARI SÖGU
VAR EKKI BEINLÍNIS STOLT-
UREINSOG HANIYFIR LITLA
KJÚKLINGNUM SÍNUM.
HONUM FANNST HÚN EKKI
HAFA STÆRRI HEILA EN
HÆNA, HVORT ÞAÐ VAR
RÉTT ER ÁLITAMÁL.....
VIKAN 14. tW.