Vikan - 06.04.1966, Blaðsíða 16
órbergur hefur einhvem-
tíma sagt við þig: „Þa'ð er
sama hvort þú yrkir rímað eða
ekki, þú verður alltaf atómskáld".
Ertu samþykkur?
— Ef ég er skáld, þá er ég
fyrst og fremst skáld míns tíma
og nú stendur yfir tímabil atóm-
skáldskaparins. Þetta er ekki
endilega tími skynsemi eða skiln-
ings, heldur einnig og ekki síð-
ur tími tilfinninga. Tilfinn-
ingar og atom fara vel saman.
Þú sást hvað Ekelöf sagði um ljóð-
ið. Ég vona að ég sé partur af
minni samtíð, en ekki einhverri
til þjóðarinnar“? Þú veizt að
stjórnmálamenn vilja „ná til
þjóðarinnar" — og mér finnst
að þeir eigi að vera einir um það.
Hlutverkið er engan veginn eftir-
sóknarvert, að mínum dómi. Við
vitum báðir að mikill hluti fólks
hefur ekki áhuga á öðru en því,
sem skiptir engu máli fyrir
manninn eða sál hans. Mér finnst
sumt fólk lifa eins og það geri
ekki ráð fyrir, að það eigi að
deyja. En það, að vita ekki leng-
ur þessa einu staðreynd lífsins,
færir okkur nær dýrunum. Vís-
indamenn hafa sagt, að dýr geri
( " N
— Þú veizt, aS þegar fólk er nýgift, heldur þaS, aS þaS hafi höndl-
að hamingjuna. /Etli þaS sé ekki eitthvaS svipaS með IjóðskáldiS.
Þegar þaS er búiS aS gefa út fyrstu bókina sína, heldur þaS, aS
þaS sé nú loksins búiS aS ná settu marki.
annari samtíð, sem ég ekki þekki.
Þó vil ég ekki kalla mig atóm-
skáld, að minnsta kosti ekki í
þeirri merkingu, sem ýmsir
leggja í það orð, þ.e. að hvergi
finnist rökrétt hugsun í Ijóðum
mínum.
— Heldurðu að það geti verið
að Þórbergur leggi einhverja
vonda merkingu í þetta orð, at-
ómk veðskapiu ?
— Það geri ég ráð fyrir og
vona jafnvel; ég held að pott-
þétt mat á nútíma Ijóðlist sé
nú ekki sterkasta hlið Þórbergs.
— Er það þín skoðun Matthí-
as, að ungu skáldin nái til þjóð-
arinnar?
— Er nauðsynlegt að „ná
Jg VIKAN 14. tbl.
sér ekki fulla grein fyrir dauð-
anum. Þar skilur milli þeirra
og okkar, eða ætti að gera. Ljóð-
ið minnir okkur á fallvaltleikann,
það dýpkar mat okkar, hjálpar
okkur til að skilja stöðu okkar
í tilverunni. Dýrin yrkja ekki
ljóð, en þau berjast um fæðu
og völd; þau eru öll í pólitík-
inni, eins og þeir í Víetnam
og Indónesíu. Kannski að nú-
tímamaðurinn óttist Ijóðið af
þeim sökum, að það er á-
minning. Það er sælt að lifa
í sjálfsblekkingunni, en ekki
hollt að sama skapi. Segja
má, að það sé nóg af dauða og
tortímingu allt í kringum okkur,
þó við séxun ekki á þönum eftir
að fá staðfestingar á því; þegar
við leitum afþreyingar. En líf-
ið er ekki afþreying — Það er
selta í augiun, brim og boðar.
Og mundi ekki vera nauðsynlegt
að vera sæmilega viðbúinn og
kunna skil á brimgarðinum. Það
þótti körlunum austur á Stokks-
eyri í gamla daga. Og þeirra
reynsla hefur komið sér vel fyr-
ir séní eins og Pál ísólfsson.
Þessi reynsla — eða á ég að
segja vitneskja? eða staðreynd?
— leynist með ljóðinu. Og svo
á það einnig unað óendanlegra
fyrirheita; unað vors og grænna
túna — upprisu. Pasternak orti
— Það er um tvennt að ræða
fyrir þig og önnur ung skáld.
í fyrsta lagi, að þú lokar þig
inni í þínu skúmaskoti og þú
yrkir eitthvað fyrir sjálfan þig,
eða tiltölulega mjög fámennan
hóp manna, en það er ekki að
ná til þjóðarinnar. Hitt sem ég
kalla að ná til þjóðarinnar, það
er að yrkja á sama hátt og menn
gerðu hérna kannski um alda-
mótin og þjóðin lærði svo til
jafnóðum eitthvað af því utanað.
Hefur það ekkert gildi lengur?
— Það eru ekki alltaf beztu
ljóðin sem „ná til þjóðarinnar“,
Stundum hef ég veriS skammaSur fyrir það í Þjóðviljanum, að ég
sé hálfgert sálmaskáld og reynt að gera grín að mínu „religiösa"
upplagi. Mér þykir það góð og kristileg auglýsing. Mig langar
ekki til aS fifa trúlaus, efast um, að ég gæti þaS.
fallega um upprisuna. En hann
komst líka í kynni við krossinn.
Eða Steinn. Það var ekki hungur
kreppuáranna, sem gerði hann að
skáldi, heldur návist dauðans.
Skoðaðu þetta í ljóðiun hans.
Þau eru ekki bara kímni og háð-
glettni, hann upplifði krossfest-
ingu á Valhúsahæðinni, eins og
þú manst. Eða sr. Hallgrímur,
hvers vegna yrkir hann Passíu-
sálmana — nema til að skora
Dauðann á hólm, minna á Upp-
risuna .Hann orti ekki fyrir
gagnrýnendur — hann orti guði
til dýrðar. Það var nokkuð gott
hjá honum. En hann var líka
járnsmiður og ódeigur við járn
og eld. Hann hefur hert marga
mannssálina.
eins og þú segir. Ég held ekki að
Ezra Pound og Eliot hafi nokk-
urn tíma „náð til þjóðarinnar";
samt eru þeir líklega einhver
mestu ljóðskáld sem uppi hafa
verið, og engir tveir menn hafa
haft önnur eins áhrif á ljóðlist-
ina.
— Ná þau áhrif út fyrir raðir
menntamann og listamanna?
— Fyrst í stað kunnu aðeins
örfáir menn að meta ljóð þeirra.
Síðar fjölgaði í þeim hóp, og nú
koma áhrif frá mönnum eins
og Eliot og Pound frá öllum
sterkustu mennjngarpostulum
samtímans. Þannig hafa þeir ó-
beinlínis haft stórkostleg áhrif
á samt-íð sína. Auðvitað er það