Vikan - 06.04.1966, Side 19
hinn hræðilega Rescator, sem hafði banað syni hennar, og sjóher hans
hátignar Frakkakonungs virtist óttast meir en nokkuð annað. Hún lét
viðræður Vivonne og Brossardiéres sem vind um eyrun þjóta og hafði
ekki augun af óvininum.
— Þessi djöfuls Rescator er kominn á nýtt skip. Ávalar linur, stend-
ur lágt í sjó, svo það er erfitt að hitta það — þess vegna misstum við
af honum núna, þegar hann var íbeinu skotfæri frá okkur. Hann hefur
tuttugu og tvær fallbyssur alls. Andskotinn hirði hann.
Gegnum op á lunningu þrísiglunnar glampaði á hringlaga fallbyssu-
kjaftana, og á svipuðum slóðum mátti sjá reykjarsúlur liðast upp í
loftið, og gefa til kynna, að fallbyssuskytturnar væru á sínum stöðum,
tilbúnar að kveikja í hleðslunum um leið og skipunin gylli. Merkja-
flöggin runnu upp eftir dragreipunum: — Gefizt upp, eða við mun-
um sökkva ykkur.
—• Heldur þessi helvítis hundur, að hann geti hrætt flota hans há-
tignar Frakklandskonungs svo auðveldlega! Hann er of langt í burtu
til að sökkva okkur! Concorde er að snúa sér, og hefur hann bráðum
í skotfæri. Dragið hvita stríðsfánann upp á framsigluna og konungs-
liljuna í stafninn.
Allt í einu breytti óvinurinn um stefnu; hann fór i boga svo hann
væri laus við fallbyssurnar á frönsku skipunum, sem stefndu nú á
ströndina í austri. Skipið lét óvenju lipurlega að stjórn með öll segl
uppi. Nokkur fallbyssuskot glumdu. Fleur de Lys og Concorde, sem
höfðu ekki varað sig á snöggum hreyfingum þrísiglunnar reyndu nú að
skjóta beint á árásaraðilann.
— Hitti ekki, sagði de Vivonne fyrirlitlega. Hann dró nokkrar sykr-
aðar hnetur upp úr öskjunni sinni. — Nú verðum við að fara varlega.
Hann veit, að það tekur nokkurn tima fyrir okkur að hlaða upp á nýtf.
Á meðan ætlar hann að ráðast á okkur og reyna að sökkva okkur.
Við skulum snúa við og koma á móti honum. Ef við getum náð þeirri
stöðu, verður hann að sigla á móti vindinum til að komast á hlið við
okkur.
Galeiðurnar snerust. Óvinurinn virtist vera að búa sig undir næstu
hreyfingu. Nokkur andartök grúfði þung þögn yfir skipinu, og ekkert
heyrðist annað en taktfastar drunurnar í þrælatrumbunni, sem glumdi
eins og sársaukafullt hjarta.
Svo sáu þau hvar sjóræningjaskipið sneri við aftur og kom á móti
þeim, rétt eins og franski aðmírállinn hafði spáð fyfir um. Þrísiglan
skreið á miklum hraða aftur á móts við aftasta skipið í franska flot-
anum, nam þar skyndilega staðar og sneri við.
— Þessi andskotans sjóræningi er stórsnjall herstjórnandi, rumdi í
la Brossardiére. — Verst að hann skuli vera óvinur okkar.
— Ég sé ekki, að þetta sé réttur timi til að dást að hæfni hans, Mon-
sieur la Brossardiére, sagði de Vivonne þurrlega. — Skyttur, hafið
þið hlaðið aftur?
— Já, herra minn.
— Skjótið þá um leið og ég gef merki.
En tólf fallbyssur bakborðsmegin í sjóræningjaskipinu þrumdu fyrst.
Þetta var eins og neðansjávargos, og skipin hurfu i löðrið. Allskonar
brak þaut um loftið og hávaðinn ætlaði allt að æra. Svo skall griðar-
mikil alda á þrælalest Royale, og fjölmargar árar bakborðsmegin
brotnuðu eins og eldspýtur.
Gegndrepa þreif Angelique I borðstokkinn, meðan galeiðan rétti sig.
De Vivonne hertogi, sem hafði fallið á þilfarið, var þegar sprottinn á
fætur aftur.
— Ekki sem verst, sagði hann. — Hann missti okkar. Réttið mér
sjónaukann Brossardiére. Ég held....
Hann þagnaði og munnur hans galopnaðist, undrun og vantrú spegl-
aðist á andliti hans. Þar sem birgðagaleiðan hfði verið, var nú aðeins
hringiða með allskonar braki, brotnum bugspjótum og árum. Skipið
og þrælarnir hundrað, og það sem var mikilvægara en nokkuð annað,
fjögur hundruð tonn af skotfærabirgðum hafði sokkið,
— Þar fóru skotfærabirgðirnar okkar! sagði Vivonne og greip and-
ann á lofti: — Bölvað svinLS! Við létum hann snúa á okkur. Hann mið-
aði ekki á okkur, heldur birgðaskipið. Þegar hinar galeiðurnar reyndu
að ná honum, var birgðaskipið óvarið! En við skulum sökkva honum
... .Við eigum eftir að sökkva honum .Lelknum er engan veginn lokið.
Ungi aðmirállinn þreif af sér hattinn og hárkolluna, sem var orðin
æði óhrjáleg, og kastaði hvoru tveggja á þilfarið, ofsafenginn í bragði
— Látið Dauphine taka forustuna. Hún hefur ekki skotið ennþá, og á
allar sínar skotfærabirgðir eftir.
Óvinurinn beið átekta og sneri sér lítið eitt til að búast betur til
árásar. Dauphine kom sér fljótt í rétta stöðu. Angelique tók eftir, að
á þessu skipi höfðu hinir sigruðu félagar Rescators verið við árarnar,
þeir sömu, sem höfðu sungið á arabisku nóttina áður, og það var
þeirra foringi, sem hafði verið tekinn af lífi. Henni fannst varla for-
svaranlegt að nota þessa fanga til að róa undir svona erfiðum og vanda-
sömum snúningi skipsins.
Henni hafði varla fyrr flogið þetta í hug, en hún sá löngu árarnar
miðskips bregða út af taktinum og rugla hinar. Dauphine, sem var rétt
að segja kominn i rétta stöðu, skalf eins og særður fugl, en síðan valt
galeiðan yfir og lagðist á hliðina. Það brakaði i timbri, en háir skrækir
Máranna yfirgnæfðu allt.
— Sendið alla báta til bjargar!
Allt þetta tók tima. Angelique tók fyrir augun, til að þurfa ekki að
horfa á galeiðuna sökkva. Allir sjómennirnir og flestir þrælanna voru
dæmdir til að drukkna í lestinni. Sjóliðar, sem höfðu lent í sjónum,
börðust um og reyndu að synda, en þungur búningur þelrra dró þá
niður. Þeir æptu á hjálp.
Þegar hún taldi sér óhætt að lita upp á ný, sá hún tíu hvít segl
blakta, rétt fyrir ofan hana. Þrísiglan var nú ekki nema fimm hundruð
fet í burtu. Hún sá gljáfægðan viðinn I skipsskrokknum glampa í sólar-
ljósinu og greindi skýrt dökka Berbana, vopnaða múskettum. Þeir
voru klæddir í víðar, hvítar skikkjur, teknar saman í mittið með skær-
litum lindum, og skipið virtist krökkt af þeim.
Frammi i stafni stóðu tveir menn I hópi tyrkneskra hermanna með
vefjarhetti og stutt sverð, og fylgdust nákvæmlega með Royale í gegn-
um sjónauka. Þrátt fyrir Evrópubúnaðinn hélt Angelique fyrst I stað
að Þeir væru Márar, því andlitssvipur þeirra var svo dökkur, en svo
vað henni ljóst, að hendur þeirra voru hvítar og gat sér þess þá til,
að þeir væru með grímur.
— Sjáðu þann stærri, sagði Vivonne lágt, — þennan svartklædda I
hvitu skikkjunni. Það er hann. Rescator. Hinn er næstráðandi hans,
maður, sem er kallaður eða uppnefndur Jasen. Óhugnanlegur ævintýra-
maður, en góður sjómaður. Mig grunar, að hann sé franskur.
Angelique rétti út titrandi hönd eftir sjónauka Savarys. 1 hringlaga
sjónglerjunum sá hún nú betur mennina tvo, eins ólíka hvorn öðrum
og Don Quixote og Sancho Panza, en þeir voru langt frá Því að vera
hlægilegir. Jason var vöðvamikill maður, klæddur i hermannaföt með
stórt riddarasverð, sem slóst við stígvélin hans. Rescator var þvert
á móti hávaxinn og grannur, og var í svörtum fötum eftir fremur gam-
alli, spænskri tizku. Að ofan voru þröng stígvél hans skreytt með gull-
dúskum, og hann var með rauðan klút um höfuðið samkvæmt tizku
sjóræningja, en þar á ofan svartan, stóran hatt, með rauðum fjöðrum.
Það eina, sem benti á Múhammeðstrú hans, var víð skikkja úr hvítri
ull, útsaumuð gulli, og blakti fyrir vindinum.
Það fór hrollur um Angelique, þegar henni varð ljóst, hve líkur hann
var myndum af Andskotanum sjálfum, og allur hans persónuleiki virt-
ist einkennast af töfrandi grimmd. Svo Þetta var maðurinn, sem hafði
staðið kuldalega álengdar, meðan lltið barn á sökkvandi galeiðu fórn-
aði höndum til himins og kallaði á föður sinn!
— Hversvegna sökkvum við honum ekki? hrópaði hún i örvæntingu.
— Eftir hverju erum við að bíða?
Hún hafði gleymt hryllingnum, sem var á seyði í kringum hana,
Dauphine, sem lá á hliðinni og sjóliðunum, sem reyndu að hanga utan
á skipinu. Ekkert gat bjargað skipinu nú, þar sem Það gleypti vatn
hraðar en dælurnar höfðu við og smám saman lækkaði flakið I sjó.
Þrisiglan var að láta bát frá borði. Um leið og hann snerti vatnið,
stökk undirmaður Rescators ofan í hann.
Þeir biðja um viðræðufund, sagði Vivonne með nokkurri undrun.
Stuttu aiðar kom sjóræningi um borð, og eftir að hafa fundið Uðs-
foringjann hneigði hann sig djúpt, samkvæmt austurlenzkri venju.
—• Komið þér sælir, aðmíráU, sagði hann á gaUalausri frönsku.
— Ég á ekkert saman við trúníðinga að sælda, sagði de Vivonne.
Slóttugt bros breiddist yfir andlit lautinantsins. Hann gerði fyrir sér
krossmark: — Ég er jafn kristinn og þér, Monsieur, og sama er að
segja um herra minn, Rescator.
— Kristnir menn leiða ekki Uð trúníðinga.
— 1 liði okkar eru Tyrkir, Arabar og hvítir menn. Rétt eins og yðar,
Monsieur, sagði lautinantinn og leit ofan I þrælalestina. — Eini mun-
urinn er sá, að okkar skipshöfn er ekki i hlekkjum.
— Nóg um það. Hvers óskið þér?
— Leyfið okkur að frelsa og bjarga Márunum okkar, sem þér hafið
um borð i Dauphine, og við munum hverfa á brott án þess að haíast
frekar að.
Vivonne leit á sökkvandi galeiðuna. — Márarnir ykkar munu farast
með þessu skipi.
— Það er ekki nauðsynlegt. Við bjóðumst til að rétta það við.
— Það er óhugsandi!
— Við getum gert það. Þrísiglan okkar er liprari en.... en þessir
prammar, sem þið kaUið galeiður, sagði hann fyrirlitlega. — En það
er eins gott fyrir yður að ákveða yður I flýti. Eftir fáeinar mínútur
verður of seint að hefjast handa.
Vivonne sá svikamyUuna, sem hann var I. Hann vissi, að hann gat
sjálfur ekkert gert í tæka tíð til að bjarga Dauphine. Ef hann tæki
þessu boöi, þýddi það björgun góðs skips og nokkur hundruð manna,
en það þýddi einnig, að hann vtirð að gefast upp fyrir óvini, sem var
mikils minni máttar. En þar sem hann var ábyrgur fyrir konung-
lega flotanum, átti hann engra kosta völ.
—• Ég geng að þvi, sagði hann miUi samanbitinna tannanna.
— Þakka yður fyrir aðmiráU. Ég kveð yður.
— Svikari!
— Ég heiti Jason, sagði maðurinn kaldhæðnislega. Hann gekk að
stiganum. De Vivonne hrækti á þilfarið, þar sem maðurinn hafði staðið.
— Frakki! Því þér eruð Frakki! Málfar yðar ketnur til fulls upp
um það. Níðingur! Hvernig getið þér svikið þannig yðar eigin lands-
menn?
Sjóræninginn sneri sér við og augu hans skutu gneistum bak við
grimuna.
— Það voru mínir eigin landsmenn, sem sviku mig fyrst, sagði hann.
Hann benti I áttina ofan í þrælalestina. — Ég hef róið á bekkjum
konungsins, árum saman. öll beztu ár æsku minnar. Og þó hef ég
aldrei gert neitt rangt.
— Auðvitað ekki.
Léttbáturinn var að róa burt. De Vivonne hertogi kreppti hnefana og
gat varla ráðið við skapsmuni sína. Að verða að taka á móti skipunum
frá strokufanga, að þurfa að hlusta á móðganir fyrrverandi galeiöu-
þræls! Og meðan því fór fram, horfði Rescator á og glotti. Hann hafði
Uka ástæðu til að kætast!
— Herra minn, ætUð þér að treysta orðum svikara? spurði einn
lautínantanna, skjálfandi af hneykslun.
Framhald á bls. 44.
VIKAN 14. tbl.