Vikan


Vikan - 06.04.1966, Side 21

Vikan - 06.04.1966, Side 21
unni hans, Anette. Þá spurði ég hann naeðal annarra orða: „Hver er sælasta minning æfi þinnar?“ Drykklanga stund starði hann út í blá- inn. „Ég ge-get ekki munað eftir neinu sér- stöku,“ stamaði hann svo. Þá var langt síðan Villi hætti að vinna. Af var sú tíð, er hann klifraði á hverjum morgni upp þrönga stigann, sem lá upp í skrifstofu hans, sem innréttuð var á efsta- lofti hússins. Síðustu árin dvaldi hann einna oftast í dagstofunni og las bækur — aðal- lega leynilögreglusögur. Hann virtist halda tímanum kyrrum. f Villa Mauresque heyrði maður klukkurnar tikka. Villa fannst mikið til um þau auðæfi, er hann hafði rakað saman, og vorkenndi þeim mun meira þeim rithöfundum, sem ekki höfðu haft heppnina með sér. Þetta gekk svo langt, að hann stundum sannfærði sjálf- an sig um, að hinir og þessir rithöfundar væru sárfátækir, þótt það væri fjarri öll- um sanni. Eitt kvöldið að miðdegisverði loknum, sagði hann: „Vivian kemur til hádegisverð- ar á morgun.“ Við létum öll ánægju í ljós. Við þekktum Vivian Parry — það er ekki hans rétta nafn — og okkur geðjaðist öllum vel að honum. „Aumingja Vivian,“ sagði Villi dapurlega. „Ég geri ráð fyrir að þið vitið, að hann er alveg á hausnum?“ „Á hausnum!" hrópaði einhver undrandi. „Ég hélt að hann rakaði saman fé.“ „Hann gerði það,“ svaraði Villi. „En það er allt farið. Hvert penný. Bækurnar hans seljast ekki eins vel og þær gerðu áður, og síðustu tvö leikritin hans voru misheppnuð. Og mér er sagt að innstæðurnar hans séu gufaðar upp.“ Við sátum sem þrumulostin og gátum engu svarað. „Haxm hefur sennilega ekki fengið almennilega máltíð svo vikiun skiptir," hélt Villi áfram. „Svo að okkur er eins gott að gefa honum eitthvað stað- gott.“ Á mínútunni kortér fyrir eitt vorum við öll samankomin og biðum hins fræga rit- höfundar, sem nú var greinilega öllum heill- um horfinn. Og Vivian kom jafn stundvís- lega. Hann var hvorki sultar- eða fátæk- legur, en urðum við þess bráðlega vísari, að hvorki hungur eða féleysi þjáði hann. „Ég er viss um að þér veitir ekki af kokk- teil,“ sagði Villi. „Það væri draumur,“ svaraði Vivian, fjör- lega eins og fyrri daginn, en dálítið óöruggur vegna tillitanna, sem við í laumi beindum að skómnn hans. Við gengum svo inn að borða. Þetta var á heitum sumardegi, og þegar Vivian hafði lokið úr rjúkandi skál af kál- súpu, stóð svitinn í perlum á enni hans og honum var farið að verða erfitt um mál. Framhald á bls. 39. HANN VAR - OG ER — EINN VÍÐLESNASTI RITHÖFUNDUR OKKAR TÍMA, EN FÁIR ÞEKKTU AÐ RÁÐI MANNINN AÐ BAKI RITHÖFUNDARINS. EINN ÞESSSARA FÁU VAR FRÆNDI SKALDSINS, SEM DREGUR UPP EFTIRMINNILEGA MYND AF ÞVf í MEÐFYLGJANDI GREIN. ÍT Til að verða rithöfundur hafði hann losað sig við hvern vott af sjólfsblekkingu og sjólfshroka. Hið sérstæða listmunasafn rithöfundarins að Villa Mauresque var órangur af ferðum hans, sérstaklega til Austurlanda. VIKAN 14. tbl. 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.