Vikan - 06.04.1966, Page 28
Nær IjóSið ekki lengur
eyrum þjóSarinnar?
Framhald af bls. 17.
lega vont skáld! En skáld hljóta
að mega dunda við þetta í hug-
skotsholinu í andlegum þreng-
ingum sínum. Það ætti að vera
saklaust, meðan þau fá ekki
listamannalaun. Björn bóndi á
Sveinsstöðum segir í Tímanum
að ég sé „viðkvæmur“ fyrir ljóð-
um mínum. Þetta er misskilning-
ur hjá svo ágætum manni. En
hitt er rétt að ég er og á að vera
„viðkvæmur“ fyrir því, þegar
menn leggja einungis pólitískan
mælikvarða á ljóð mín. Slíkt mat
er siðleysi. En það er víst eitt
af því sem ritstjóri Morgun-
blaðsins verður að láta sér lynda.
Satt að segja hugsar maður aldr-
ei um það, hvort öðrum líka
ljóð manns eða ekki. Ég held
að það sé dálítið hættulegt að
vera bara ljóðskáld; það sé gott
að hafa eitthvað með. Ég skrifa
aðrar bækur og er einnig blaða-
maður. Þannig myndast, að mínu
viti lærdómsrík víxláhrif sem
hljóta að vera heillavænleg fyrir
Ijóðskáld; þau hljóta að gera
hann frjórri — þessi sífelldu
kynni við allar tegundir fólks
í þjóðfélaginu. Og svo er heilsu-
samlegt að hafa eitthvað í bak-
höndinni, ef Ijóðlistin bregzt
manni. Þá eitrast maður síður
af samkeppni.
— Hefurðu hitt fólk, sem kann
utan að ljóð eftir þig?
— Já, ólíklegasta fólk, en ekki
margt. Og mér finnst það
skemmtilegra en annað fólk!
En ég segi ekki að ég sé meira
skáld, þó einhver kunni eftir
mig Ijóð.
— Er nægilegt að skáld yrki
bara fyrir sjálfan sig; að Ijóðið
komist bara á pappír og hafni
svo í ruslakörfunni á eftir?
— Ég held að það sé mjög
leiðinlegt hlutskipti — ef menn
hafa köllun til að vera skáld.
Þá fara þeir að rugla saman þjóð-
félaginu og pappírskörfunni. Það
hefur í för með sér endalausan
misskilning. En aftur á móti held
ég geti verið heilnæmt að yrkja
sér til „hugarhægðar“ — það er
annað mál. En að yrkja fyrir
ruslakörfuna og ætla sér þó að
verða skáld, það er eins og að
drekka einn. Mikið helvíti held
eg að það se leiðinlegt að drekka
einn.
— Ertu kunnugur því, hversu
há eru upplög þeirra Ijóðabóka,
sem ung skáld hafa látið frá sér
fara upp á síðkastið hér á fs-
landi?
— Nei, ég þekki það ekki. En
mér var sagt að „Hólmgöngu-
ljóð“, önnur Ijóðabókin mín, hafi
fyrsta árið selzt í milli 5 og 700
eintökum. Kannski er það ekki
rétt. En skiptir það máli?
— Núna í haust komu út hjá
Menningarsj óði tvær Ijóðabækur.
VIKAN 14. tbl.
Wí
mm
Odýrt
í KRON |
NiSursoSin
hrogn
29,65 ds.
Tekex
18,30 pk
Kínverskt
hunang
31,00 ds.
Grænar
baunir
kr. 14,50 ds
Önnur eftir Jón úr Vör, í 300
eintökum, hin eftir Þorgeir
Sveinbjarnarson og kom út í 500
eintökum. Nú má gera ráð fyrir
því, að 300 eintaka upplag selj-
ist til safnara, sem kaupa hér-
umbil hverja einustu ljóðabók,
hvort sem þeir líta nokkurn-
tíma í hana eða ekki. Afganginn
kaupa svo vinir og kunningjar
skáldsins. Þetta upplag gefur
hreinlega til kynna, að bókin
seljist alls ekki á venjulegum
markaði, ekki eitt einasta ein-
tak af henni.
— Það er leiðinlegt, bæði Jón
úr Vör og Þorgeir eiga • annað
skilið. Ljóðlistin á annað skilið.
En hún er ekki í tízku á ís-
landi í dag. Mikið hef ég oft ósk-
að þess að fegurðardrottning eða
kynbomba færi að yrkja. Þá
tæki kannske einhver við sér
sem nú er á glapstigum í menn-
ingunni. En ég get sagt þér eitt
til huggunar; 1. desember síð-
astliðinn las ég upp fyrir nemend-
ur Kennaraskólans. ÞaS var upp-
örvandi reynsla. Ég hef tröllatrú
á íslenzkri æsku. Ætli hún eigi
eklci eftir að bera ljóðið fram til
sigurs. Hún er a.m.k. góður ak-
ur. Vonandi eigum við einnig
góða sáðmenn.
— Þú ferð nú að halda að ég
hafi eitthvað á móti ljóðlist, en
þvert á móti nýt ég þess mjög
sem vel er gert á því sviði.
En ég er bara skeptiskur vegna
þess sem ég hef séð og heyrt í
kringum mig. Mig grunar að ég
hafi ákveðin rök til að fylgja
þeirri grunsemd eftir, að þjóð-
in sé hundleið á nútíma ljóða-
gerð og að ljóðin nái ekki lengur
eyrum fólksins eins og þau gerðu
áður.
— Ef íslenzk ljóðlist ferst í
bræðslupotti velmegunarinnar
missir þjóðin bezta spóninn úr
aski sínum.
— En hún fær sjónvarp í stað-
inn, gleymdu því ekki.
— Sjónvarp kemur ekki í
stað ljóðs, ekki frekar en golf
eða rjúpnaveiðar, Vikan eða
Morgunblaðið. íslenzka þjóð-
in hefur átt og iðkað betri
ljóðlist en flestar aðrar þjóð-
ir. Ljóðlistin er í miklu á-
liti og jafnvel tízkufyrirbrigði
í löndum eins og Bandaríkjunum,
Bretlandi og Sovétríkjunum, svo
dæmi séu tekin. Það væri hörmu-
legt, ef við glötuðum á sama tíma
ást okkar á ljóðlistinni. Það
mundi varla vera ungu skáldun-
um einum að kenna, svo ólík
sem þau eru. Annars held ég að
vonbrigði tveggja heimsstyrjalda
eigi nokkurn þátt í þeirri inni-
lokunarstefnu sem ríkt hefur
undanfarna áratugi í ljóðlist
Skáldin hafa misst trú á „sel-
skabslífi“ í bókmenntum. Þau
þrá einveru, kyrrð. Að því leyti
er tónn þeirra sannur.
— Ég er hræddur um, að ekki
séu allir sammála því, að Ijóð-
listin sé svona mikils metin úti
um allar trissur, eins og þú seg-
ir. Sænskur listmálari og skáld,
sem hingað kom, Börge Sandelin,
sagði að í Svíþjóð væru ljóða-
skáld beinlínis álitin klikkuð á
geðsmunum.
— Var hann sjálfur alveg
heill á geðsmunum?
— Ég hef engar skýrslur um
það.
— Ég er sannfærður um,
og hef raunar reynslu fyr-
ir því, að tilfinningin fyrir
ljóðinu leynist með fólki miklu
meira en margir halda. Alveg
eins og trúin. Það er alltaf verið
að tönnlast á að fslendingar séu
orðnir trúlausir og bent er á að
þeir sæki ekki kirkju. En trúin
á guð leynist með fólkinu í þessu
landi, ekki síður en fyrr á tím-
um, og ég hugsa að það sé nú
sælla í sinni trú, en þegar það
var þvingað til að kyngja kredd-
unum. En íslendingar sýna þetta
ekki í verki í kirkjunum, það
er rétt. En hvað yrði sagt, ef
ætti að afnema trúna eða ef við
ættum að hætta að hafa leyfi
til að trúa á okkar guð. Ég held
að þessu sé ekki ósvipað farið
með ljóðlistina. Hún leynist með
okkur. Og hún fer ekki í mann-
greiningarálit. Þú ættir að hlusta
á Einar ríka fara með brot úr
ljóðum.
— Ég veit að það er rétt sem
þú segir Matthías, að ljóðlist er
í góðu gengi sumsstaðar úti í
heimi og ég hef það fyrir satt,
að t.d. skáld eins og Evtushenko
geti fengið húsfylli hvar sem er
í Sovétríkjunum, þar sem hann
les upp sín ljóð.
— En okkur vantar upplesara.
Ef við eignuðumst upplesara sem |
læsu ljóð eins og t.d. Richard(
Burton eða Vincent Price — og
þeir færu með íslenzk nútímaljóð
út til fólksins, færu með þau út
um sveitirnar, út í þorpin,
þá mundi glaðna yfir ljóð-
listinni á augabragði. Að þessu
hlýtur að koma. Hver hefði trú-
að því að 5000 Reykvíkingar ættu
eftir að hlusta á 9. sinfóníu
Beethovens í einni og sömu
vikunni og það af svo mikilli
andagt, að einn þeirra sagði við
kerlingu sína: Helvíti er að hafa
misst af hinum átta. Samt stend-
ur í prógramminu að tónlistin í
þessu verki sé svo stórkostleg,
að mannkynið muni aldrei skilja
hana til fulls. í samanburði við
þessa fullyrðingu eru atómljóð-
in eins og Gagn og gaman.
— Hugsaðu þér að Jón frá
Pálmholti eða Dagur Sigurðarson
læsu upp ljóð sín í Háskólabíói,
eða jafnvel annar þeirra. Gæt-
irðu ímyndað þér að þar yrði
margt um manninn. h
— Ég mundi stinga upp á
að þeir fengju heldur Louis Arm-
strong til að syngja þau. Annars
hefur oltið á ýmsu í ljóðlistinni.
Og tiltölulega fá skáld hafa hitt
sinn tíma. Steinn hitti ekki sína
samtíð eins og t.d. Davíð, en hann