Vikan


Vikan - 06.04.1966, Síða 30

Vikan - 06.04.1966, Síða 30
var aðeins á undan og hefur verið að vinna á. Það er eftirsóknarvert hlutskipti. Það íslenzkt nútíma- skáld, sem sameinar þetta hezt — að hitta sinn eiginn tíma og framtíðina er Tómas Guðmunds- son. — Ég talaði við Harald, bóka- vörð í landsbókasafninu og hann sagði mér, að það væri hrein und- antekning og kæmi raunar ná- lega aldrei fyrir, að nokkur lif- andi maður spyrði um ljóða- bók eftir eitthvert af þessum ungu skáldum. Hinsvegar kæmi það fyrir að menn bæðu um ljóð Steins Steinars. — Einu sinni vann ég mikið í Landsbókasafninu og kynntist þá Haraldi, ágætum manni. Þá var ég í háskóla. í Lands- bókasafninu var gott að vera — þar var engin samtíð. Og það sem bezt var: maður var hættur að trúa því að hún væri utan dyra. — Þú víkur þér fimlega undan, en sleppum því. Sumir halda því fram, að það sé farið að halla allmikið undan fæti fyrir þessu hreina abstrakta formi í mynd- list en þesskonar myndlist og atómljóð eiga, eins og þú veizt, talsvert sameiginlegt. Mörgum virðist, að ljóðið sé orðið meiri og minni dekorasjón, meiningar- laus samsetning orða. — Ég lít ekki á sjálfan mig sem atómskáld að þessu leyti. En þó þessi Ijóð séu dekórasjón eins og þú segir, eiga þau fullan rétt á sér. Mundi ekki vera á- stæða til að punta svolítið upp á meiningarleysið? Og svo er annað, Ijóðlistinni er ekkert ó- viðkomandi. Forstjóri Helgafells sagði eitt sinn við mig að túnið verði grænast þar sem mestur skíturinn er. Gæti þetta ekki einnig átt við Ijóðlistina? Ann- 0Q VIKAN 14. tbl. ars þykir mér merkilegt að út- gefandinn hefur frá því fyrir jól verið að afsanna þessa kenn- ingu sína. — Svo þú leggur til að puntað verði upp á meiningarleysið með öðru meiningarleysi. Þá mætti eins gefa öllum mynd- listarmönnum frí og láta aug- lýsingateiknara dunda við að líma upp mislitan pappír í stað inn. — Ég legg ekkert til, ég minnt- ist aðeins á það sem hefur verið gert. Það sem ég á við er það, að ég vonast til að hin nýja stefna í ljóðlist verði ekki aðeins sjálf- stætt fyrirbrigði í íslenzku menningarlífi, heldur muni hún endurnýja hið gamla form — en það verður ekki gert eins og nú er ástatt, nema með ýringi af atómhugsun þ.e. samtíminn sé í ljóðinu sjálfu, en ekki aðeins formskreyting þess. Þú minntist á myndlistina. Heldurðu að Gunn- laugur Scheving málaði eins og hann gerir, ef hann hefði aldrei kynnzt afstraktlist? Nei, auðvit- að ekki — hún m.a. hjálpaði honum að finna sinn sérstæða ó- gleymanlega tón. — Finnst þér að það þurfi að vera boðskapur eða ádeila í ijóði? — Nei, nei, nei. Ádeilu- og boð- skaparljóð lykta, ef þau eru ekk- ert annað. — Finnst þér þá að ljóð þurfi að segja einhverja sögu? — Mér finnst að allt í lífinu eigi að segja sögu. — Þér finnst ekki, að maður þurfi að yrkja annað hvort rfm- að eða órímað? — Nei, það finnst mér ekki, ekki frekar en maður þurfi að vera annað hvort vondur eða góður; maður getur verið hvort- tveggja. Ég yrki jöfnum hönd- um rímuð, hálfrímuð og órímuð ljóð. í minni nýju ljóðabók eru öll þessi form — en ég vona samt aðeins einn tónn. Tómas Guðmundsson fór yfir ljóðin og gaf mér margar góðar bending- ar. Hann sýndi mér fram á ýmis- legt sem betur mátti fara. Það er háskóli í ljóðlist að tala við Tómas. — Eru stjórnmálamenn nokk- uð farnir að vitna í ljóð þín í ræðum um stóriðjuna. — Nei, þeir eru of miklir smekkmenn til þess. — Fara stjórnmál og skáld- skapur saman? — Sumir stjórnmálamenn hafa verið allgóð skáld og nokkur góð skáld hafa verið álitlegir stjórnmálamenn. Við erum öll brot af stjórnmálamanni. Á sama hátt erum við öll brot af skáldi. Ég get sagt þér stutta sögu um pólitískan áhuga á menningunni. Þegar Jónas frá Hriflu var ráð- herra, kom ísak Jónsson til hans og bað hann að styrkja sig til þess að fara til útlanda í því skyni að læra nýja tegund af lestrarkennslu fyrir börn. Hátt- virtur ráðherrann reisti sig upp í stólnum og sagði að það væri því miður ekki hægt. En ef hann vildi fara til útlanda og kynna sér hænsnarækt, þá væri það sjálfsagt. Af þessu sérðu, að það eru hvorki ég né þú, sem hafa komið óorði á pólitíkina. Ætli það sé ekki með pólitíkina eins og brennivínið, að rónarnir hafa komið óorði á hana. Ann- ars vil ég bæta því við að ég gef ekkert fyrir pólitískar skoðanir skálda og listamanna. Ég las um daginn að Yeats hefði unnið það afrek, þegar hann var loks- ins kominn á írska þingið á efri árum, að flytja stórkostlega hrós- ræðu um Mussolini. Jafnvel Yeats. — Mér skilst að þú teljir þrátt fyrir allt, að ljóðlistin standi sig hreint ekki svo illa, borið saman við aðrar listgreinar. —Ég held ekki, að hún sé illa á vegi stödd, listrænt séð. En hún á ekki upp á pallborðið sem stendur. Þó málaralistin sé t.d. vinsælli, stendur hún sig ekkert betur. — Þá er ég ekki viss um að þú sért sammála leiðarahöfundi Morgunblaðsins, sem skrifaði leiðara um „Menningarríkið“ og er mjög hrifinn af því sem áork- azt hefur á fslandi. Hann seghj svo orðrétt: „Frjálsræði er á öll- um sviðum þjóðlífsins og vax- andi velmegun landsmanna, hef- ur stuðlað að gróskumiklu lista- lífi, sem á miðstöð sína í höfuð- borg landsins, sem nú er sann- kölluð menningarborg. Menning- arstraumar erlendis frá leika nú um okkur og heimsóknir mikilla erlendra listamanna eru tfðar, en voru áður einstakur viðburð- ur í fámenni og einangrun. UNGFRÚ YNDISFRÍÐ býður yður Wð landsþeiárta konfekt fyá N ö A. HVAR E R ÖRKIN HANS NÓA? Þa* er ailtal wad Ulkjufiw 1 heiut XuA- uim okktt. **» Hefar EQM Iwn Mm n6i cföwtr* sfaVar I ilafafia 8t UMr v«ftnfaaaf*lfaa4a I*Int> H» gmt funðtS Brtflna. Veftarueln «ro ttír kon» lekttwfab tannt a mmm rm&wi» n Inmbtfttrthm *t MðVKaS a»lff«tisser»> a Nik Síðast Cr dre'cts var hlaut verSlaunln: Helga Rósantsdóttir, Hlíð, Akureyri. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. 14. tbl. Greinilegt hefur verið á undan- förnum árum, að meðal skapandi listamanna ríkir mikil gróska. Um það bera vitni hinar fjöl- mörgu málverkasýningar, sem hér eru haldnar, nýstárleg tón- verk, sem ung, menntuð tónskáld hafa samið og hafa verið flutt af hljómsveitum hér á landi, bæk- ur og önnur rit ungra rithöfunda, sem eru að koma fram á sjónar- sviðið“. Hér er hvergi nokkurs- staðar drepið einu orði á ljóðlist, og enn heldur leiðarahöfundur áfram: „Það hefur einnig verið ánægjulegur vottur gróskumikils og blómlegs menningarlífs höf- uðborgarinnar, að aðsókn að leikhúsum og málverkasýning- um hefur aukizt jafnt .og þétt á undanförnum árum og sérstaka athygli vekur að unga kynslóð- in setur mjög svip sinn á þess- ar samkomur". Hér er ekki minnzt á Ijóðlistina frekar en hún sé ekki til í landinu. — Ástæðan er kannski sú, að ég átti talsverðan þátt í þessum leiðara. •— Skrifaðir þú hann kannski sjálfur? — Ég skrifaði hann ekki sjálf- ur, en ég sagði efni hans fyrir að nokkru leyti. Annars þykir mér skemmtilegt að þú skulir ganga með leiðara Morgunblaðs- ins upp á vasann! — Nú já, þá skil ég það. Þetta hefur verið tóm hógværð. — Nei, ekki hógværð — held- ur gleymska! — Ekki hef ég trú á því og ekki er ég heldur viss um, að að allir séu á því hreina á þessum viðreisnartímum, hvað er ljóð og hvað ekki. Viltu skilgreina hug- takið fyrir mig? — Þetta er eins og að spyrja: hvað er sál. En ég skal reyna: Ljóð er: maðurinn sem yrk- ir það. Og maðurinn sem yrkir það er: brot af sjálfum sér, en mest hitt fólkið. Hann er svamp- ur, þ.e. hann dregur í sig alla samtíðina, þykir gaman að henni eða hefur þungar áhyggjur af henni. Ljóð eru auðvitað góð og vond. Óskar Wilde sagði, að yfir- leitt væru þau skáld góð, sem þyrðu ekki að lifa Ijóð sín. En þeir sem lifa ljóð sín yrkja yfir- leitt illa. Það er t.d. mjög hættu- legt að vera of mikið í Naustinu. En Naustið er segull við skeif- urnar, svo ég vitni í Edgar Lee Masters. Ég vona að Guðmundur Böðvarsson fyrirgefi mér það. — Þú líkir ljóðskáldinu við svamp. Þá hlýtur einhver að koma og kreista svampinn. Hver gerir það? — Mig langar til að svara því með annarri spurningu. Þegar Davíð frétti að Sál konungur væri dáinn, orti hann ljóð, afar fallegt, sem byrjar svona: „Prýðin þín, ísrael, liggur vegin á fjöllum þínum. En að hetjurnar skuli vera fallnar!

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.