Vikan


Vikan - 06.04.1966, Síða 31

Vikan - 06.04.1966, Síða 31
FYLGIZT MEÐ ATBURÐUM LIÐANDI STUNDAR í GÓÐU SIÓNVARPI EKCO EKCO HÉR FER ALLT SAMAN 1. flokks sjónvarpstæki, EKCO hefur bæði kerfin, fallegt sjónvarpstæki, 23” dynavision skerm, ódýrt sjónvarpstæki. sem sýnir óvenju skýrar EKCO er framleitt af PYE fyrirtækinu á Bretlandi, er hefur 30 ára reynslu í gerð sjónvarpstækja og er þekktasti framleiðand- inn á því sviði á Bretlandi. myndir.__________________ EKCOgetið þér keypt með greiðsluskilmálum, eða sérstaklega hagstæðum staðgreiðsluk j örum. EINKAUMBOÐ: ORKA H.F. ÚTSÖLUSTAÐIR: skfIEko Laugavegi 178, sími 38000. RAF-VAL Lækjarg. 6 A, sími 11360, sem annast einnig vara- hluta- og viðgerðarþjónustu. Segið ekki frá því í Gat, kunngjörið það eigi á Ask- alon-strœtum, svo að dætur Filistea fagni eigi og dætur óumskorinna hlakki eigi“. Hver heldur þú að hafi kreist þennan svamp? — Það er bezt að þú svarir þeirri spurningu sjálfur. — Mundi það ekki hafa ver- ið guð? Það var hann, sem hafði það í hendi sér, að Sál lifði eða dæi og Davíð orti eftir hann. Hann hefur okkur öll í hendi sér. Þetta er órímað Ijóð, að formi til, en samt ágætt ljóð. — Heldurðu sem sagt, að guð sé það afl, sem kemur skáldimum til að yrkja? — Hann og þú. Og allir hin- ir. Lítil stúlka með brún augu. — Gerirðu greinarmun á kvæði og Ijóði? — Já. — Hver er sá munur? — Kvæði ætti að vera stuðl- að, a.m.k. með háttbundinni hrynjandi, samanber sögnina að kveða. Ljóðið getur verið ó- bundið, eins og Ljóðaljóðin. En við vorum eitthvað að minnast á guð. Hefurðu tekið eftir því, hvað guð Gamla testamentisins er reiður? — Já, hann er guð reiðinnar. — Ósköp finnst mér hann leið- inlegur guð. Og það er athygl- isvert, að þetta er ekki okkar guð. Þetta er guð ísraelsmanna. Þeir bjuggu hann til í sinni eig- in mynd. Þeir sneru lögmálinu við; í staðinn fyrir að guð skap- aði manninn í sinni mynd, þá komu ísraelsmenn og bjuggu til guð í sinni eigin mynd. Það er ekki að furða þó hann sé leiðin- legur — að hafa manninn að fyrirmynd. — Hefur þú búið til guð í þinni eigin mynd? — Minn guð kristallaðist í brjósti Jesú Krists. Hann er guð kærleikans. Mundum við ekki oft þurfa á honum að halda? — Má ég snúa mér aftur að jarðneskari hlutum. Kemur það fyrir, þegar þú sérð gömul ljóð eftir þig, t.d. í bókum, sem eru þegar komnar út, að þú óskar þér, að þú hefðir haft þetta öðru- vísi og mundir gjarna vilja breyta Ijóðinu? — Mér finnst það rangt þegar menn fara að fullorðnast og breyta æskuljóðum sínvun. Af hverju yrkja menn? Menn yrkja vegna þess að þeir vilja sjóða niðxm einhvern tíma, geyma geð- blæ einhverrar reynslu, sem þeir mvmdu glata að öðrum kosti. Og svo hafa þeir ekkert á móti því, þegar einhver kemur með dósa- hníf og eignast hlutdeild í þess- ari reynslu. „Ljóðið er barátta við ágengni tímans", svo ég taki mér í munn orð þess merka bók- menntamanns, Kristjáns Karls- sonar. Á heimili Matthíasar við Hjarðarhagann, flæddi síðdegis sólin inn um stofugluggana og baðaði í ljósi málverkin á veggj- unum og hann sjálfan, þar sem hann sat í ruggustólnum. Þessi ruggustóll er einhver allra skemmtilégasti gripur, sem ég hef séð af því tagi og til þess að koma í veg fyrir allan misskiln- ing tók Matthías það fram, að stóllinn hefði verið í eigu hans löngu áður en hann heyrði minnzt á Kennedy. í skrifstofu Matthíasar þekja bækur veggi, en myndlistasafnið byrjar strax frammi í forstofu og nær há- marki sínu með nokkrum frá- bærum verkum inni í stofunni. Minnisstæðust er mér ein mynd Kjarvals; sú mynd er einskonar hugleiðing um eitt af ljóðum Matthíasar, Hörpuslátt í Borgin hló, og gjöf frá málaranum. Þar eru og nokkrar ágætar myndir eft- ir Nínu Tryggvadóttur, Svavar Guðnason, Kristján Davíðsson og margar myndir eftir Gunnlaug Scheving. Teikningar eftir Hörð Ágústsson og Valtý Pétursson. Það er varla hægt að komast hjá því, að andinn kemur yfir mann í þessu menningarlega umhverfi. Þar er enginn íburður eða auð- mannsbragur, en svo viðfelldið og heimilislegt, að þar er unun að koma. Hanna kom með kaffi og við fórum að bera saman strákana þeirra tvo: Annar hefur VIKAN 14. tbl. gj

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.