Vikan


Vikan - 06.04.1966, Síða 33

Vikan - 06.04.1966, Síða 33
eldfjallaskap eins og ég, sagði Matthías, en hinn er miklu létt- ari. En þeir eru einu ljóðin sem ég er ánægður með að hafa ort. Ég sagði: — Nú ert þú ritstjóri víðlesn- asta dagblaðs landsins, Matthí- as. Hlýtur það ekki að gefa þér nokkra yfirburðaaðstöðu sem ljóðskáld, þar sem frægðin hefur alltaf mikið að segja í þessum efniun? — Frægð? Ætli ég hafi ekki heldur eignazt þó nokkra and- stæðinga út á ritstjórnina. Annars er það óverðskuldaður heiður fyrir mig að hafa eignazt nokkra verðuga andstæðinga. En frægð? Ég hef hvorki sótzt eftir henni, né hef ég áhuga á að auka á geðvonzku þeirra, sem aldrei geta látið aðra í friði. — Ert þú ekki upp með þér af því að hafa verið gerður ó- dauðleg persóna í skáldsögu? — Ódauðleg persóna? Ef ó- dauðleikinn er ekki merkari en þetta, þá gef ég lítið fyrir hann. Annars tel ég mér mikinn heið- ur að því að vera persóna í skáld- sögu. En það er heldur ó- skemmtilegt, og illt að fyrirgefa að vera gerður svo þrautleiðin- legur sem raun ber vitni. Það verður enginn ódauðlegur af því — auk þess deyja leiðin- legar bækur. En þetta var þó nokkuð heiðarleg tilraun til að koma manni inn í bókmenntirn- ar; synd að hún skyldi mistak- ast. — Mér er sagt, að í nýjustu bók þinni hafir þú ort sálm, eða sálma. Eru þeir gerðir með það fyrir augum að vera sungnir í kirkjum? — Sálmar — það er stórt orð Hákot. Ég kalla þetta sálma, aðeins til aðgreiningar frá öðr- um ljóðum. En hvort þeir verða sungnir í kirkjum, veit ég ekki. Það eru fleiri musteri en kirkj- ur. Ég læt mér nægja það sem býr í brjósti mannsins. Annars byggjast sálmarnir á því, að hversdagsleikinn í lífi okkar er sú eina sanna hátíð. Þann tón hef ég reynt að slá. — Eru sálmarnir rímaðir? — Nei, en þeir eru mjög ein- faldir að allri gerð og með sér- stökum tóni, sem ég var lengi að finna og vona nú satt að segja, að einhverjum muni geðjast að. Hluturinn er sá, að ég hef stund- um verið skammaður fyrir það í Þjóðviljanum, að ég sé hálf- gert sálmaskáld og reynt að gera grín að mínu „religiösa“ upplagi. Það þykir mér góð og kristileg auglýsing. Mig langar ekki til að lifa trúlaus, efast um að ég gæti það og ég held að við þurfum á trú að halda í dag, kannski meir en nokkru sinni fyrr. En hvernig eigum við að nálgast forsjónina, hvernig eig- um við að tala við hana, hvern- ig eigum við að trúa henni fyrir vandamálum okkar — nú á þess- um viðsjálu tímum friðsamlegr- ar sambúðar? Við þurfum nýtt form, nýja leið. — Telurðu að ungu skáldin hafi vanrækt þetta um of að yrkja sálma? — Ungu skáldin mættu trúa meira en raun ber vitni á guð sinn, og minna á þessa póli- tísku hjáguði í öllum álfum. — Nú geta menn verið prýði- lega hagorðir án þess að vera skáld. En heldurðu að nauð- synlegt sé fyrir skáld, jafnvel atómskáld, að geta sett saman laglega stöku? — Það hlýtur að hjálpa. — Getur þú mælt lausavísur af munni fram? — Ég yrki oft stökur og hef gaman af. Þú manst að ég var einu sinni með skegg og um það leyti var ég boðinn í þingmanna- veizlu ásamt Jóni á Akri. Jón var eitthvað að stríða mér með skegginu og kastaði fram stöku. Ég svaraði svona: Skeggið svart mun sýna þér, sótt er á öllum miðum: Viðreisnin í verki er vöxtur á flestum sviðum. Upp frá því amaðist íhaldið ekki við skegginu. Til að nefna þér fleira af þessu tagi, get ég lofað þér að heyra síðasta erind- ið úr flokki, sem auðvitað er ort- ur í annars orðastað: Læt ég nótt sem nemur, fer næsta fljótt, á bitrum degi, rekur flóttann feigð sem ber fallna tóft af réttum vegi. — Þú ert ekki aðeins skáld, heldur líka prýðilegur hagyrð- ingur. Þurfa ekki Ijóðskáld að komast yfir byrjendaörðugleika líkt og aðrir listamenn? — Þú veizt, að þegar fólk er nýgift, heldur það, að það hafi höndlað hamingjuna. Ætli það sé ekki eitthvað svipað með Ijóðskáldið. Þegar það er búið að gefa út fyrstu bókina sína, heldur það, að það sé nú loksins búið að ná settu marki. En þú veizt hvernig hjónabandið er; það verður að rækta það, maður verður að leggja eitthvað í sölurnar fyrir það. En ef það er gert, þá er það yndisleg reynsla. — Þú hefur ekki fengið neina þj óðskáldakomplexa? — Ég held að það hafi hjálpað mér að það hefur enginn ætlazt til þess af mér að ég sé perfekt skáld eins og sumir aðrir — og þessvegna hef ég kannski fengið að láta gamminn geysa. Það lík- ar mér vel — að gefa lausan tauminn. En auðvitað er æskilegt að detta ekki of oft af baki. — Punktarðu hjá þér hending- ar eða jafnvel einstök ljóð, hve- nær sem er? — Það kemur fyrir. — Þú tekur þér ekki tíma til að yrkja? — Jú, auðvitað. En ég lofa alltaf guð, þegar ég þarf ekki að yrkja. HARÞURRRA HEIMILANNA EINKAUMBOÐ: I. GUÐMUNDSSON & CO. H.F. REYKJAVlK VIKAN 14. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.