Vikan - 06.04.1966, Síða 40
sagði hann. „En einum of kurt-
eis, finnst þér ekki?“
„Ég býs við að þið hafið séð,
hve fljótur hann var með kokk-
teilana," -var Villi að segja þeg-
ar ég kom aftur inn. „Og sáuð
þið hvernig hann skóflaði í sig
steikinni og nýrunum? Hann hef-
ur áreiðanlega ekki fengið al-
mennilega máltíð svo vikum
skiptir.“
Villi frændi gleymdi aldrei
eigin reynslu af því, sem hann
hann var eldri aðilinn að firm-
anu Maugham og Sewall. Þegar
hann var við málafærslustörf
fyrir brezka sendiráðið, hitti
hann stórfallega unga stúlku,
Edith Mary Snell, sem þá hafði
nýlokið menntun sinni í frönsk-
um klausturskóla. Þau gengu í
hjónaband í París árið 1864. Ed-
ith var þá aðeins tvítug og mjög
falleg, sem fyrr er sagt. Robert
Ormond Maugham var fertugur
— og hroðalega ljótur. í París
synir hennar skyldu eiga til
minningar um hana. Svo voru
kraftar hennar á þrotum. Þessi
mynd stóð alltaf á litlu borði
hjá rúmi Villa, og hann notaði
þetta atvik, eins og hann notaði
næstum öll mikilvægari atvik
bernsku sinnar, í skáldsöguna
Of Human Bondage.
Fátt er dulbúið í Of Human
Bondage. Eftir að faðir Villa dó
1884, var Villi sendur til dvalar
hjá frænda sínum og frænku í
ég ekki. Fyrir fáum árum borð-
uðum við Villi tveir einir saman
í Lundúnum. Hann var veikur og
hann fann til, og hugur hans
stundum á nokkru reiki. Skyndi-
lega umlaði hann: „Ég kemst
aldrei yfir dauða hennar.“ Sem
snöggvast hélt ég að hann ætti
við mína kæru systur Kate, sem
dáið hafði viku áður, en .þegar
hann hélt áfram máli sínu, skildi
ég að hann var að hugsa um
móður sína, sem þá var dáin fyrir
Perla er mitt þvottaduft
kallaði „nístandi angist fátæktar-
innar, sem kemur yfir fólk, sem
verður að lifa innan um þá, sem
eru ríkari en það sjálft."
„Ég hataði fátæktina,“ sagði
hann eitt sinn við vin sinn. „Ég
hataði að þurfa að nurla sam-
an og spara til að ná endunum
saman.“
Hann gleymdi því aldrei að
fyrsta skáldsagan hans, sem sló
í gegn, Liza of Lambeth, færði
honum aðeins tuttugu sterlings-
pund í aðra hönd, vegna óhag-
stæðs samnings við útgefandann.
Um hríð var hann hrjáður af
kvíða fyrir því, að hann yrði að
hætta við feril sinn sem rithöf-
undur. Hann var kominn á
fremsta hlunn um að viðurkenna
ósigurinn og fá sér atvinnu sem
skipslæknir. „Peningar,“ hefur
hann skrifað, „eru sjötta skiln-
ingarvitið. Án þess koma hin
fimm að litlu gagni.“
Faðir Villa var einu sinni mik-
ils metinn lögfræðingur í París;
voru þau kölluð „Dísin og Dýr-
ið“, og þau eignuðust fjölda önd-
vegisvina. Amma mín var heilsu-
veil og þjáðist af berklum, en
þá var talið að barneignir hjálp-
uðu konum að sigrast á þeim
sjúkdómi. Elztu synir hennar
þrír döfnuðu vel, en tveir þeir
næstu dóu ungir. Þann tuttug-
asta og fimmta janúar, 1874,
fæddist svo sjötta og síðasta
barn hennar, William Somerset
Maugham. Átta árum síðar dó
amma, útslitin og uppgefin, þótt
hún væri aðeins þrjátíu og átta
ára að aldri.
Villi dáði móður sína, og mest-
an hluta þeirra fimm ára, sem
hún lifði eftir að éldri bræður
hans höfðu verið sendir í Dover
College, naut hann umhyggju
hennar einn.
Þegar móðir hans vissi, að hún
átti aðeins fáeinar vikur ólifað-
ar, kallaði hún á þjónustustúlk-
una, lét búa sig í hvítan satín-
kjól og taka af sér mynd, sem
Kent. Frændi hans, sóknarprest-
ur í Whitstable, var strangur,
smámunasamur og þröngsýnn;
þar á ofan var hann snobbari
úr hófi fram. Frænka hans var
tilgerðarleg en virðuleg, góð-
gjörn en smásmugul. Bæði koma
þau skýrt fram í skáldsögu Villa
sem séra William Carey og kona
hans. Whitstable, þar sem Villi
varði svo mörgum sársaukafull-
um æskuárum, heitir í sögunni
Blackstable; Kantaraborg, þar
sem Villi gekk í King’s School.
varð Tercanbury; og síðast en
ekki síst varð stam Villa að
klumbufæti Philips Careys. Að
öðru leyti eru fyrstu kaflar sög-
unnar nærri óbreytt lýsing á
bernsku Villa.
„Ég skrifaði Of Human Bond-
age til að losa mig við nokkuð,
sem hvíldi á mér af óþolandi
þunga,“ sagði Villi. „Ég vildi
kveða alla þessa drauga niður,
og það tókst mér.“
En tókst honum það? Það held
nærri áttatíu árum.
Þessi löngu liðnu ár höfðu
gagngerð áhrif á skapgerð Villa.
Auðmýktin, sem hann fann til
vegna höf ðingj adaðurs f rænda
síns, leiddi til þess, að síðar á
ævinni mat hann mikils kunn-
ingsskap við mikilsháttar fólk.
Allt til dánardægurs þótti honum
gaman að segja sögur um ríka
og volduga kunningj a sína, um
hátíðahöld og ferðalög. Morgun
einn ekki alls fyrir löngu sátum
við milli tveggja kýprustrjáa
framan við húsið hans, þaðan
sem ágætis útsýn er yfir Mið-
jarðarhafið. „Þú manst,“ sagði
Villi skyndilega, „að Svíakon-
ungur kom hingað til hádegis-
verðar. Ég hafði á undan spurzt
fyrir um, hvað hans hátign vildi
borða, og mér var sagt að það
væri roast beef.
Svo að Annette matbjó þennan
rétt fyrir konunginn sem bezt
hún kunni. Maturinn var borinn
fyrir hann, og hann fór að borða
4Q VIKAN 14. tbl.