Vikan


Vikan - 06.04.1966, Page 43

Vikan - 06.04.1966, Page 43
Og eins og við vitum, þá eru flestar mannlegar verur fífl. Og við því getum við ekkert gert.“ Frami bræðranna varð þó um síðir til þess, að þeir gátu talazt við og auðsýnt hvor öðrum á- huga og aðdáun að vissu marki, en aldrei viðurkenndu þeir hvor annars hæfileika fullkomlega. Faðir minn var sannfærður um, að hefði hann á annað borð lotið svo lágt að verða atvinnurit- höfundur, hefði hann skrifað langtum betri verk en Villi, og út undir ómerkilegu nafni yngra bróður þíns.“ Ég var í setustofu föður míns þegar hann tók við þessu bréfi. „Það er sérstakur óþverrakeimur af þessum ummælum Villa,“ sagði faðir minn. „Ég finn mig knúinn til að senda honum við- eigandi svar.“ Og hann svaraði, því sem næst með þessum orðum, ef ég man rétt: „Kæri Villi. Það getur vel verið að þú sért jafningi Shake- speares, eins og þú heldur sjálf- inu skyldi verða sökkt og ég lenti í sjónum?“ „Svelgja hann,“ svaraði Villi hiklaust. Villi hafði sína galla, líkt og allir aðrir. En ólíkt flestum öðr- um faldi hann þá ekki fyrir sjálf- um sér eða öðrum. Hann faldi aðeins sitt sanna eðli. Sárfáum vina hans tókst nokkru sinni að brjótast í gegnum þann vegg sjúklegrar feimni, sem vesöld æsku hans hafði hlaðið upp; fáir sáu nokkru sinni raunverulegum tauta eitthvað við sjálfan sig. Andlit hans bar það með sér að hann kvaldist, og ekkert sem ég sagði náði eyrum hans. Um kvöldið fór Alan út að borða með einhverjum vina sinna, og Villi og ég sátum einir eftir. í fyrstu var ég óstyrkur, en það hefði ég ekki þurft að vera. Kvölin virtist víkja frá honum og hann varð vingjarnlegur og alúðlegur. Einu sinni enn varð hann sá frændi, er ég hafði dáð frá því ég var barn. En depurðin TEDDY-SJOLIÐAJAKKIHK FYRSTA FLOKKS ULLAREFNI, SVART OG BLÁTT. FLÍK, SEM ALLIR UNGLINGAR ÓSKA SÉR. Seldur í verzlunum og kaupfélögum um allt land. f Reykjavík: Teddybúð- in, ASalstræti 9 og Laugavegi 31. Heildsölubirgðir: SOLIDO Bolholti 4. — Símar 31050 — 38280 Villi var að sínu leyti í engum vafa um það, að ef hann hefði orðið lögfræðingur, hefði hann komizt lengra en að verða lá- varðarkanslari í eitt eða tvö ár. Dag einn fékk faðir minn bréf, sem skrifað var utan á til Som- erset Maugham, lággreifa. Hann opnaði bréfið, en sá þá að það var til Villa og sendi það áfram til hans. „Mér varð mikið um að fá bréf- ið, sem þú sendir áfram til mín,“ svaraði Villi. „Ég veit alveg hvernig það verður. Öll sömu lætin og útaf Shakespeare og Bacon. Seinni tíma fólk mun segja, að virðulegur lögfræðing- ur og lávarðarkanslari á borð við þig hafi ómögulega getað ritað leikrit og sögur undir eigin nafni, svo að verkin hafi verið gefin VIKAN 14. tW. 43 ur. Ég hef undanfarið orðið var við mjög svo væmið smjaður fyrir þér í sorpblöðunum. En eitt bróðurlegt ráð ætti ég að mega gefa þér. Reyndu ekki að yrkja sonnettur." En ef nokkur þekkti sín tak- mörk, þá gerði Villi það. Til að verða rithöfundur hafði hann losað sig við hvern vott af sjálfs- blekkingu og sjálfshroka, og sökum þessarar kvalafullu og erfiðu reynslu fyrirleit hann láta- læti og hræsni annarra. Auðvit- að gat hann verið mjög rudda- legur. Á stríðsárunum hitti hann eitt sinn konu sína fyrrverandi, Syrie, í veizlu. „Ég er að fara yfir Atlantshafið og er dauð- hrædd við tundurskeyti,“ sagði hún. „Og ég kann ekki að synda. Hvað ætti ég þá að gera, ef skip- persónuleika hans bregða fyrir. í snjöllustu skáldsögu sinni, Cakes and Ale, skrifar Villi svo um hinn gamla og heimsfræga rithöfund, „Edward Driffield“: ,‘Ég hafði það á tilfinningunni að hinn raunverulegi maður, sem til dauðans var einmana og inni- lokaður, væri vofa, sem færi sína leið óséð milli þess manns, er bækurnar skrifaði, og hins, sem lifði lífi hans, og brosti kaldhæðnislega að brúðunum tveimur, sem heimurinn tók fyrir Edward Driffield.“ Margir halda að með Edward Driffield sé átt við Thomas Hardy, en ég er sannfærður um, að við engan á þessi lýsing betur en Somerset Maugham sjálfan. Morgun einn síðastliðið sum- ar tók ég eftir að Villi var að hékk umhverfis hann eins og mistur. Við sátum saman á sófanum, þegar hann skyndilega greip hönd mína. „Þú veizt að msiður á að deyja einhvern daginn," sagði hann, „og við því er ekkert að gera.“ Ég vissi ekki hverju svara skyldi, enda þagði ég. Þá harðn- aði tak hans og hann svipaðist skelfdur um. „Hver er þessi maður!“ hrópaði hann. Ég leit upp, en sá engan. „Það er enginn hérna, Villi,“ sagði ég. Sem snöggvast slaknaði á taki hans. „Eins og þú veizt,“ stamaði hann, „þá stend ég við dyr dauð- ans. En því miður er ég hræddur við að berja að þeim.“ Ég sá hann ekki framar. ☆

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.