Vikan


Vikan - 06.04.1966, Síða 44

Vikan - 06.04.1966, Síða 44
„11 ANGELIQUE OG SOLDANINN Framhald af bls. 19. — Ég var ekki að spyrja yður ráða, asninn yðar! Stundum er dreng- skaparorð sjóræningja betra en loforð prins. Hvert er yðar álit á öllu þessu, Brossardiére? — Þetta er betri samningur en ég hefði nokkurn tímann þorað að vonast eftir, herra minn, og alveg eftir eðli þessa furðufugls. Það hefði verið öðruvisi, heföum við átt í höggl við Mezzo Morte, eða einhvern af Berbaskipstjórunum, sem eru, þegar á heildina er litið, eingöngu glæpamenn. — Dragið upp friðarfánann og tilkynniö vopnahlé. Þrísiglan sneri nú stjórnborða að þeim, einnig með tólf fallbyssum. — Hún fer of hratt. Hún fer framhjá. Þetta er brella, sagði de Saint-Ronan, undirforingi, spenntur. Allt I einu beitti óvinaskipið upp í vindinn, dró úr hraðanum og renndi sér upp að Dauphine, þannig að það fór rétt framan við liggj- andi skipið og bátana, sem loksins voru teknir að bjarga þeim, sem á floti voru. Um borð í þrísíglunni var allt á ferð og flugi. Márarnir festu kaðal við fótinn á aðalsiglutrénu og settu hann yfir akkeris- vinduna. Um borð á Royale héldu liðsforingjarnir niðri í sér andanum. Sjó- liðarnir og sjómennirnir litu út eins og þeir væru höggnir í stein. Rescator virtist hafa látið af hæðnislegum óbifanleik sínum. Það sást hvar hann talaði í ákafa við aðstoðarmann sinn, og stjórnði öllum hreyfingum skipsins með bendingum. Slðan, eins og eftir gefnu merkl, kom einn af varðliðunum til að taka skikkju hans og hatt. Annar rétti honum enda á kaðli, sem hann vafði upp og setti lykkju yfir öxlina. ££ VIKAN 14. 0)1. Hann klifraði upp á framstafn þrisiglunnar og klöngraðist nokkur fet fram eftir bugspjótinu af furðulegri fimi. Jason var að hrópa í gegnum kallarann til skipstjórans á Dauphine. —• Hann er að segja Tourneve að kasta akkerinu fram úr stafn- inum til að koma í veg fyrir, að galeiðan snúist, þegar þrísiglan byrjar að toga. Hann ráðleggur honum að flytja allan þann þunga, sem mögulegt er, yfir á stjórnborða, en fara síðan aftur á bakborða, um leið og galeiðan byrjar að rétta sig, til að kastast ekki yfir á hina hliöina. — Heldurðu, að svarti djöfullinn ætli að kasta þessum kaðli yfir á stjórnborðshliðina á Dauphine? — Ég get ekki betur séð. — Óhugsandi! Þessi kaðall hlýtur að vera gríðarlega þungur. Hann verður að vera Herkúles, til að.... — Sjáiö! Allt í einu sáu þau, hvar hann bar við himin. Kaðallinn þaut i gegnum loftið, og hnúturinn á enda hans vafðist utan um skreytingu stjórnborðsmegin á Dauphine, um mitt skipið. Fagnaðarlætin brutust út um borð í Þrlsiglunni. Márarnir veifuðu múskettunum sínum upp í loftið í hrifningaræði. La Brossardiére andvarpaði þunglega. — Fimleikamaður á Pont- Neuf hefði ekki getað gert þetta betur. — Svona nú, kæri vinur, sagöi Vivonne og hló beisklega. — Þetta er hæfileg viðbót I sagnasafnið yðar frá Miðjarðarhafinu. Þjóðsagan um Monsieur Rescator deyr ekki út, vegna þess að hún fái ekki nýja viðbót! Þrísiglan var smám saman að snúa skut í Dauplvine. Sjómennirnir þutu upp í brúna og strengdu á seglunum með sex stórum árum, til aö flýta fyrir að þau tækju vind. Það stríkkaði á kaðlinum. Allir menn- irnir sem eftir voru í liggjandi galeiðunni, klöngruðust yfir á stjórn- borða, og hölluðu sér fram á lunninguna, sem kaðallinn var festur í. Allt í einu lyftist sú hliðin, sem niður sneri, upp úr vatninu með háværum sogskell. Tourneve rak upp hróp og áhöfnin þaut yfir á bakborða til að fá jafnvægi á skipið. Þegar Dauphine var komin á kjölinn aftur, rambaði hún ákaflega fyrst í stað, en róaðist smám saman. Lokaskipunin glumdi I gegnum loftið, eins og þegar Ijósmóðir tilkynnir fæðingu: — Allar dælur í gang! Allir að ausa! Fagnaðarlæti glumdu við frá hinum galeiðunum. Litlu síðar veit bátur sjóræningjaskipsins aftur látinn í sjó og stefndi nú á Dauphine. —• Þeir eru með flytjanlega steðja og járnsmiðatæki með sér. Þeir ætla að slá járnin af föngunum. Þetta tók langan tíma. Að lokum tóku hinir frjálsu Arabar að birt- ast á þilfarinu, ásamt svosem tíu af sterkustu Tyrkjunum. De Vivonne hertogi var eldrauður í andliti. — Svikarar! Sjóræn- ingjar! Vantrúarhundar! kallaði hann í gegnum lúðurinn. Þið haldið ekki loforð ykkar! Þið minntust ekkert á Það, að þið ætluðuð að frelsa fleiri en Márana ykkar! Þið hafið engan rétt til að taka Tyrkina lika. — Manngjöld fyrir Márann, sem þér létuð taka af lífi, svaraði Jason. — Reynið að stilla yður, Monsieur, sagði la Brossardiére við yfir- mann sinn. Annars verður að taka yður blóð. Ég ætla að kalla á lækn- inn. — Hann hefur öðrum hnöppum að hneppa, en að stinga á mér, svaraði ungi aðmírállinn með dapurlegri röddu. — Sjáið bara, hvað við höfum marga dauða og særða. En sjóræningjaþrísiglan var að hverfa undir fullum seglum í fjarska. 8. KAFLI De Vivonne steig ofan í léttbátinn, en leit síðan upp á þilfarið til Angelique. — Sjáumst fljótlega aftur, kæra vinkona. Eftir fáeina daga munum við hittast á Möltu. Biðjið þess, að ferð okkar verði sigursæl. Angelique neyddi sig til að brosa til hans. Hún leysti af sér himin- bláan silkilinda, bryddaðan með gulli, og kastaði honum til hans. — Hér er sigurtáknið fyrir sverð yðar. — Þakka yður fyrir, hrópaði Vivonne, þegar léttbáturinn hélt í burtu. Hann kyssti á lindann og batt hann um hjöltun á sverði sínu. Svo veifaði hann henni einú sinni enn. Angelique velti þvi fyrir sér, hversvegna hún tæki þennan aðskilnað ekki nær sér. Vivonne hafði ákveöið að elta Rescator, og ná honum einhversstaðar umhverfis Möltu, þar sem galeiður riddarans af Saint- John í Jerúsalem myndi rétta Frökkum hjálparhönd. Galeiöa aðmír- álsins, Royale, var of Þung og ekki nógu lipur til að halda uppi eftir- för á borð við þessa. Duronne varð fyrir valinu, og Angelique var skilin eftir í umsjá La Brossardiéres og nokkurra hermanna. Royale átti að halda áfam til Valetta, ásamt Dauphine, sem þarfnaðist viðgerðar. Galeiðurnar röðuðu sér upp og hurfu síðan inn í storminn, sem var sívaxandi af suðaustri. Angelique flúði inn I tjaldskálann, meðan regn- ið buldi á þilfarinu, og Royale valt ákaflega. — Fyrst sjóræningjarnir, síðan hafið, sagði La Brossardiére. — Er þetta stormur? — Ekki ennþá, en það liður ekki á löngu. Það stytti upp, en himinninn var áfram grár og sjórinn þungur. Lofts- lagið var kæfandi, þrátt fyrir rakan vindinn, sem annað slagið buldi yfir þau. Samræður Savary og Millerand lautinants, sem var ekki eins stirð- ur nú, þegar Vivonne, sem hann var mjög afbrýðissamur út i, var far- inn, gerðu lítið til að bægja leiðindunum frá Angelique. — Hvað get ég gert um borð i þessarl galeiðu? spurði hún Savary. Hún brosti dapurlega við sjálfri sér, þegar henni varð hugsað til Versala, Moliére og leikrita hans. Þegar nóttin féll á, ráðlagði Monsieur la Brossardiére henni að fara niður í klefann sinn, en hún gat ekki fengið sig til þess, sagðist heldur vilja vera þar sem hún væri, meðan nokkur tök væri á því. Áköf velta skipsins svæfði hana að lokum, þrátt fyrir vaxandi storm, sem lamdi öldunum við skipsskrokkinn. Hún vaknaði eins og hún hefði haft martröð. Nóttiq var svört eins og sót. Um leið og hún reis upp við dogg, varð henni ljóst, að eitthvað óvenjulegf var á seyði. Skipið valt enn ofsalega, en vindinn virtist hafa lægt. öll réttindi áskilin — Opera Mundi, Paris. Framh. í nœsta blaSi.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.