Vikan


Vikan - 07.09.1967, Page 29

Vikan - 07.09.1967, Page 29
borgarmúrum Polycratesar má enn sjá rústir af 30 varðturnum. í forngripasafni eyjarinnar, sem er eitt hið merkast í öllu Grikklandi, gefur að Hta fjölda hluta, allt frá frægum styltum af vínguðinum Dionyos til saum- nála og leikfanga. Þeir sem hafa gaman af reikn- ingi mega gjarnan minnast þess að það var á eyjunni Samos sem stærðfræðingurinn Pýþagóras fæddist og setti þar á stofn fyrsta heimspekiskólann árið 545 f. Kr. Og stjarnfræðingurinn Aristark gerði einnig garðinn frægan, á- samt mörgum öðrum vitringum. Seinna varð Samos rómverskt skattland og enn síðar laut það Tyrkjum. Þegar uppreisnin hófst gegn ógnarveldi Tyrkja árið 1821 gengu íbúar eyjarinnar fram af miklum hetjuskap sem lengi verður í minnum hafður. Árið 1832 hlaut eyjan sjálfstæði en sameinaðist loks Grikklandi árið 1812 eftir blóðuga uppreisn. Á eynni Samos rísa há fjöll skógi vaxin, hringinn í kringum eyjuna eru ævintýralegar bað- strandir en margvíslegur gróður milli fjalls og fjöru. Loftslagið er milt eins og á öðrum eyjum þar í grendinni. íbúarnir fram- leiða tóbak, olívuolíu og ávaxta- safa en kunnasta framleiðsla eyj- arskeggja er þó „Samos vinið“ sem frægt er um víða veröld. Og þar stunda karlar fiskveiðar á litlum bátum en konur sitja við vefstóla. Það yrði of langt mál að telja upp alla þá hluti sem gefur að iíta á eynni og minna á hina glæstu fortíð: fornt leikhús, borg- armúrar Pólukratesar, rústirnar af hofi Heru og frá miðöldum stendur enn í fullri dýrð mikil- fenglegur kastali í sinni upphaf- legu mynd. Þarna eru líka býs- antísk klaustur sem staðizt hafa tímans tönn. Við kvöddum Samos síðdegis og nú var stefnt aftur tii Aþenu. Mér gafst ágætt tækifæri til að ræða við Trikaiis skipstjóra. Hann kvaðst afar hrifinn af hinu nýja skipi sínu og stoltur af því að þetta prúða skip sigldi nú undir grískum fána. Trikalis skipstjóri er 57 ára að aldri, hann fór til sjós 18 ára að aldri og hefur síðan siglt um öll heims- ins höf á allskyns skipum. Stærsta skipið sem hann hefur stjórnað var 6000 lestir að stærð. Á stríðsárunum var hann yfir- maður á tundurspilli. Það var einhverju sinni að kafbátur skauzt upp úr sjónum og andar- tak sást rák á sjónum stefna með eldingarhraða á tundurspillinn. Á síðustu slundu tókst Grikkjum að snúa tundurspillinum þannig að tundurskeytið smaug hjá án þess að vinna þeim neitt tjón. En Grikkir vildu þó sýna lit á því að endurgjalda kveðjuna þó í smáu væri og ójafn leikurinn. Trikalis gaf skipun um að skjóta 36. tbi. VIKAN 29

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.