Vikan - 22.03.1968, Page 4
Umferðarnefnd Reykjavíkur og lögreglan í
Reykjavík hafa ákveðið að efna til Ijósmynda-
samkeppni um „beztu svipmyndina úr um-
ferðinni“ í samráði og samvinnu við Félag
áhugaljósmyndara. Þátttaka í samkeppninni
er öllum áhugaljósmyndurum frjáls, og skal
skila myndum í síðasta lagi hinn 15. apríl n.k.
til Fræðslu- og upplýsingaskrifstofu Umferð-
arnefndar Reykjavíkur, íþróttamiðstöðinni,
Laugardal, Reykjavík. Einungis koma til
greina svart/hvítar myndir. Minnsta stærð
skal vera 18x24 cm, en mesta stærð 30x40 cm.
Veitt verða tvenn verðlaun:
T. verðlaun, úttekt á Ijósmyndavörum eftir
eigin vali, kr. 15.000.00.
2. verðlaun, úttekt á Ijósmyndavörum eftir
eigin vali, kr. 5.000.00.
Að auki fá 4 myndir viðurkenningu.
Umferðarnefnd áskilur sér rétt til sýningar á
verðlaunamyndum í væntanlegri upplýsing-
armiðstöð Umferðarnefndar. sem verður í
Góðtemplarahúsinu í maí n.k., svo og til
birtingar.
J-. FRÆÐSLU-OG
£ UPPLÝSINGASKRIFSTOFA
UMFERÐARNEFNDAR
REYKJAViKUR
SIGMAR & PÁLMI
Hverfisgötu 16A, sími 21355
Laugaveg 70, sími 24910
vera fullljóst, — jafnvel þó
ekki sé hugsaS nema „á
rauðu ljósi“, — að þar er
ekki karlmaður að raula
við vin sinn, eins og S.H.
vill vera láta, heldur kona.
Og svo er S.H. mikið í
mun að gera sem allra
minnst úr umræddum texta
að hann hikar ekki við að
breyta orði á einum stað og
gerir um leið þá ljóðlínu
illskiljanlega. Eða hver hef-
ir heyrt talað um að mönn-
um „spræni tár um kinn-
ar“?
KISS ME ONCE AGAIN!
Vikan, Reykjavík.
Það eru vinsamleg tilmæli
að þið sjáið ykkur fært að
birta meðfylgjandi greinar-
stúf í Vikunni fljótlega.
Þess má geta að ekkju
vinar míns, sem talað er
um í meðfylgjandi athuga-
semd hefir verið sent afrit.
í 6. tbl. Vikunnar 1968
getur að líta greinarkorn
eftir ritstjórann, sem ber
nafnið „Hugsað á rauðu
ljósi“. Kemur greinarhöf-
undur allvíða við og er vart
hægt að sjá hvort honum
er allsstaðar alvara eða
ekki.
í greinarlok verður fyrir
honum velkunnur danslaga-
texti „Angelique“, sem
virðist hafa farið all mjög
í hans fínustu taugar. Finn-
ur ritstjórinn þessum texta
allt til foráttu, og telur
hann meðal þeirra verstu
sem til séu á íslenzkri
tungu, ef ekki sá alversti.
Ég skal ekki deila við
S.H. um listgildi danslaga-
texta. Textar við danslög
eru yfirleitt engin bók-
menntaleg afrek. En þrátt
fyrir það er tæpast ástæða
til að lesa þá, eins og sagt
er að ónefnd persóna lesi
Biblíuna.
Þar sem höfundur þessa
umrædda texta var per-
sónulegur vinur minn, get
ég ekki átið hjá líða að
mótmæla jafn smekklaus-
um útúrsnúningi og kemur
fram í þessari grein S.H.
Tökum sem dæmi „skiln-
ing“ S.H. á upphafi um-
rædds texta, þar kemur
kölskalesturinn, greinileg-
ast í ljós.
Þótt þessi texti sé nokk-
uð afbakaður á plötu
Dúmbó og Steina, frá því
sem ég heyrði hann hjá
höfundi, ætti þó hverjum
meðalgreindum manni að
Við skulum láta „heil-
brigðiseftirlitið" svara
þeirri spumingu.
Þá endar S.H. skrif sín
um margnefndan texta á
því, að eftir textanum að
dæma hafi — ja líklega
höfundur aldrei ratað neitt.
Ég vil nú ekki vera svo
stórorður að segja að grein
S.H sýni að hann hafi al-
drei ratað neitt. En yfir
Angeliquetextann hefir
hann ábyggilega farið
„hugsunarlaust á rauðu
ljósi“.
Þá vil ég geta þess að
umræddur texti var alls
ekki ortur sem danslaga-
texti, heldur orti höfundur
hann, líklega að gamni sínu
— eða þá af orsökum sem
koma hvorki mér eða S.H.
við, — og gaf hann konu
sinni.
Opinberlega heyrði ég
þennan texta fyrst sunginn
a. m. k. einu ári eftir lát
höfundar, og það get ég
fullyrt að aldrei mun hon-
um hafa komið til hugar,
að þetta meinlausa ljóð
hans ætti eftir að fara svo
illa í taugarnar á virðuleg-
um ritstjóra að hann sæi
ekkert nema rautt.
Og nú svo til að S.H.
þurfi ekki endalaust að
bíða eftir „grænu“ vildi ég
biðja Dúmbó og Steina að
raula fyrir hann — og
hreinsa með því „slepjuna“
úr augum hans —- einhvem
enskan slagara, til dæmis
eins og þetta:
Kiss me once
kiss me twice
kiss me once again ...
Reyðarfirði 8. 2. 1968
Björn Jónsson.
Rétt er það að danslaga-
textar eru engin bók-
menntaafrek. Samt þurfa
þeir ekki að vera afhrök.
Vænt þykir mér um vin-
4 VIKAN 11 tbl-