Vikan - 22.03.1968, Síða 10
HIIER VERDUR FULLTRÚI UNGU
KYNSLÓDARINNAR 196S?
Þá eru það stúlkurnar númer þrjú og fjögur. Eins og
áður eru þær í fötum frá Karnabæ, sem ásamt Vikunni
stendur að keppninni.
Ekki er ætlazt til, að lesendur greiði atkvæði um stúlk-
urnar, heldur mun sérstök dómnefnd fjalla um úrslitin. Eins
og áður hefur komið fram, skiftir fegurðin ekki meginmáli
í þessari keppni, hæfileikar og persónuleiki eru auk útlits
þau atriði, sem tekið verður tillit til.
GLÆSILEG VERDLAUN
Sigurvegari í keppninni fær verðmæt verðlaun: Ferð til
Englands og dvöl á sumarskóla þar. Kristín Waage, full-
trúi unga fólksins 1967, hlaut sams konar verðlaun og var
á síðastliðnu sumri á skóla í Newton Abbot á Devon, og
lét hún mjög vel af vistinni, eins og lesendur Vikunnar rek-
ur sjálfsagt minni til.
Onnur verðlaun er plötuspilari af vandaðri tegund.
Þriðju verðlaun eru gott úr.
Allir þátttakendur verða leystir út með fatnaði frá
Kamabæ.
GUDRÚN
RIRGISDÓTTIR
ÁSENDA 15,
REYKJAVfK
NO. 4 TIL URSLITA
Hún er dóttir Ásdísar Jóhönnu Jónas-
dóttur og Birgis Jóhanns Jóhannsson-
ar, fœdd 22. janúar 1952 og því 16 ára.
Hún er 166 sm, bláeyg og ljóshærð, og
lærir um þessar mundir undir lands-
próf í Réttarholtsskóla, 3 bekk X. —
Hún segist hafa gaman af að reikna,
þótt hún sé ekki dugleg í reikningi,
og enska er iíka uppáhaldsfag. í
fyrrasumar var hún á sumarskóla í
Brighton í Suður-Englandi, en hefur
líka unnið á sumrin á tannlæknastofu
Birgis Jóhanns Jóhannssonar.
Hún fer stundum út að dansa, oft-
ast á skólaböll, en stundum i Tjarnar-
búð. Það er vínveitingastaður, en henni
finnst ekki mikið fylliri þar. Helzt
segist hún verða vör við ölvaða ung-
linga í hópi þeirra, sem ekki er hleypt
inn á skemmtistaðina. Aðspurð um
unglingavandamálið segir hún: Jahá,
þau eru mörg. Það er of lítið um
samastaði fyrir 16—17 ára urtglinga.
Þau mega fara í Búðina, en hún er
mikið sótt af 15 ára unglingum, og þá
vilja þeir sem eru 16—17 ára ekki
vera með. Tómstundaheimilið á Frí-
kirkjuvegi 11 er mjög skemmtilegt
fyrir 13—15 ára unglinga, og Guðrún
kom þar iðulega í fyrra, en það er
sama sagan, 16—17 ára unglingar telja
sig ekki eiga samleið með þeim. Til
úrbóta á unglingavandamálinu þarf
fleiri og fjölbreyttari staði fyrir 16—
17 ára hópinn.
Hún segir félagslíf mikið og gott i
Réttarholtsskóla, oft haldna málfundi,
og svo er opið hús. Opið hús er það,
þegar nemendur skólans geta komið
þangað á kvöldin og unað sér við spil,
kvikmyndasýningar, bob, tennis og
fleira, eftir því hvað hverjum þókn-
ast. Guðrún hefur verið í jassballett
og píanótímum, en hefur nú orðið að
leggja það á hilluna um stund til þess
að einbeita sér að landsprófinu. Að
því náðu hyggst hún fara í mennta-
skóla og þaðan í háskóla, en hefur
ekki ráðið við sig enn, hvað hún tekur
fyrir þar. Hún gæti mjög vel hugsað
sér að vera flugfreyja á sumrin, með-
an hún er i skóla.
Varðandi giftingaraldur segir hún
fyrir sig, að hún vilji að minnsta kosti
vera orðin 22—23 ára, þegar hún geng-
ur í það heilaga. Mannsefnið á þá að
vera tveimur árum eldra, — en alls
ekki yngra en hún. Hún telur trúlof-
unartíma hljóta að verða misjafnan
eftir fólki, en heldur að löng trúlof-
un geti verið leiðigjörn.
Væri hún ekki Islenzk gæti hún
hugsað sér að vera itölsk, vegna þess
hve vel henni féll við itölsku ung-
lingana, sem hún kynntist í skólanum
i Brighton.
Af horfnum íslenzkum konum kýs
hún helzt að velja Bríeti Bjamhéð-
insdóttur sér til fyrirmyndar, vegna
þess hve hún hafi verið merkileg
kona. Hins vegar tekur hún það skýrt
fram, að hún sé hreint engin sérstök
kvenréttindakona.
☆
LJÖSMYNDIR: ÓLI PÁLL
10 VIKAN 11 M