Vikan - 22.03.1968, Page 39
r
NÝTT FRÁ RAFHA
56 LÍTRA OFN
MEÐ LJÓSI,
yfir og undiriht ',
stýrt með hita-
stilli. Sérstakt
glóðarsteikar-
element (grill).
Klukka með
Timer.
Hún lyfti honum upp að stafl-
anum, brá hægri öxlinni xmdir
kvið hans og lét hann falla áfram
niður yfir bak sér. Þegar hún
hafði náð jafnvæginu, stóð hún
upp með rykk. Hún gekk með stíf-
um hjám og tók stutt skref, með
hægri handlegginn utan um fæt-
urna á honum. Þegar hún kom
að bílnum, opnaði hún dyrnar,
stýrismegin með vinstri hendinni
og varpaði honum með snöggu
átaki inn á sætisbrúnina. Svo
sneri hún honum að stýrinu og
lyfti fótunum innfyrir. Hann sat
máttvana undir stýri með hök-
una ofan á bringu og það snörl-
aði í honum, þegar hann andaði.
Bíldyrnar voru opnar, bíll kom
niður eftir Tyler Street. Hún
kraup bak við opnar dyrnar á
bíl Gus.
Hún leit upp á hann í myrkr-
inu. Efri vörin dróst frá stórum,
hvítum tönnunum, við tilhugs-
unina um að þurfa að snerta
hann aftur. Hún hallaði sér nær
honum og hneppti frá honum
jakkanum og skyrtunni. Hún
rétti sig á hnjánum, seildist yfir
um hann og hélt honum upp að
sætisbakinu. Svo keyrði hún
hanzkaklædda fingur vinstri
handar stífa inn í andstykkilega
ístruna á honum, upp á við að
þindinni, innimdh rifjahylkið.
Hún fann eitthvað láta undan,
eins og innri vefur rifnaði. Það
fór skjálfti um Gus Hernandez
og hann stundi. Hún keyrði hend-
ina dýpra og fann eitthvað iða
við fingurgómana, rétt utan við
seilingu. Hún hinkraði við. Svo
fann hún þessa áköfu tilfinningu
koma yfir sig, að hún væri stór
og sterk og fim, og notalega
vaxandi kennd, sem var eins og
hrislingur undir húðinni og með
lokaátaki keyrði hún hendina að
þessu iðandi líffæri. Það skrapp
henni úr greipum og hélt áfram
að slá og hún þrýsti fastar, þar
til það kyrrðist. Það fór ofsa-
McCtdl’*
>>.7457
McCall’s
7398 '
McCall’s
7407
McCall’t
7457
McCaU't
' 7469 .
McCalVs Pattems
MC CALL
SNIÐ
OG
PILSEFNI
í
BLJÐUNUM.
TILBÚIN
PILS
Á
LAUGAVEGI 11.
LAUGAVEGI 11
SKÖLAV.ST. 12
STRANDGÖTU 9, HF.
HÁALEITISBRAUT 58
fenginn skjálfti um líkama Gus
og það snörlaði í honum, svo
var eins og hann sigi saman og
yrði minni en áður og afskap-
lega hljóður. Djúp holan í hold-
ið hvarf um leið og hún tók
hendina burtu. Hún beið með
augun lokuð og allt í einu fékk
hún samskonar tilfinningu og í
fyrsta skiptið, ærandi öskur í
eyrunum og heitar, þungar öldur
af ofsafenginni vellíðan. Hún
settist á hækjur sér og naut þess-
arar kenndar, þar til hún hafði
gersamlega dáið út. Það fór hroll-
ur um hana og hún flýtti sér
að hneppa að honum skyrtunni
og jakkanum. Hún lokaði bíl-
dyrunum og settist inn hinum
megin. Hún settist eins nærri
honum og hún gat og setti bíl-
inn í gang. Hún stillti sjálfskipt-
inguna á „low“ og ók hægt af
stað. Hún ók í hálfhring á göt-
unni og stefndi til norðurs, stutt
frá skólanum. Engin ljós voru
sjáanleg í hvorugri áttinni. Hún
kveikti á ökuljósunum og svo
stillti hún sjálfskiptinguna á
„drive“. Bíllinn fór nú með rösk-
um gönguhraða. Hún beindi hon-
um út á miðja götuna, stökk út
og skellti hurðinni og hljóp eins
hratt og hún gat, inn í skugg-
ann við hliðina á skólanum.
Hún kraup þar og horfði á
eftir bílnum. Hann ók skáhallt
yfir götuna að gangstéttinni
hægra megin. Þar rakst hann á
gangstéttarbrúnina og við höggið
snerust hjólin og bíllinn beygði
í hina áttina. Hann fór skáhallt
yfir götuna og kom yfir að gang-
stéttinni hinum megin. Hann fór
upp á gangstéttarbrúnina og yfir
gangstéttina og inn á óhirta lóð
og þar með hvarf hann. Hún
heyrði þegar hann molaði undir
sér blauta runnanna. Svo var
dumbur skellur, þegar hann rakst
á tré, síðan brothljóð og bíl-
flautan glumdi við. Þremur mín-
útum síðar vatt hún sér innyfir
11. tbl.
VIKAN 39