Vikan


Vikan - 22.03.1968, Side 40

Vikan - 22.03.1968, Side 40
gluggasylluna. Hún stóð þarna í dimmu herberginu og hlustaði. Hún heyrði í bílflautimni langt í burtu. Hún setti samfestinginn, trefilinn, gúmmískóna og hanzk- ana inn í skápinn, svo fór hún í náttfötin og lagðist á rúmið. Hún heyrði sirenurnar nálgast. Skömmu síðar þagnaði bílflautið. Hún vissi, að nú átti hún að biðja. Ekki á venjulegan hátt, heldur djúpa bæn, djúpa, svarta bæn. Hún vissi hvernig hún átti að öðlast myrkrið. Hún tók lítið box með trékubbum upp úr skúffunni í klæðaskápnum og raðaði þeim á gólfið við glugg- ann. Svo bretti hún upp skálm- arnar á náttfatabuxunum og kraup á kubbana, lét sig síga hægt á hnén, svo rétti hún hægt úr sér og andlit hennar var af- skræmt af þjáningunni, andar- drátturinn ör. Þjáningin var næstum óbærileg og fór síversn- andi. Hún hafði kynnzt þessari leið inn í myrkrið, þegar hún 40 VIKAN »•tbl- ias hvemig heilög Jóhanna af Örk hafði umborið logana. Hún hélt handleggjunum stífum nið- ur með hliðunum. Þegar henni fannst að nú gæti hún ekki af- borið þetta lengur byrjaði myrkrið að hjúpa hana, þján- ingin fölnaði og andardráttur- irm varð afar rólegur. Það fór skjálfti um augnalokin. Likami hennar varð stjarfur. Henni fannst eins og hún krypi á mjúk- um kodda, og þegar myrkrið steypti sér yfir hana, vonaði hún af öllu hjarta að það entist að minnsta kosti í stundarfjórð- ung.... Þegar hún kom út úr myrkr- inu fann hún þessa notalegu mýkt í öllum vöðvum. Um leið og hún fann til fyrstu óþægind- anna aftur, reis hún á fætur. Hún var hálf dösuð, en afslöpp- uð og endurnærð. Hún gekk frá kubbunum aftur í kassann og lagðist fyrir. Hné hennar báru merki um þessa grimmilegu með ferð, en hún fann ekki til. Hún bretti niður buxnaskálmarnar, trékubbarnir voru jafn áhrifa- ríkir og eldurinn og skildu ekki eftir sig nein ör og þeim fylgdi enginn óþefur af brennandi holdi. Hún hafði fengið einhvers- konar vitrun í myrkrinu. Það var eins og glampi af himnum. Hún reyndi að móta það í orðum: — Ég er sverð guðs, hvíslaði hún. Það var nálægt því en ekki ná- kvæmlega. Það var eiginlega ekki hægt að orða það. Eitthvað sagði henni hvenær hún átti að vera sverð. Eitthvað sagði henni hver sá næsti ætti að vera. Og svo fékk hún að launum þessa óumræðilegu vellíðan. Bart Breckenridge fann heim- ili Keavershjónanna, niðri við vatnið. Hann stöðvaði bílinn hinum megin við götuna, gegnt hliðinu með steinstólpanum. Um leið og hann stöðvaði bílinn kom Barbara Horne út úr skugganum af öðrum stólpanum og gekk hægt yfir götuna í áttina til hans. Hann sté út og opnaði fyrir henni bíldyrnar. — Ég er ofboðlítið full, sagði hún. Hann settist undir stýri: — Heim? — Ég held ekki, ef þér væri sama. Bara aka svolítið um. — Allt í lagi. Ég er svo fegin að þú skyldir vera heima, þegar ég hringdi. — Síminn var að hringja, þeg- ar ég kom inn í herbergið. Hann stefndi vestur. Hún sat alveg út við gluggann og hafði hann opinn, svo næturgusturinn lék um andlitið. — Þetta er svo fáránlegt, sagði hún. — Er þér að verða óglatt? — Ég veit það ekki ennþá. En ef ég bið þig að nema staðar — stanzaðu þá í snarheitum, Bart. — Fréttirðu nokkuð? — Já, ég skal segja þér það rétt strax. Þegar hann kom að veitinga- stofu við þjóðbrautina, nam hann staðar, fór inn og keypti handa henni krús af svörtu kaffi. Hún dreypti þakklát á því. Þeg- ar hún var búin úr hálfri krús- inni sagði hún: — Nú líður mér betur. Ég drakk raunar ekki mjög mikið, sennilega minna en nokkurt hinna, en ég þoldi það verr en ég hélt. — Var þetta skemmtilegt sam- kvæmi? — Þetta var andstyggilegt sam- kvæmi. Það var ekki margt fólk. Kelseyhjónin, auðvitað. Þau héldu boðið. Bonny Yates. Þrenn önnur hjón, öll úr sama hóp. Ellefu með mér. Þau hafa öll þekkzt frá örófi alda. Sum voru orðin full, þegar ég kom. Hin voru á góðum vegi með að verða það. Þau gerðu ekkert annað en skiptast á einkabröndurum og skírskota til hluta, sem ég vissi ekkert um. Svo rifust þau svo- lítið innbyrðis. Þau segja hræði- lega hluti hvert um annað og hlægja hvert að öðru, og kannske halda þau að það sé skemmtilegt, en það er alveg andstyggilegt. Ég skil vel hversvegna Lucee var ekki mikið hrifinn af þessum hópi. — Meira kaffi? — Já, takk. Þetta er mjög gott kaffi. Þegar hann kom með það til hennar sagði hún: — Bonny Yates var hjá honum í bátahús- inu, þegar hann fékk fréttirnar um Lucille. Jason, maðurinn hennar, var ekki í borginni og: hann er ekki í borginni núna.. Hún kom ein. Ég virti þau öli vandlega fyrir mér og sá að það' var eitthvað á seyði milli Kelsey og Bonny Yates. Þau létu eins og fífl, en það var eitthvað meirai í því líka. — Eitthvað fleira? — Bíddu rólegur. Kelsey drakk

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.