Vikan


Vikan - 22.03.1968, Qupperneq 48

Vikan - 22.03.1968, Qupperneq 48
Hin UOIH GROF FRAMHALDSSAGA 6. HLUTI EFTIR J. D. McDONALD - Ég hsf ekki efni á að vera stór upp á mig, Jezzie. Hann er mikill viðskiptavinur. En ég sé ekki fram á að hann vilji fá mig aftur. — Það er nokkuð sem ég skil ekki ennþá. Manndráp á fjölsótt- um stað um hábjartan daginn. Vitneskjan um það, hvaða lykil átti að taka. Og hvernig vissi morðinginn eða morðingj arnir að þú kæmist ekki á undan þeim til íbúðarinnar? Það var bankað á dyrnar og Jezzie Jackman kom inn með nokkur bréf. — Herra Skip, má ég trufla og biðja þig að undir- rita þetta, svo það sé hægt að senda þau? — Sjálfsagt. Klukkan er orðin meira en sjö, stúlka. Ég sagði þér að fara að hætta. — Keiluspilið byrjar ekki fyrr en klukkan átta. Ég hef tíma þangað til. Hann undirritaði bréfin í flýti og rétti henni þau aftur. Hún sagðist hafa náð í Bruner og Mc Cabe og þeir myndu koma klukk- an þrjú næsta dag. Kimberton leit á hana þar sem hún stóð við borðshornið og sagði:: — Mér lízt ekki á svipinn á þér Jezzie. Þú heldur að mér hafi orðið á í messunni að kasta Gus út. — Það er ekki mitt að dæma um það, herra Skip. Ég álít að hann hafi ef til vill unnið vel fyr- ir þig. — Eitt smáatriði sló striki yfir það allt, Jezzie. Hún setti stút á varirnar og kinkaði kolli. — Ég býzt við, að þú myndir segja mér frá því ef þig langaði til. En er fyllilega gengið frá öllu? Gæti hann ekki reynzt hættulegur? — Ég býst við því. Ég býst við að hann reyni. Hún gaut augunum varkár út- undan sér á Breckenridge. — Hefurðu ekki áhyggjur af því, Skip? — Ég gef djöfulinn í það. Hún hikaði, bauð síðan góða nótt og skálmaði burt, hljóð- laust, hrikalega stór stúlka og skildi eftir sig daufa blómaang- an í loftinu. — Hvað gerum við nú? spurði Kimberton. — Hver vissi um þessa pen- inga? — Lucille, Gus, ég og einhver einn enn. — Einhver sem kynni að vilja þér illt? — Að gera lista yfir alla þá væri fimm ára vinna, Bart. Breckenridge hugsaði sig um. — Ég vildi gjarnan að fólk færi að hugsa um morð og tala um það. Þá myndi einhver kannske minnast einhvers, og það gæti hitað undir einhverjum sem héldi að hann væri í öruggri höfn. — Gus sver að hann hafi eng- um sagt það, en kannske hann hafi komið upp um það, án þess að vita af því. Ég ætla að pressa það almennilega úr honum. Ég skal sjá hvort ég get ekki hresst upp á minni hans. Snögg áttaskipti þeyttu kaldri rigningargusu á stóru skrifstofu- gluggana. — Óstöðugt veður á þessum tíma árs, sagði Skip Kimberton. Hvernig gengur þér að komast af við Harv Walmo? — Mér gekk ágætlega með hann. — Ég skal hringja í hann. Ég vil að þú komist betur en ágæt- lega af við hann. Og hann lang- ar að halda áfram að vera sjeriff. — Þakka þér fyrir hjálpina, Skip. — Farðu ekki nema þú eigir erindi annarsstaðar. Komdu með mér inn í íbúðina og fáðu þér í glas. Við gætum talað svolítið meira saman. Þú getur hlustað á mig tala um Lucille. Ég hef ekki haft neinn til að tala við um hana. Hún var tíu sinnum of góð handa mér, ég gat ekki trúað á hamingju mína, enda var hún skammvinn. Hún endaði allt of snögglega. Klukkan tíu mínútur yfir 15 var leiknum lokið og Kimber- landliðið með Jezzie Jackman í broddi fylkingar, hafði unnið alla þrjá leikina. Linda var að flýta sér heim svo afgangurinn af þeim — Jezzie, Alma, Jeanie og Stephanie — fóru inn á veitinga- stofuna við hliðina á spilaskál- anum, til að fá sér hamborgara og mjólkurhristing og ræða um leikinn. Jezzie hafði átt gott kvöld, var óumdeilanlega stjarna leiksins. Henni fannst hún vera stór, fim, sterk og frá. Það fór í taugarnar á henni, þegar stúlk- urnar fóru að spyrja hana út úr um það, hvað komið hefði fyrir milli herra Skips og Guz Hern- andez. Þær voru allar þriðju hæðar stúlkur. Starfið var bara brauðstrit fjrrir þeim. Þær skildu ekki hvað sönn húsbóndaholl- usta var. Þær vildu bara fá eitt- hvað til að þvaðra um, og sagan hefði ekki verið lengi að berast. Jezzie var fegin þegar þær fóru. Kærasti Ölmu kom og sótti hana. Stephanie og Jeanie fóru saman. Jezzie Jackman var ein eftir og fékk sér tvær súkkulaði- kökur. Hún át þær hægt. Hún var í hvítu plísseruðu tennis- pilsi, hvítum ullarhosum, hvítri blússu með nafninu Kimberland, skáhallt yfir bakið með rauðu, en nafninu sínu að framan í sama lit. Yfir blússunni var hún í hvítum peysujakka og hún óskaði að það stæði Kimberland á jakkanum líka. Þegar þær voru farnar ýtti hún öllu öðru til hliðar og hugsaði um Gus Hernandez. Hún hugsaði um hann lengi og hve skaðvæn- legur hann gæti verið. Herra Skip var ekki með sjálfum sér. Þegar hún hafði hugsað nógu lengi um Gus fór henni að finn- ast hún vera stór, þjálfuð og frá, rétt eins og eftir leiksigurinn. Hún hringdi heim til Gus úr ein- um símaklefanum við veitinga- stofuna og þegar þar var ekki svarað hringdi hún til skrifstofu hans. Það hringdi lengi áður en Guz svaraði. — Þetta er Jezzie, Gus. Þú vinnur lengi frameftir. — Ætli þú vitir ekki hvers- vegna. Segðu honum að ég komi með skranið hans klukkan fimm á morgun. Hver á að taka við? — Ég ætti víst ekki að segja þér það. — Þú sást þetta. Hann var brjálaður! — Gus, hann var ekki með sjálfum sér. Þetta hefur fengið mikið á hann. — Hann þarf ekki að láta það koma niður á mér. — Hann kemst yfir þetta, Gus. — Það verður of seint til þess að ég hafi gagn af því. — Það er undir ýmsu komið. Eftir stundarþögn spurði hann varfærnislega. — Hvað mein- arðu? — Ég ætti ekki að vera að tala við þig, Gus. — Erum við ekki vinir? — Okkur hefur alltaf samið. Mergur málsins er sá að Skip þarfnast þín raunverulega. — Reyndu að segja honum það núna. — Gus, ef hann vildi að þú kæmir aftur myndirðu þá gera það? Ég meina eftir það sem hann gerði í dag? — Ég hef ekki efni á að vera stór upp á mig, Jezzie. Hann er mikill viðskiptavinur. En ég sé ekki fram á að hann vilji fá mig aftur. — Ja ........ Ég held að ég viti hvernig við getum komið því í kring, Gus. — Er það? spurði hann ákaf- ur. — En ég vil ekki fara nánar út í það í síma. Og ....... — Komdu til mín á skrifstof- una Jezzie. — Nei. Það kynni einhver að sjá til mín. Það þætti einkenni- legt. Ef herra Skip frétti af því er ekki víst að hann skildi það. Mér er andskotans sama þótt þú missir viðskiptavin. Ég vil bara að Skip hafi beztu fáanlega hjálp 48 VIKAN “• tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.