Vikan


Vikan - 27.06.1968, Qupperneq 5

Vikan - 27.06.1968, Qupperneq 5
azt fyrir utan sjoppu, sem var þarna rétt hjá, Mér brá illilega og fannst, að það væri A. sem hefði slas- azt. Ókunnu strákarnir hlupu út og vinkona mín líka. Ég elti þau. Mér fannst vera hálka og snjór og mjög dimmt. Ég kallaði á eftir vinkonu minni: „Hver var þetta? Var það A.?“ Þá varð hún reið og sagði hranalega: „Hvað ert þú að gera hér?“ Við hlupum svo út að sjoppunni og þar lá A. með lokuð augun, eins og hann væri dáinn. Ég fékk kökk í hálsinn og fleygði mér niður við hlið hans. Ég lagði vinstri hönd mína á hægri kinn hans og tók með hinni um höfuð hans og lyfti því í kjöltuna. Þá opnaði hann augun og ég laut niður að andliti hans. En svo vaknaði ég. Þessi draumur var svo skýr og eðlilegur, að hann hlýtur að tákna eitthvað sérstakt. Ég vona, að þú ráðir hann eins vel og þú getur. Með kærri fyrirfram þökk. Ein áhyggjufull. Þessi draumur boðar alls ekki nein ótíðindi, þótt hann hafi ef til vili verið þér afar óþægilegur. Hann er þvert á móti fyrir góðu. Við mundum ætla, að hann væri hagstæður fyrir sambandið milli A. og þín. A, opnar augun, þegar þú lyftir höfði hans í kjölt- una. En mikla erfiðleika þarf að yfirstíga, áður en óskir þínar rætast. Strák- arnir og vinkonan gera þér lífið leitt um nokkurt skeið, en allt fer vel að lokum. SPÆUNGAR OG ABSTRAKT að hann sé alveg ferlega myndarlegur. Getur þú nú gert svo vel og skorið úr þessu fyrir mig? Kær kveðja. Arndís Jónsdóttir, Ægissíðu, Reykjavík. Þetta er einn og sami maðurinn. Abstraktmálar- ar kunna nefnilega að teikna, að minnsta kosti sumir. ATVINNULAUSIR UNGLINGAR Kæri Póstur! Ég er hissa á því, hve lítið hefur verið skrifað um mjög alvarlegt mál, sem skotið hefur upp kollinum hjá okkur undanfarin sum- ur. Nú er flestum skólum lokið, en unglingarnir ganga iðjulausir um bæ- inn og vita ekki hvað þeir eiga af sér að gera. Oftast hefur tekizt að útvega flestum unglingum ein- hverja vinnu á sumrin. En þetta hefur gerzt erfiðara með hverju ári, en aldrei hefur það þó verið eins slæmt og nú í sumar. Eg á hvorki meira né minna en þrjá syni í framhaldsskóla, og enginn þeirra hefur von um vinnu í sumar. Hvað eiga þeir af sér að gera í sumar? Og hvernig á ég að fara að því að sjá fyr- ir þeim, ekki aðeins í sum- ar, heldur einnig allan næsta vetur? Mér finnst þetta vera orðið mjög alvarlegt vandamál og mig langar að spyrja þig, hvort ekki verði gripið til neinna „ráðstafana“. Verður ekki að minnsta kosti skipuð „nefnd“ til að „athuga“ málið? Með beztu kveðju. Fátækur faðir, Kæri Póstur! Við erum hérna tvær vinkonur, og erum ekki á sama máli varðandi Bjarna Jónsson, sem gerði mynd- irnar í Spælingar og stæla. Ég held því fram, að Bjarni þessi sé ekki sá sami og abstraktmálarinn Bjarni Jónsson. Ef svo væri, af hverju í ósköpunum málar hann þá abstrakt? Vinkona mín segist hins vegar vera alveg viss um, að þetta sé sami maður- inn. Henni var einu sinni bent á hann, og hún segir, Eitthvað mun hafa verið um þetta vandamál rætt að undanförnu, og það mun rétt vera, að atvinna sé nú minni fyrir unglinga en nokkurn tíma áður. — Reykjavíkurborg starfræk- ir vinnuskóla fyrir ung- linga, en þar komast að sjálfsögðu færri að en vilja, þegar svona er í pott- inn búið. Gaman væri, ef hugvitsamir menn brytu heilann um þetta vanda- mál og sendu okkur tillög- ur sínar. Höfum einnig fyrirliggjandi allt efni til: HITA-, VATNS- og SKOLLAGNA. IsleifHC Jóasson M. BYGGINGAVÖRUVERZLUN — BOLHOLTI 4 SÍMAR: 3 69 20 -r 3 69 21 25. tM. VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.