Vikan - 27.06.1968, Side 8
VIKAN OG HEIMILIÐ spyr í dag konur á ýms-
um aldri þessarar spurningar, bæði í gamni og
þó aðallega í alvöru. Það er alltaf verið að
spyrja karlmennina um álit þeirra á konunni,
eins og það sé þeirra að velja og hafna og kon-
urnar eigi að reyna að þóknast þeim í öllu. Hér
er þessu snúið við, spurningin er: „Hvernig eiga
karlmenn að vera?".
Ekki má ganga út frá því, að þessar konur
hér séu að lýsa eiginmönnum sínum, þótt þær
séu giftar, heldur þeim eiginleikum, sem þær
meta mikils eða fella sig illa við, og engan veg-
inn er víst, að þeim hafi hlotnazt — eða sloppið
við — að eignast mann með þau einkenni. Af
mörgu má ætla, að í hverri konu búi þrá, með-
vituð eða ómeðvituð, eftir einhverju vissu hjá
þeim manni, sem hún velur sér, einhverju, sem
svarar til þess sama hjá henni, eða e. t. v. leitar
hún að andstæðu sinni, til að bæta sér eitthvað
J upp. Margir undrast makaval vina sinna, en þar
'j getur verið um svo frumstæða og innilega þörf
i fyrir einhvern vissan eiginleika, að ytri atriði
É hafi þar lítið að segja, t. d. útlit, efnahagur
I eða menntun. Á hitt má svo líta, að tengsl karls
f og konu geta verið svo margvísleg og marg-
slungin, að jafnvel þeir eiginleikar, sem konan
í rauninni metur mest, komi þar hvergi við sögu.
En hvað um það, það er ætlazt til að konurnar
svari þessu fremur hreinskilnislega, þótt þeim
sé ekki bannað að bregða fyrir sig einhverju
gamni — en þó ekki snúa út úr spurningunum.
Þær eru líka beðnar að draga ekkert undan
um áhrif við fyrstu kynni, en þar geta oft ver-
ið svo ótrúlega smávægilegir og furðulegir hlut-
ir, sem hafa áhrif, að það ætti að vera fróðlegt
fyrir karlmennina að kynnast þeim viðhorfum.
Það mætti segja mér, að svör kvennanna yrðu
frábrugðin flestum karlmannasvörum um kon-
una, þar sem fótleggir, hár og annað þvílíkt
virðist oft ráða úrslitum. En gefum nú konun-
um orðið. '1
HVERNIG EIGA KARLMENN AG VERA?
1. Hvaða eiginleika munduð þiS meta mest hjá
FRÚ ANNA ÞÖRÐARDÓTTIR
a) eiginmanni, unnusta og heimilisföSur?
b) hjá karlmönnum, sem þið stofnið ekki til nánari tengsla
við, t.d. á vinnustað, félögum til að skemmta ykkur með
o.s.frv.?
c) Hvaða eiginleika munduð þið sízt sætta ykkur við í báð-
um flokkum?
2. Eftir hverju takið þið fyrst í fari karlmanna, sem þið hittið,
t.d. útliti, fasi, framkomu eða klæðaburði og snyrtingu, og
hvað af því finnst ykkur aðlaðandi og hvað fráhrindandi?
3. Takið fram ýmislegt annað að vild, sem ekki verður flokkað
undir spurningarnar hér að framan, eitthvað, sem lýsir því,
hvernig ykkur finnst að karlmenn ættu helzteða síztaðvera.
8 VIKAN 25-tbI-
1. Þegar ég var ung, fólust allar mínar óskir
um manninn, sem ég veldi mér aS vini, unn-
usta eða eiginmanni, í þessum húsgangi:
Ég vil frlðan eiga mann,
ungan, bllðan, hraustan,
glaðan, þýðan, gáfaðan,
guði hlýðinn, dyggSugan.